Frumkvöðlar í hreyfigreiningu 28. mars 2007 06:00 Bjarni Þór Gunnlaugsson kine hefur þróað vél- og hugbúnað sem greinir virkni vöðva við hreyfingu og getur sparað sjúkraþjálfurum umtalsverðan tíma. MYND/Anton Heilbrigðistæknifyrirtækið Kine er eitt af elstu íslensku sprotafyrirtækjunum sem kynnir starfsemi sína á fjárfestaþingi Seed Forum á morgun. Fyrirtækið hefur allt frá árinu 1999 unnið að þróun ýmiss konar vél- og hugbúnaðar til hreyfigreiningar en búnaður sem þessi nýtist sjúkraþjálfurum við meðhöndlun sjúklinga í endurhæfingu sem lent hafa í meiðslum og þurfa að byggja upp ákveðna vöðva. Kine státar af nokkrum vörum sem allar tengjast hreyfigreiningu; vöðvarita, vél- og hugbúnað sem mælir virkni vöðva. Því tengdu er svo mælir sem samanstendur af sama vélbúnaði en öðrum hugbúnaði. Þá hefur fyrirtækið búið til göngugreiningarforrit sem gerir skýrslu um vöðvavirkni og hreyfingu sjúklinga. Vörur undir merkjum Kine má finna víða um heim en á meðal viðskiptavina fyrirtækisins er NASA auk háskóla og sjúkrastofnana jafnt hér sem erlendis. Bjarni Þór Gunnlaugsson, forstjóri Kine, segir umtalsvert hagræði fást fyrir alla aðila með búnaði sem þessum. Hann geti til dæmis stytt komutíma sjúklinga til sjúkraþjálfara mikið. „Venjulega þurfa sjúklingar að koma, segjum fjórum sinnum, til sjúkraþjálfara til að greina vöðvavirkni. Með búnaði Kine má stytta tímann niður í 15 mínútur,“ segir hann. Kine var með námskeið fyrir fimm fyrirtæki hér á landi í desember í fyrra. Fulltrúar fimm fyrirtækja tóku þátt í því og nota nú þrjú þeirra búnað frá Kine. Bjarni bendir á að markaður fyrir vörur sem þessar sé geysistór og vitnar til þess að í Bandaríkjunum einum leiti 11,2 milljónir sjúklinga sér lækninga vegna hnévandamála. „Svipaður fjöldi sjúklinga er með axlavandamál,“ segir Bjarni. Fyrirtækið ætlar sér stóra hluti í framtíðinni og vonast til þess að með tilkomu viðskiptaengla í fyrirtækið fáist fjármagn til að efla markaðssetningu á vörum Kine úti í hinum stóra heimi. „Það er ekki nóg að vera með háklassavöru. Það þarf alltaf fjármagn til að koma henni áfram,“ segir Bjarni. Undir smásjánni Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Sjá meira
Heilbrigðistæknifyrirtækið Kine er eitt af elstu íslensku sprotafyrirtækjunum sem kynnir starfsemi sína á fjárfestaþingi Seed Forum á morgun. Fyrirtækið hefur allt frá árinu 1999 unnið að þróun ýmiss konar vél- og hugbúnaðar til hreyfigreiningar en búnaður sem þessi nýtist sjúkraþjálfurum við meðhöndlun sjúklinga í endurhæfingu sem lent hafa í meiðslum og þurfa að byggja upp ákveðna vöðva. Kine státar af nokkrum vörum sem allar tengjast hreyfigreiningu; vöðvarita, vél- og hugbúnað sem mælir virkni vöðva. Því tengdu er svo mælir sem samanstendur af sama vélbúnaði en öðrum hugbúnaði. Þá hefur fyrirtækið búið til göngugreiningarforrit sem gerir skýrslu um vöðvavirkni og hreyfingu sjúklinga. Vörur undir merkjum Kine má finna víða um heim en á meðal viðskiptavina fyrirtækisins er NASA auk háskóla og sjúkrastofnana jafnt hér sem erlendis. Bjarni Þór Gunnlaugsson, forstjóri Kine, segir umtalsvert hagræði fást fyrir alla aðila með búnaði sem þessum. Hann geti til dæmis stytt komutíma sjúklinga til sjúkraþjálfara mikið. „Venjulega þurfa sjúklingar að koma, segjum fjórum sinnum, til sjúkraþjálfara til að greina vöðvavirkni. Með búnaði Kine má stytta tímann niður í 15 mínútur,“ segir hann. Kine var með námskeið fyrir fimm fyrirtæki hér á landi í desember í fyrra. Fulltrúar fimm fyrirtækja tóku þátt í því og nota nú þrjú þeirra búnað frá Kine. Bjarni bendir á að markaður fyrir vörur sem þessar sé geysistór og vitnar til þess að í Bandaríkjunum einum leiti 11,2 milljónir sjúklinga sér lækninga vegna hnévandamála. „Svipaður fjöldi sjúklinga er með axlavandamál,“ segir Bjarni. Fyrirtækið ætlar sér stóra hluti í framtíðinni og vonast til þess að með tilkomu viðskiptaengla í fyrirtækið fáist fjármagn til að efla markaðssetningu á vörum Kine úti í hinum stóra heimi. „Það er ekki nóg að vera með háklassavöru. Það þarf alltaf fjármagn til að koma henni áfram,“ segir Bjarni.
Undir smásjánni Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Sjá meira