Straumsvíkurkosningin hefur ekkert gildi að lögum 2. apríl 2007 06:45 Jón Sigurðsson segir ákvörðunina um að hafna stækkun þess ekki hafa neitt gildi að lögum. Steingrímur J. Sigfússon segir það lýðræðislega óhæfu ef menn ætla sér ekki að virða þessa niðurstöðu. „Það er ekki hægt að tala um neinn sigurvegara í kosningum sem fara á þessa leið. Miklu frekar væri þá að tala um bræðrabyltu," segir Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um niðurstöðu kosninga um breytt deiliskipulag vegna stækkunar álversins í Straumsvík. Hann telur mikilvægt að skýrar reglur gildi um íbúakosningnar sem þessar. „Nú er það þannig að þessi ákvörðun hefur ekkert gildi að lögum. Sveitarstjórnin hefur allt vald og alla ábyrgð og getur breytt henni á morgun ef henni sýnist svo. Í þeim skilningi stenst hún að minnsta kosti ekki fram yfir næstu kosningar." Jón segist það einnig ákaflega óheppilegt að atkvæðagreiðsla sem þessi snúist gegn einu fyrirtæki. „Það er andstætt öllu frelsi í atvinnulífi og allri jafnræðisreglu." Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, telur niðurstöðuna sögulegan sigur. „Í fyrsta lagi sigur lýðræðisins yfir afli peninganna og því hvernig stórfyrirtækið og bakhjarlar þess beittu sér. Í öðru lagi er þetta tímamótasigur í umhverfisbaráttunni." Hann segir það alveg skýrt í sínum huga að niðurstaðan er bindandi. „Það væri lýðræðisleg óhæfa og myndi valda stórstyrjöld ef menn ætluðu ekki að virða þessa niðurstöðu. Og það er enginn vafi í mínum huga að hún er hluti af vitundarvakningunni og breytingunni í þjóðarsálinni í þessum málum almennt." Jón Sigurðsson Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir ánægjulegt hversu góð kosningaþátttakan hafi verið. „Ég hefði kosið meira afgerandi niðurstöðu, sama á hvorn veginn þetta hefði farið, en þetta er niðurstaðan og það ber að fara eftir henni þótt þetta hafi verið knappt." Hún segir mikla pólitík hafa verið í kosningunum og að sér finnist skoðanaleysi forystumanna Samfylkingarinnar standa upp úr að þeim loknum. „Menn verða að koma hreint til dyranna en ekki að skýla sér á bak við íbúaatkvæðagreiðsluna eða þjóðaratkvæðagreiðslu í framtíðinni. Sem kjörnir fulltrúar verða menn að þora að taka afstöðu, annars eru þeir einfaldlega embættismenn." Steingrímur J. Sigfússon Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir hina miklu kosningaþátttöku vera sigur fyrir lýðræðið og frábæran vitnisburð um að stefna Samfylkingarinnar um beint íbúalýðræði virki. „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lagði málið fyrir kjósendur og það voru engin skilyrði sett önnur en þau að einfaldur meirihluti réði. Það er algerlega ljóst að siðferðislega og pólitískt er bæjarstjórnin því bundin af þessari niðurstöðu." Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, segir niðurstöðuna ekki hafa komið sér á óvart. „Það eru sjálfsagt margar ástæður fyrir því að þetta fór eins og það fór. En ég held að það sé fyrst og fremst það að fólk vill fara sér hægar í stóriðjumálum." Kosningar 2007 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
„Það er ekki hægt að tala um neinn sigurvegara í kosningum sem fara á þessa leið. Miklu frekar væri þá að tala um bræðrabyltu," segir Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um niðurstöðu kosninga um breytt deiliskipulag vegna stækkunar álversins í Straumsvík. Hann telur mikilvægt að skýrar reglur gildi um íbúakosningnar sem þessar. „Nú er það þannig að þessi ákvörðun hefur ekkert gildi að lögum. Sveitarstjórnin hefur allt vald og alla ábyrgð og getur breytt henni á morgun ef henni sýnist svo. Í þeim skilningi stenst hún að minnsta kosti ekki fram yfir næstu kosningar." Jón segist það einnig ákaflega óheppilegt að atkvæðagreiðsla sem þessi snúist gegn einu fyrirtæki. „Það er andstætt öllu frelsi í atvinnulífi og allri jafnræðisreglu." Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, telur niðurstöðuna sögulegan sigur. „Í fyrsta lagi sigur lýðræðisins yfir afli peninganna og því hvernig stórfyrirtækið og bakhjarlar þess beittu sér. Í öðru lagi er þetta tímamótasigur í umhverfisbaráttunni." Hann segir það alveg skýrt í sínum huga að niðurstaðan er bindandi. „Það væri lýðræðisleg óhæfa og myndi valda stórstyrjöld ef menn ætluðu ekki að virða þessa niðurstöðu. Og það er enginn vafi í mínum huga að hún er hluti af vitundarvakningunni og breytingunni í þjóðarsálinni í þessum málum almennt." Jón Sigurðsson Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir ánægjulegt hversu góð kosningaþátttakan hafi verið. „Ég hefði kosið meira afgerandi niðurstöðu, sama á hvorn veginn þetta hefði farið, en þetta er niðurstaðan og það ber að fara eftir henni þótt þetta hafi verið knappt." Hún segir mikla pólitík hafa verið í kosningunum og að sér finnist skoðanaleysi forystumanna Samfylkingarinnar standa upp úr að þeim loknum. „Menn verða að koma hreint til dyranna en ekki að skýla sér á bak við íbúaatkvæðagreiðsluna eða þjóðaratkvæðagreiðslu í framtíðinni. Sem kjörnir fulltrúar verða menn að þora að taka afstöðu, annars eru þeir einfaldlega embættismenn." Steingrímur J. Sigfússon Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir hina miklu kosningaþátttöku vera sigur fyrir lýðræðið og frábæran vitnisburð um að stefna Samfylkingarinnar um beint íbúalýðræði virki. „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lagði málið fyrir kjósendur og það voru engin skilyrði sett önnur en þau að einfaldur meirihluti réði. Það er algerlega ljóst að siðferðislega og pólitískt er bæjarstjórnin því bundin af þessari niðurstöðu." Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, segir niðurstöðuna ekki hafa komið sér á óvart. „Það eru sjálfsagt margar ástæður fyrir því að þetta fór eins og það fór. En ég held að það sé fyrst og fremst það að fólk vill fara sér hægar í stóriðjumálum."
Kosningar 2007 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira