Svo fæ ég vexti og vaxtavexti og vexti líka af þeim 7. mars 2007 09:36 Gylfi Magnússon. Fyrirsögnin er fengin úr söng Trölla fyrir hönd Útvegsbankans á árum áður. Þetta var auðvitað rétt hjá Trölla en bara hálf sagan og varla það. Á dögum Trölla máttu allir þessir vextir sín oftast lítils fyrir verðbólgunni og innstæður í bönkum rýrnuðu að raunvirði. Trölli söng líka bara um innlánsvexti en ekki útlánsvexti og kom því ekkert inn á vaxtamun. Vaxtamunur hefur hins vegar mikið verið í umræðu hérlendis undanfarið, eins og raunar vextir almennt. Nokkuð erfitt hefur verið að henda reiður á þessari umræðu því að, líkt og algengt er í umræðu um efnahagsmál á Íslandi, þá hefur hugtakanotkun verið heldur losaraleg. Orðið vaxtamunur er í grundvallaratriðum notað í tvenns konar merkingu, annars vegar til að tákna mun á inn- og útlánsvöxtum og hins vegar til að lýsa mun á vöxtum á milli mynta eða landa. Skoðum fyrst fyrri útgáfuna. Útlánsvextir eru mjög mismunandi eftir því um hvers konar lán er að ræða, m.a. eftir því hvort það er til skamms eða langs tíma, verðtryggt eða óverðtryggt, í hvaða mynt það er og hve traustur lántakinn þykir. Svipað má segja um innlánin, þau bera misháa vexti, m.a. eftir því hvort reikningurinn er bundinn eða óbundinn, verðtryggður eða óverðtryggður og jafnvel því hve há upphæðin er. Þetta gerir útreikning á vaxtamun erfiðan því að það liggur ekki í augum uppi hvaða inn- og útlánsvexti á að bera saman. Meðalvaxtamun er þó tiltölulega auðvelt að reikna. Þá eru einfaldlega allar vaxtatekjur banka lagðar saman og frá þeim dregin öll vaxtagjöld. Í mismuninn er síðan deilt með heildareignum bankans. Niðurstaðan, hreinar vaxtatekjur sem hlutfall af heildareignum, er ein af þeim stærðum sem helst er horft til í bankarekstri. Í fyrra var þetta hlutfall um 1,9% að meðaltali fyrir stóru viðskiptabankana þrjá á Íslandi en nokkuð misjafnt á milli banka. Vaxtamunur, reiknaður á þennan hátt, hefur lækkað talsvert undanfarin ár, m.a. vegna þess að bankarnir hafa lagt sífellt meiri áherslu á starfsemi þar sem vaxtamunur er almennt lítil, t.d. erlend endurlán til stórra fyrirtækja og fasteignalán til einstaklinga. Hreinar vaxtatekjur hafa þrátt fyrir það aukist mjög að raunvirði vegna þess hve heildareignir bankanna hafa vaxið mikið. Vaxtamunurinn er ein af þremur helstu tekjulindum bankanna, hinar tvær eru ýmiss konar gjöld og tekjur af eignaumsýslu. Mikilvægi vaxtamunar hefur farið minnkandi en hann stóð þó undir um 40% af tekjum viðskiptabankanna þriggja í fyrra. Þótt meðalvaxtamunur sé ekki mjög hár á Íslandi skiptir hann út af fyrir sig ekki viðskiptavini öllu. Meðaltöl segja aldrei alla söguna og svo er ekki heldur hér. Margir viðskiptavnir njóta miklu verri kjara en meðalvaxtamunurinn gefur til kynna, fá lága innlánsvexti en greiða mun hærri útlánsvexti. Öfgarnar eru annars vegar vextir á almennum sparisjóðsbókum, um eða innan við 5%, og hins vegar yfirdráttar- eða greiðslukortalán, vel yfir 20%. Það gefur vaxtamun upp á hátt í 20 prósentustig. Almennar sparisjóðsbækur bjóða raunar svo slæm kjör að það er erfitt að sjá annað en að bönkunum beri að vara viðskiptavini eindregið við að geyma fé á slíkum reikningum. Þeir sem vilja varðveita sparifé sitt á bankareikningi geta hins vegar valið úr ýmsum mun hagstæðari reikningum, bæði verðtryggðum og óverðtryggðum. Hæstu innlánsvextirnir eru raunar hærri en sumir útlánavextirnir, sem gefur neikvæðan vaxtamun. Þannig er hægt að setja fé inn á bundna reikninga með allt að 6% vöxtum auk verðtryggingar og fá fasteignalán með lægri vöxtum en það. Raunar virðist álagning á fasteignalán almennt vera mjög lág hjá bönkum og sparisjóðum og jafnvel tap á þeim lánum sem veitt hafa verið með lægstum vöxtum. Rétt er að hafa í huga að frá sjónarhóli sparifjáreigenda eykst vaxtamunur talsvert þegar tekið er tillit til fjármagnstekjuskatts. Í verðbólgu verður fjármagnstekjuskattshlutfallið í reynd hærra en 10%, jafnvel mun hærra. Þannig þarf sá sem á fé á reikningi með 12% nafnvöxtum í 7% verðbólgu að greiða um fjórðung raunávöxtunar í skatt, ekki einn tíunda. Sá sem á fé á almennri sparisjóðsbók greiðir fjármagnstekjuskatt af vöxtunum, þótt raunávöxtun slíkra reikninga sé minni en engin. Þegar rætt er um vaxtamun á milli Íslands og annarra landa er í reynd verið að skoða mun á vöxtum í krónum annars vegar og öðrum myntum hins vegar. Sá munur skiptir miklu meiru í að útskýra hvers vegna lánsvextir eru háir á Íslandi, þ.e. á lánum í krónum, en vaxtamunur milli inn- og útlána hjá bönkunum. Hægt er að miða við ýmiss konar vexti, hvort heldur er til langs tíma eða skamms og við hvort heldur er raunvexti eða nafnvexti þegar rætt er um vaxtamun á milli gjaldmiðla. Allt ber það þó að sama brunni. Nafnvextir eru miklu hærri hérlendis en í nágrannalöndunum. Munurinn á nafnvöxtum virðist nú um eða jafnvel yfir 10 prósentustig. Meiri verðbólga hér skýrir bara hluta munarins svo að raunvextir eru einnig mun hærri hérlendis. Það á sér ýmsar skýringar. Stýrivöxtum Seðlabanka er nú beitt af talsverðri hörku til að hægja á efnahagslífinu og það gerir vexti í krónum óvenju háa um þessar mundir. Jafnvel þótt það kæmi ekki til þá væru vextir væntanlega allháir hérlendis vegna þess einfaldlega að Íslendingar spara sáralítið en þyrstir í lán. Eina umtalsverða uppspretta innlends sparnaðar er lífeyriskerfið. Þótt það muni mikið um það þá nær sá sparnaður engan veginn að seðja nær óslökkvandi þörf landans fyrir lánsfé, nánast hvað sem það kostar. Meðan það er raunin og landið með sjálfstæðan gjaldmiðil með fljótandi gengi verða vextir í krónum líklega alltaf háir í alþjóðlegum samanburði. Fréttir Héðan og þaðan Innlent Viðskipti Mest lesið Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Þjónustudagur Toyota Samstarf Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Fyrirsögnin er fengin úr söng Trölla fyrir hönd Útvegsbankans á árum áður. Þetta var auðvitað rétt hjá Trölla en bara hálf sagan og varla það. Á dögum Trölla máttu allir þessir vextir sín oftast lítils fyrir verðbólgunni og innstæður í bönkum rýrnuðu að raunvirði. Trölli söng líka bara um innlánsvexti en ekki útlánsvexti og kom því ekkert inn á vaxtamun. Vaxtamunur hefur hins vegar mikið verið í umræðu hérlendis undanfarið, eins og raunar vextir almennt. Nokkuð erfitt hefur verið að henda reiður á þessari umræðu því að, líkt og algengt er í umræðu um efnahagsmál á Íslandi, þá hefur hugtakanotkun verið heldur losaraleg. Orðið vaxtamunur er í grundvallaratriðum notað í tvenns konar merkingu, annars vegar til að tákna mun á inn- og útlánsvöxtum og hins vegar til að lýsa mun á vöxtum á milli mynta eða landa. Skoðum fyrst fyrri útgáfuna. Útlánsvextir eru mjög mismunandi eftir því um hvers konar lán er að ræða, m.a. eftir því hvort það er til skamms eða langs tíma, verðtryggt eða óverðtryggt, í hvaða mynt það er og hve traustur lántakinn þykir. Svipað má segja um innlánin, þau bera misháa vexti, m.a. eftir því hvort reikningurinn er bundinn eða óbundinn, verðtryggður eða óverðtryggður og jafnvel því hve há upphæðin er. Þetta gerir útreikning á vaxtamun erfiðan því að það liggur ekki í augum uppi hvaða inn- og útlánsvexti á að bera saman. Meðalvaxtamun er þó tiltölulega auðvelt að reikna. Þá eru einfaldlega allar vaxtatekjur banka lagðar saman og frá þeim dregin öll vaxtagjöld. Í mismuninn er síðan deilt með heildareignum bankans. Niðurstaðan, hreinar vaxtatekjur sem hlutfall af heildareignum, er ein af þeim stærðum sem helst er horft til í bankarekstri. Í fyrra var þetta hlutfall um 1,9% að meðaltali fyrir stóru viðskiptabankana þrjá á Íslandi en nokkuð misjafnt á milli banka. Vaxtamunur, reiknaður á þennan hátt, hefur lækkað talsvert undanfarin ár, m.a. vegna þess að bankarnir hafa lagt sífellt meiri áherslu á starfsemi þar sem vaxtamunur er almennt lítil, t.d. erlend endurlán til stórra fyrirtækja og fasteignalán til einstaklinga. Hreinar vaxtatekjur hafa þrátt fyrir það aukist mjög að raunvirði vegna þess hve heildareignir bankanna hafa vaxið mikið. Vaxtamunurinn er ein af þremur helstu tekjulindum bankanna, hinar tvær eru ýmiss konar gjöld og tekjur af eignaumsýslu. Mikilvægi vaxtamunar hefur farið minnkandi en hann stóð þó undir um 40% af tekjum viðskiptabankanna þriggja í fyrra. Þótt meðalvaxtamunur sé ekki mjög hár á Íslandi skiptir hann út af fyrir sig ekki viðskiptavini öllu. Meðaltöl segja aldrei alla söguna og svo er ekki heldur hér. Margir viðskiptavnir njóta miklu verri kjara en meðalvaxtamunurinn gefur til kynna, fá lága innlánsvexti en greiða mun hærri útlánsvexti. Öfgarnar eru annars vegar vextir á almennum sparisjóðsbókum, um eða innan við 5%, og hins vegar yfirdráttar- eða greiðslukortalán, vel yfir 20%. Það gefur vaxtamun upp á hátt í 20 prósentustig. Almennar sparisjóðsbækur bjóða raunar svo slæm kjör að það er erfitt að sjá annað en að bönkunum beri að vara viðskiptavini eindregið við að geyma fé á slíkum reikningum. Þeir sem vilja varðveita sparifé sitt á bankareikningi geta hins vegar valið úr ýmsum mun hagstæðari reikningum, bæði verðtryggðum og óverðtryggðum. Hæstu innlánsvextirnir eru raunar hærri en sumir útlánavextirnir, sem gefur neikvæðan vaxtamun. Þannig er hægt að setja fé inn á bundna reikninga með allt að 6% vöxtum auk verðtryggingar og fá fasteignalán með lægri vöxtum en það. Raunar virðist álagning á fasteignalán almennt vera mjög lág hjá bönkum og sparisjóðum og jafnvel tap á þeim lánum sem veitt hafa verið með lægstum vöxtum. Rétt er að hafa í huga að frá sjónarhóli sparifjáreigenda eykst vaxtamunur talsvert þegar tekið er tillit til fjármagnstekjuskatts. Í verðbólgu verður fjármagnstekjuskattshlutfallið í reynd hærra en 10%, jafnvel mun hærra. Þannig þarf sá sem á fé á reikningi með 12% nafnvöxtum í 7% verðbólgu að greiða um fjórðung raunávöxtunar í skatt, ekki einn tíunda. Sá sem á fé á almennri sparisjóðsbók greiðir fjármagnstekjuskatt af vöxtunum, þótt raunávöxtun slíkra reikninga sé minni en engin. Þegar rætt er um vaxtamun á milli Íslands og annarra landa er í reynd verið að skoða mun á vöxtum í krónum annars vegar og öðrum myntum hins vegar. Sá munur skiptir miklu meiru í að útskýra hvers vegna lánsvextir eru háir á Íslandi, þ.e. á lánum í krónum, en vaxtamunur milli inn- og útlána hjá bönkunum. Hægt er að miða við ýmiss konar vexti, hvort heldur er til langs tíma eða skamms og við hvort heldur er raunvexti eða nafnvexti þegar rætt er um vaxtamun á milli gjaldmiðla. Allt ber það þó að sama brunni. Nafnvextir eru miklu hærri hérlendis en í nágrannalöndunum. Munurinn á nafnvöxtum virðist nú um eða jafnvel yfir 10 prósentustig. Meiri verðbólga hér skýrir bara hluta munarins svo að raunvextir eru einnig mun hærri hérlendis. Það á sér ýmsar skýringar. Stýrivöxtum Seðlabanka er nú beitt af talsverðri hörku til að hægja á efnahagslífinu og það gerir vexti í krónum óvenju háa um þessar mundir. Jafnvel þótt það kæmi ekki til þá væru vextir væntanlega allháir hérlendis vegna þess einfaldlega að Íslendingar spara sáralítið en þyrstir í lán. Eina umtalsverða uppspretta innlends sparnaðar er lífeyriskerfið. Þótt það muni mikið um það þá nær sá sparnaður engan veginn að seðja nær óslökkvandi þörf landans fyrir lánsfé, nánast hvað sem það kostar. Meðan það er raunin og landið með sjálfstæðan gjaldmiðil með fljótandi gengi verða vextir í krónum líklega alltaf háir í alþjóðlegum samanburði.
Fréttir Héðan og þaðan Innlent Viðskipti Mest lesið Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Þjónustudagur Toyota Samstarf Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent