Tveir stjórnarkostir langvinsælastir 27. mars 2007 06:45 Skoðanakönnun Alls 30,2 prósent segjast vilja að núverandi stjórnarflokkar verði áfram við stjórnvölinn eftir kosningar og eru það aðeins fleiri nú sem vilja áframhaldandi samstarf Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks en í janúar, þegar Fréttablaðið spurði sömu spurningar. Jafnmargir, eða 30,2 prósent, segjast vilja að Samfylking og Vinstri grænt myndi ríkisstjórn eftir kosningar. Mun fleiri nefna nú þennan valmöguleika en í könnun Fréttablaðsins í janúar, þegar 9,3 prósent sögðust vilja að þessir tveir flokkar mynduðu ríkisstjórn eftir kosningar. Vinsældir stjórnarandstöðunnar sem ríkisstjórnarvalkostur hafa dalað verulega. Í ágúst á síðasta ári sögðust 14,8 prósent vilja að stjórnarandstaðan öll myndaði næstu ríkisstjórn. Í janúar nefndu 22,6 prósent þann valmöguleika. Nú eru það einungis 5,9 prósent sem vilja þriggja flokka stjórn frjálslyndra, Samfylkingar og vinstri grænna. Vegna þess hve þeim hefur fjölgað sem vilja tveggja flokka stjórn Samfylkingar og vinstri grænna er mjög líklegt að þeim hafi fækkað mjög sem vilja að Frjálslyndi flokkurinn komi að ríkisstjórn. Samstarf Sjálfstæðisflokks við Samfylkingu eða Vinstri grænt hafa sumir talið álitlegan valkost, þannig sögðust 12,3 prósent í ágúst vilja að Sjálfstæðisflokkur myndaði stjórn með Samfylkingu. Einungis 7,6 prósent eru á þeirri skoðun nú. Þá sögðust 9,0 prósent vilja stjórn Sjálfstæðisflokks og vinstri grænna. Nú eru 12,4 prósent á þeirri skoðun. Ef litið er til óska landsmanna, eftir því hvaða flokk þeir kjósa, segjast 89,2 prósent framsóknarmanna vilja áframhaldandi samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, sem eru nokkuð fleiri framsóknarmenn en í janúar, þegar 68,0 prósent þeirra vildu slíkt samstarf. 62,1 prósent sjálfstæðismanna er því sammála, en það voru 53,4 prósent þeirra í janúar. 60,0 prósent frjálslyndra vilja þriggja flokka stjórn frjálslyndra, Samfylkingar og vinstri grænna, svipað hlutfall og mældist í janúar. Alls 88,9 prósent stuðningfólks Íslandshreyfingarinnar vilja aðra ríkisstjórn með aðild hreyfingarinnar, ýmist stjórn til hægri eða vinstri. 73,0 prósent kjósenda Samfylkingar vilja tveggja flokka stjórn með vinstri grænum, en það voru 20,2 prósent þeirra sem sögðust vilja slíka stjórn í janúar. Þá vildu flestir kjósendur Samfylkingar þriggja flokka stjórn stjórnarandstöðunnar eftir kosningar. 70,4 prósent kjósenda vinstri grænna vilja tveggja flokka stjórn með Samfylkingu, en 25,4 prósent þeirra sögðust vilja slíka stjórn í janúar. Þá vildu 38,0 prósent kjósenda vinstri grænna þriggja flokka stjórn stjórnarandstöðunnar. Af þeim sem eru óákveðnir segjast flestir, eða 26,0 prósent, vilja áframhaldandi stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Hringt var í 800 manns á kosningaaldri laugardaginn 24. mars og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var; Hvaða stjórnmálaflokkar vilt þú að myndi ríkisstjórn eftir kosningarnar í vor? 61,3 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar. Kosningar 2007 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Skoðanakönnun Alls 30,2 prósent segjast vilja að núverandi stjórnarflokkar verði áfram við stjórnvölinn eftir kosningar og eru það aðeins fleiri nú sem vilja áframhaldandi samstarf Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks en í janúar, þegar Fréttablaðið spurði sömu spurningar. Jafnmargir, eða 30,2 prósent, segjast vilja að Samfylking og Vinstri grænt myndi ríkisstjórn eftir kosningar. Mun fleiri nefna nú þennan valmöguleika en í könnun Fréttablaðsins í janúar, þegar 9,3 prósent sögðust vilja að þessir tveir flokkar mynduðu ríkisstjórn eftir kosningar. Vinsældir stjórnarandstöðunnar sem ríkisstjórnarvalkostur hafa dalað verulega. Í ágúst á síðasta ári sögðust 14,8 prósent vilja að stjórnarandstaðan öll myndaði næstu ríkisstjórn. Í janúar nefndu 22,6 prósent þann valmöguleika. Nú eru það einungis 5,9 prósent sem vilja þriggja flokka stjórn frjálslyndra, Samfylkingar og vinstri grænna. Vegna þess hve þeim hefur fjölgað sem vilja tveggja flokka stjórn Samfylkingar og vinstri grænna er mjög líklegt að þeim hafi fækkað mjög sem vilja að Frjálslyndi flokkurinn komi að ríkisstjórn. Samstarf Sjálfstæðisflokks við Samfylkingu eða Vinstri grænt hafa sumir talið álitlegan valkost, þannig sögðust 12,3 prósent í ágúst vilja að Sjálfstæðisflokkur myndaði stjórn með Samfylkingu. Einungis 7,6 prósent eru á þeirri skoðun nú. Þá sögðust 9,0 prósent vilja stjórn Sjálfstæðisflokks og vinstri grænna. Nú eru 12,4 prósent á þeirri skoðun. Ef litið er til óska landsmanna, eftir því hvaða flokk þeir kjósa, segjast 89,2 prósent framsóknarmanna vilja áframhaldandi samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, sem eru nokkuð fleiri framsóknarmenn en í janúar, þegar 68,0 prósent þeirra vildu slíkt samstarf. 62,1 prósent sjálfstæðismanna er því sammála, en það voru 53,4 prósent þeirra í janúar. 60,0 prósent frjálslyndra vilja þriggja flokka stjórn frjálslyndra, Samfylkingar og vinstri grænna, svipað hlutfall og mældist í janúar. Alls 88,9 prósent stuðningfólks Íslandshreyfingarinnar vilja aðra ríkisstjórn með aðild hreyfingarinnar, ýmist stjórn til hægri eða vinstri. 73,0 prósent kjósenda Samfylkingar vilja tveggja flokka stjórn með vinstri grænum, en það voru 20,2 prósent þeirra sem sögðust vilja slíka stjórn í janúar. Þá vildu flestir kjósendur Samfylkingar þriggja flokka stjórn stjórnarandstöðunnar eftir kosningar. 70,4 prósent kjósenda vinstri grænna vilja tveggja flokka stjórn með Samfylkingu, en 25,4 prósent þeirra sögðust vilja slíka stjórn í janúar. Þá vildu 38,0 prósent kjósenda vinstri grænna þriggja flokka stjórn stjórnarandstöðunnar. Af þeim sem eru óákveðnir segjast flestir, eða 26,0 prósent, vilja áframhaldandi stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Hringt var í 800 manns á kosningaaldri laugardaginn 24. mars og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var; Hvaða stjórnmálaflokkar vilt þú að myndi ríkisstjórn eftir kosningarnar í vor? 61,3 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar.
Kosningar 2007 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira