Mishörð barátta á leikjatölvumarkaði 24. febrúar 2007 09:15 Helstu keppendur á leikjatölvumarkaðnum í dag eru Xbox360 frá Microsoft, Wii frá Nintendo og Playstation 3 frá Sony. Leikjatölvan síðastnefnda kemur til landsins þann 23. mars, en hinar tvær eru í sölu hérlendis. neytendamál Xbox360 leikjatölvan er um þriðjungi dýrari í Elko en á löndunum í kringum okkur. Nintendo Wii leikjatölvan, einn keppinauta Xbox360 á leikjatölvumarkaðnum, er ekki nema um fimm prósentum dýrari í Ormsson en í sömu löndum. Verðið á leikjatölvunum tveimur var kannað í verslunum Woolworths í Bretlandi, Webhallen í Svíþjóð, Multikanalen í Noregi og Midtdaten í Danmörku. Valdar voru verslanir sem eru sem líkastar þeim sem borið var saman við á Íslandi. Sundurliðað verð landanna má sjá á töflu hér á síðunni, en sé tekið meðaltal af verðinu í þessum fjórum löndum kostar Xbox360 tölvan 33.624 krónur. Í Elko kostar hún 44.995 krónur, eða 31 prósenti meira. Meðalverð á Nintendo Wii í sömu löndum er 28.431 króna. Í Ormsson, sem er umboðsaðili Nintendo á Íslandi, kostar sama tegund vélarinnar 29.900 krónur. Nintendo Wii er því ekki nema um fimm prósentum dýrari hér en í löndunum í kring. Gísli Jóhannsson, innkaupastjóri hjá Elko, segir tvær megin-ástæður vera að baki þessum verðmun. Annars vegar séu tollar og skattar hærri hér en annars staðar, og hins vegar geti verið að verðslagurinn sé enn þá harðari á hinum löndunum en hér, jafnvel þannig að tölvurnar séu seldar undir innkaupsverði. „Við erum sjálfir með mjög litla álagningu á vélinni. Þessi bransi er meira og minna þannig að menn selja tölvurnar á, og jafnvel undir, innkaupsverði og leggja síðan á leikina.“ Rúnar Hrafn Sigmundsson, sölumaður hjá Ormsson, segist afar ánægður með að verðmunurinn á Nintendo Wii sé svona lítill. „Við settum okkur í upphafi að fara aldrei undir ákveðið verð og höfum staðið við það. Það er mjög ánægjulegt að munurinn sé ekki meiri en þetta þrátt fyrir tolla og gjöld sem eru hér en ekki í öðrum löndum,“ segir hann. Leikjavísir Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
neytendamál Xbox360 leikjatölvan er um þriðjungi dýrari í Elko en á löndunum í kringum okkur. Nintendo Wii leikjatölvan, einn keppinauta Xbox360 á leikjatölvumarkaðnum, er ekki nema um fimm prósentum dýrari í Ormsson en í sömu löndum. Verðið á leikjatölvunum tveimur var kannað í verslunum Woolworths í Bretlandi, Webhallen í Svíþjóð, Multikanalen í Noregi og Midtdaten í Danmörku. Valdar voru verslanir sem eru sem líkastar þeim sem borið var saman við á Íslandi. Sundurliðað verð landanna má sjá á töflu hér á síðunni, en sé tekið meðaltal af verðinu í þessum fjórum löndum kostar Xbox360 tölvan 33.624 krónur. Í Elko kostar hún 44.995 krónur, eða 31 prósenti meira. Meðalverð á Nintendo Wii í sömu löndum er 28.431 króna. Í Ormsson, sem er umboðsaðili Nintendo á Íslandi, kostar sama tegund vélarinnar 29.900 krónur. Nintendo Wii er því ekki nema um fimm prósentum dýrari hér en í löndunum í kring. Gísli Jóhannsson, innkaupastjóri hjá Elko, segir tvær megin-ástæður vera að baki þessum verðmun. Annars vegar séu tollar og skattar hærri hér en annars staðar, og hins vegar geti verið að verðslagurinn sé enn þá harðari á hinum löndunum en hér, jafnvel þannig að tölvurnar séu seldar undir innkaupsverði. „Við erum sjálfir með mjög litla álagningu á vélinni. Þessi bransi er meira og minna þannig að menn selja tölvurnar á, og jafnvel undir, innkaupsverði og leggja síðan á leikina.“ Rúnar Hrafn Sigmundsson, sölumaður hjá Ormsson, segist afar ánægður með að verðmunurinn á Nintendo Wii sé svona lítill. „Við settum okkur í upphafi að fara aldrei undir ákveðið verð og höfum staðið við það. Það er mjög ánægjulegt að munurinn sé ekki meiri en þetta þrátt fyrir tolla og gjöld sem eru hér en ekki í öðrum löndum,“ segir hann.
Leikjavísir Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira