Loksins opnast vefgátt Íslands 28. febrúar 2007 00:01 Guðbjörg Sigurðardóttir er skrifstofustjóri skrifstofu upplýsingasamfélagsins í forsætisráðuneytinu. Vefurinn Ísland.is verður opnaður með viðhöfn miðvikudaginn 7. mars næstkomandi, en verkefnið var fyrst kynnt á UT-deginum í fyrra. Kynning á vefnum verður svo meðal annars á sýningunni Tækni og vit sem hefst í Fífunni í Kópavogi daginn eftir. „Allt hefur þetta sinn þróunartíma," segir Guðbjörg Sigurðardóttir, skrifstofustjóri skrifstofu upplýsingasamfélagsins í forsætisráðuneytinu þegar haft er á því orð að vefurinn hafi fyrst verið kynntur fyrir ári og kveðst ekki telja að fólk verði fyrir vonbrigðum með nýja vefinn. „Þessi þjónustuveita er mjög stórt skref í þá átt að bæta þjónustuna við borgarana." Guðbjörg segir sömu grunnhugsun við lýði og lagt var upp með í þróun vefjarins. „Við lítum á þetta sem nokkurs konar leiðarvísi að opinberri þjónustu. Þarna verður að finna margvíslegar hagnýtar upplýsingar og tilvísanir á efni og þjónustu sem er að finna á vefjum ráðuneyta, stofnana og sveitarfélaga." Inni á Íslandi.is verður til að mynda hægt að nálgast nánast öll eyðublöð ríkisins, þar verða grunnupplýsingar um öll sveitarfélög og allar stofnanir landsins auk þess þar verða upplýsingar fyrir innflytjendur á nokkrum tungumálum, auk orðskýringa sem nýtast eiga bæði innflytjendum og almenningi sem kann að staldra við ókunnug hugtök stjórnsýslunnar. Vefurinn verður hins vegar áfram í þróun og leggur Guðbjörg áherslu á að þarna sé um að ræða fyrstu útgáfu hans. Þótt opnunin sjálf sé stórt skref í að auka opinbera þjónustu verði áfram bætt við vefinn. Til dæmi segir hún að auka eigi efni á erlendum tungum, en fyrst í stað verði þarna lágmarksupplýsingar fyrir innflytjendur. Sömuleiðis segir Guðbjörg áherslu lagða á aðgengismál í hönnun Íslands.is. „Öll framsetning er með þeim hætti að hún nýtist til dæmis blindum og sjónskertum, lesblindum og öðrum hópum sem þarf að mæta í hönnun og framsetningu texta." Vefurinn er jafnt hugsaður fyrir almenning og fyrirtæki og er samstarfsverkefni bæði ríkis og sveitarfélaga sem átt hafa fulltrúa í stýrihópi um gerð hans. Héðan og þaðan Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Vefurinn Ísland.is verður opnaður með viðhöfn miðvikudaginn 7. mars næstkomandi, en verkefnið var fyrst kynnt á UT-deginum í fyrra. Kynning á vefnum verður svo meðal annars á sýningunni Tækni og vit sem hefst í Fífunni í Kópavogi daginn eftir. „Allt hefur þetta sinn þróunartíma," segir Guðbjörg Sigurðardóttir, skrifstofustjóri skrifstofu upplýsingasamfélagsins í forsætisráðuneytinu þegar haft er á því orð að vefurinn hafi fyrst verið kynntur fyrir ári og kveðst ekki telja að fólk verði fyrir vonbrigðum með nýja vefinn. „Þessi þjónustuveita er mjög stórt skref í þá átt að bæta þjónustuna við borgarana." Guðbjörg segir sömu grunnhugsun við lýði og lagt var upp með í þróun vefjarins. „Við lítum á þetta sem nokkurs konar leiðarvísi að opinberri þjónustu. Þarna verður að finna margvíslegar hagnýtar upplýsingar og tilvísanir á efni og þjónustu sem er að finna á vefjum ráðuneyta, stofnana og sveitarfélaga." Inni á Íslandi.is verður til að mynda hægt að nálgast nánast öll eyðublöð ríkisins, þar verða grunnupplýsingar um öll sveitarfélög og allar stofnanir landsins auk þess þar verða upplýsingar fyrir innflytjendur á nokkrum tungumálum, auk orðskýringa sem nýtast eiga bæði innflytjendum og almenningi sem kann að staldra við ókunnug hugtök stjórnsýslunnar. Vefurinn verður hins vegar áfram í þróun og leggur Guðbjörg áherslu á að þarna sé um að ræða fyrstu útgáfu hans. Þótt opnunin sjálf sé stórt skref í að auka opinbera þjónustu verði áfram bætt við vefinn. Til dæmi segir hún að auka eigi efni á erlendum tungum, en fyrst í stað verði þarna lágmarksupplýsingar fyrir innflytjendur. Sömuleiðis segir Guðbjörg áherslu lagða á aðgengismál í hönnun Íslands.is. „Öll framsetning er með þeim hætti að hún nýtist til dæmis blindum og sjónskertum, lesblindum og öðrum hópum sem þarf að mæta í hönnun og framsetningu texta." Vefurinn er jafnt hugsaður fyrir almenning og fyrirtæki og er samstarfsverkefni bæði ríkis og sveitarfélaga sem átt hafa fulltrúa í stýrihópi um gerð hans.
Héðan og þaðan Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira