Tilvistarkreppa álitsgjafa 23. febrúar 2007 00:01 Í samræmi við þá hugmynd mína að hlutverk álitsgjafa og pistlahöfunda sé fyrst og fremst að amast við því sem miður fer í þjóðfélaginu, og skipta sér af öllu milli himins og jarðar þó þeir hafi ekki minnsta vit á því, gerði ég dauðaleit að einhverju til að amast við áður en ég skrifaði þennan pistil. Hvað fer í taugarnar á mér þessa dagana, hverju get ég nuddað fólki upp úr yfir kornfleksinu...á ég að skammast yfir aukablaðinu fyrir konur sem innihélt ekkert nema líkamsrækt og förðun? Á ég að endurvekja pirringinn sem fréttirnar vöktu með mér á bolludaginn, þegar fréttakonan stökk á bolluétandi fólk úti í bakaríi og spurði það ásakandi hvort það væri ekkert að hugsa um heilsuna? Á ég að tala um klám? Nei, ég er sjálf orðin hundleið á umræðum um klám. Ég er orðin svo leið á þeim að mér datt í hug að nota þennan pistil einfaldlega til að klæmast. En ég er svo vel upp alin að ég hætti líka við það. Ég vafraði um netið, um pistla og umræðuvefi, ég stakk mér ofan í forarpytti málhaltrar og illa stafsetjandi þjóðarsálarinnar, ég las greinar um afhommun og Evrópusambandið og stöðu kvenna, en allt sem ég uppskar var þessi suðandi höfuðverkur sem einungis hlýst af óverdósi af nöldri á tölvutæku formi. Ég gat bara ómögulega látið mér detta neitt í hug, sem einnig gæfi færi á hinum nauðsynlega kaldhæðna tóni og hnyttnu athugasemdum. Hví skyldi ég amast við nokkrum einasta hlut? Sólin í Reykjavík skín eins og í kornfleksauglýsingu. Við vitum það öll að vorhretið bregst ekki, og í lok febrúar er of snemmt að fagna sumri, en daginn er nú samt að lengja og það er alveg að koma helgi og í dag er flöskudagur. Ef þessi pistill lýtur eðlilegum lögmálum, þá hlýtur hann að vera kaotískur fögnuður yfir sólinni og rokinu. Hvað skiptir máli nema það? Núna situr forsætisráðherrann líka yfir kaffinu sínu og kornfleksinu og hefur það vonandi náðugt, þrátt fyrir öll þau réttmætu rifrildi sem bíða hans. Scott Hjörleifson, eigandi heimasíðunnar sleazydream.com, er kannski heima í Gimli að drekka piparmyntute. Og allir álitsgjafar landsins enn að staulast fram úr rúminu með stírurnar í augunum. Alveg eins og fólk borðar enn sínar bollur á bolludaginn, burtséð frá allri álitsgjöf um heilbrigða lífshætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Svava Tómasdóttir Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Í samræmi við þá hugmynd mína að hlutverk álitsgjafa og pistlahöfunda sé fyrst og fremst að amast við því sem miður fer í þjóðfélaginu, og skipta sér af öllu milli himins og jarðar þó þeir hafi ekki minnsta vit á því, gerði ég dauðaleit að einhverju til að amast við áður en ég skrifaði þennan pistil. Hvað fer í taugarnar á mér þessa dagana, hverju get ég nuddað fólki upp úr yfir kornfleksinu...á ég að skammast yfir aukablaðinu fyrir konur sem innihélt ekkert nema líkamsrækt og förðun? Á ég að endurvekja pirringinn sem fréttirnar vöktu með mér á bolludaginn, þegar fréttakonan stökk á bolluétandi fólk úti í bakaríi og spurði það ásakandi hvort það væri ekkert að hugsa um heilsuna? Á ég að tala um klám? Nei, ég er sjálf orðin hundleið á umræðum um klám. Ég er orðin svo leið á þeim að mér datt í hug að nota þennan pistil einfaldlega til að klæmast. En ég er svo vel upp alin að ég hætti líka við það. Ég vafraði um netið, um pistla og umræðuvefi, ég stakk mér ofan í forarpytti málhaltrar og illa stafsetjandi þjóðarsálarinnar, ég las greinar um afhommun og Evrópusambandið og stöðu kvenna, en allt sem ég uppskar var þessi suðandi höfuðverkur sem einungis hlýst af óverdósi af nöldri á tölvutæku formi. Ég gat bara ómögulega látið mér detta neitt í hug, sem einnig gæfi færi á hinum nauðsynlega kaldhæðna tóni og hnyttnu athugasemdum. Hví skyldi ég amast við nokkrum einasta hlut? Sólin í Reykjavík skín eins og í kornfleksauglýsingu. Við vitum það öll að vorhretið bregst ekki, og í lok febrúar er of snemmt að fagna sumri, en daginn er nú samt að lengja og það er alveg að koma helgi og í dag er flöskudagur. Ef þessi pistill lýtur eðlilegum lögmálum, þá hlýtur hann að vera kaotískur fögnuður yfir sólinni og rokinu. Hvað skiptir máli nema það? Núna situr forsætisráðherrann líka yfir kaffinu sínu og kornfleksinu og hefur það vonandi náðugt, þrátt fyrir öll þau réttmætu rifrildi sem bíða hans. Scott Hjörleifson, eigandi heimasíðunnar sleazydream.com, er kannski heima í Gimli að drekka piparmyntute. Og allir álitsgjafar landsins enn að staulast fram úr rúminu með stírurnar í augunum. Alveg eins og fólk borðar enn sínar bollur á bolludaginn, burtséð frá allri álitsgjöf um heilbrigða lífshætti.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun