Leiðandi í lyfjadreifingu 28. febrúar 2007 00:01 Gylfi Rútsson, framkvæmdastjóri Distica Gylfi segir uppskiptingu Vistor í tvö félög hafa gefið Distica kjörið tækifæri til að auka enn sérhæfingu fyrirtækisins og gefa henni meira vægi með því að dreifa fyrir fleiri aðila. MYND/GVA Um áramótin síðustu tók Gylfi Rútsson við stjórnartaumum nýja innflutnings- og dreifingarfyrirtækisins Distica. Félagið varð til við skiptingu Vistor hf. í tvö félög. Framvegis mun Vistor einbeita sér að markaðsstarfi fyrir umbjóðendur sína á lyfja- og heilbrigðismarkaði. Distica verður hins vegar sérhæft í innflutningi, vörustjórnun og dreifingu á lyfjum, heilsuvörum, dýraheilbrigðisvörum, sem og vörum fyrir heilbrigðisþjónustur og rannsóknarstofur. Áður en Gylfi réði sig til starfa hjá Vistor, þar sem hann hefur verið framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs í fjögur ár, var hann fjármálastjóri hjá Tali í fjögur ár og framkvæmdastjóri fjármálasviðs Tæknivals í átta ár. Þrátt fyrir að vera mjög reyndur á sviði fjármálanna er hann útskrifaður af markaðssviði viðskiptafræðinnar og hóf reyndar starfsferil sinn á markaðsdeild fjármögnunarfyrirtækisins Glitnis. „Þar má segja að ég hafi verið að selja og markaðssetja peninga og hafi þannig sogast inn í peningamálin," segir Gylfi. Hann segist þó fyrst og fremst vera rekstrarmaður og það henti honum því vel að stjórna því rekstrarverkefni sem Distica er.Fjölmörg tækifæri á dreifingarmarkaðiGylfi segir að lyfja- og heilbrigðismarkaðurinn sé í raun tveir markaðir. Annars vegar sölu- og markaðshlutinn og hins vegar dreifingarhlutinn. Tvær aðalástæður séu fyrir því að Vistor hafi verið skipt upp í tvö félög.Vistor og forverar þess hefðu fram til þessa einungis dreift vörum fyrir sína umbjóðendur og því í raun ekki keppt nema á hluta dreifingarmarkaðarins. Uppskipting félaganna hafi gefið kjörið tækifæri til þess að auka enn sérhæfingu fyrirtækisins og gefa henni meira vægi með því að dreifa fyrir fleiri aðila. „Við höfum látið gera fyrir okkur kannanir árlega í nokkurn tíma sem sýna að við veitum góða þjónustu að mati viðskiptavina okkar. Af þeim niðurstöðum sáum við að við ættum að geta nýtt sérþekkingu okkar betur. Enn fremur var Distica að taka yfir dreifingu á vörum Actavis um áramótin. Þar sem Actavis er stór og þekktur framleiðandi samheitalyfja en Vistor fulltrúi frumlyfjaframleiðenda erum við að koma í veg fyrir hugsanlega hagsmunaárekstra."Distica sér áfram um dreifingu fyrir umbjóðendur Vistor en sér nú einnig um dreifingu fyrir önnur fyrirtæki. Áætluð ársvelta Distica félagsins er 8,3 milljarðar króna og félagið hefur um 61 prósents hlutdeild á lyfjadreifingarmarkaðnum.Flókinn markaður og sérstakar vörurAðalkeppinautur Distica hefur tæplega 35 prósenta hlutdeild á markaðnum. Gylfi segir þetta dæmigert mynstur fyrir markað af þessum toga. Á hinum Norðurlöndunum berjist líka tveir stórir aðilar um mestan hluta markaðarins. „Ástæðan fyrir þessu er að fyrirtæki sem dreifa og meðhöndla lyf þurfa að uppfylla miklar kröfur og mikið regluverk. Við þurfum að hafa leyfi fyrir innflutningi og heildsöludreifingu á lyfjum. Þá þurfum við einnig að hafa framleiðsluleyfi þar sem við sjáum um að setja íslenskar merkingar og leiðbeiningar í vöruna þar sem þær eru ekki fyrir hendi. Þar að auki er þessi vara sérstök og hana þarf að meðhöndla á mjög sérhæfðan hátt. Vörurnar eru viðkvæmar og þær verður að geyma og flytja við rétt skilyrði, til dæmis hvað varðar hita, raka og birtu."Distica hefur verið með ISO 9001 gæðavottun undanfarin tíu ár. Þetta segir Gylfi hafa skilað sér á margvíslegan hátt til rekstursins. Bæði í auknu afhendingaröryggi, færri villum í afgreiðslu og betri frammistöðu við afgreiðslu. Þá segir hann kerfið hjálpa til við að uppfylla rétta og eftirsóknarverða afgreiðsluhætti sem félagið leitist við að framfylgja. Í því felist að afhenda rétta vöru, í réttu magni, í réttu ástandi og á réttum tíma.„Starfsmannavelta Distica er mjög lág og margir af þeim fimmtíu starfsmönnum sem starfa hjá fyrirtækinu hafa verið þar lengi. Við höfum á að skipa góðu, hæfu og vel þjálfuðu starfsfólki með mikla reynslu í þessari starfsemi," segir Gylfi. Stefnubreytingin sem varð nú um áramótin var þó ný af nálinni og Gylfi segir starfsfólk fyrirtækisins taka breytingunum vel.„Þetta er að sjálfsögðu mikil áskorun þar sem starfsemin hefur aukist mikið á stuttum tíma. En það hefur bara eflt baráttuandann í mannskapnum og við ætlum áfram að veita afburða þjónustu á þessum markaði." Undir smásjánni Viðtöl Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Um áramótin síðustu tók Gylfi Rútsson við stjórnartaumum nýja innflutnings- og dreifingarfyrirtækisins Distica. Félagið varð til við skiptingu Vistor hf. í tvö félög. Framvegis mun Vistor einbeita sér að markaðsstarfi fyrir umbjóðendur sína á lyfja- og heilbrigðismarkaði. Distica verður hins vegar sérhæft í innflutningi, vörustjórnun og dreifingu á lyfjum, heilsuvörum, dýraheilbrigðisvörum, sem og vörum fyrir heilbrigðisþjónustur og rannsóknarstofur. Áður en Gylfi réði sig til starfa hjá Vistor, þar sem hann hefur verið framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs í fjögur ár, var hann fjármálastjóri hjá Tali í fjögur ár og framkvæmdastjóri fjármálasviðs Tæknivals í átta ár. Þrátt fyrir að vera mjög reyndur á sviði fjármálanna er hann útskrifaður af markaðssviði viðskiptafræðinnar og hóf reyndar starfsferil sinn á markaðsdeild fjármögnunarfyrirtækisins Glitnis. „Þar má segja að ég hafi verið að selja og markaðssetja peninga og hafi þannig sogast inn í peningamálin," segir Gylfi. Hann segist þó fyrst og fremst vera rekstrarmaður og það henti honum því vel að stjórna því rekstrarverkefni sem Distica er.Fjölmörg tækifæri á dreifingarmarkaðiGylfi segir að lyfja- og heilbrigðismarkaðurinn sé í raun tveir markaðir. Annars vegar sölu- og markaðshlutinn og hins vegar dreifingarhlutinn. Tvær aðalástæður séu fyrir því að Vistor hafi verið skipt upp í tvö félög.Vistor og forverar þess hefðu fram til þessa einungis dreift vörum fyrir sína umbjóðendur og því í raun ekki keppt nema á hluta dreifingarmarkaðarins. Uppskipting félaganna hafi gefið kjörið tækifæri til þess að auka enn sérhæfingu fyrirtækisins og gefa henni meira vægi með því að dreifa fyrir fleiri aðila. „Við höfum látið gera fyrir okkur kannanir árlega í nokkurn tíma sem sýna að við veitum góða þjónustu að mati viðskiptavina okkar. Af þeim niðurstöðum sáum við að við ættum að geta nýtt sérþekkingu okkar betur. Enn fremur var Distica að taka yfir dreifingu á vörum Actavis um áramótin. Þar sem Actavis er stór og þekktur framleiðandi samheitalyfja en Vistor fulltrúi frumlyfjaframleiðenda erum við að koma í veg fyrir hugsanlega hagsmunaárekstra."Distica sér áfram um dreifingu fyrir umbjóðendur Vistor en sér nú einnig um dreifingu fyrir önnur fyrirtæki. Áætluð ársvelta Distica félagsins er 8,3 milljarðar króna og félagið hefur um 61 prósents hlutdeild á lyfjadreifingarmarkaðnum.Flókinn markaður og sérstakar vörurAðalkeppinautur Distica hefur tæplega 35 prósenta hlutdeild á markaðnum. Gylfi segir þetta dæmigert mynstur fyrir markað af þessum toga. Á hinum Norðurlöndunum berjist líka tveir stórir aðilar um mestan hluta markaðarins. „Ástæðan fyrir þessu er að fyrirtæki sem dreifa og meðhöndla lyf þurfa að uppfylla miklar kröfur og mikið regluverk. Við þurfum að hafa leyfi fyrir innflutningi og heildsöludreifingu á lyfjum. Þá þurfum við einnig að hafa framleiðsluleyfi þar sem við sjáum um að setja íslenskar merkingar og leiðbeiningar í vöruna þar sem þær eru ekki fyrir hendi. Þar að auki er þessi vara sérstök og hana þarf að meðhöndla á mjög sérhæfðan hátt. Vörurnar eru viðkvæmar og þær verður að geyma og flytja við rétt skilyrði, til dæmis hvað varðar hita, raka og birtu."Distica hefur verið með ISO 9001 gæðavottun undanfarin tíu ár. Þetta segir Gylfi hafa skilað sér á margvíslegan hátt til rekstursins. Bæði í auknu afhendingaröryggi, færri villum í afgreiðslu og betri frammistöðu við afgreiðslu. Þá segir hann kerfið hjálpa til við að uppfylla rétta og eftirsóknarverða afgreiðsluhætti sem félagið leitist við að framfylgja. Í því felist að afhenda rétta vöru, í réttu magni, í réttu ástandi og á réttum tíma.„Starfsmannavelta Distica er mjög lág og margir af þeim fimmtíu starfsmönnum sem starfa hjá fyrirtækinu hafa verið þar lengi. Við höfum á að skipa góðu, hæfu og vel þjálfuðu starfsfólki með mikla reynslu í þessari starfsemi," segir Gylfi. Stefnubreytingin sem varð nú um áramótin var þó ný af nálinni og Gylfi segir starfsfólk fyrirtækisins taka breytingunum vel.„Þetta er að sjálfsögðu mikil áskorun þar sem starfsemin hefur aukist mikið á stuttum tíma. En það hefur bara eflt baráttuandann í mannskapnum og við ætlum áfram að veita afburða þjónustu á þessum markaði."
Undir smásjánni Viðtöl Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira