Stórt skref stigið í samrunaferlinu 4. apríl 2007 00:01 Jukka Ruuska, forstjóri OMX Nordic Exchange, Árni Mathiesen fjármálaráðherra og í hvarfi Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, samhentir á pendúlstreng nýju Kauphallarbjöllunnar sem eftirleiðis verður notuð við hátíðleg tækifæri í Kauphöllinni. MYND/Anton Félögin 25 sem hér eru skráð í Kauphöll fóru inn á samnorrænan lista OMX-kauphallasamstæðunnar við opnun markaðarins á mánudag og verða eftirleiðis kynnt með sænskum, finnskum og dönskum félögum á aðalmarkaði Nordic Exchange. Við þessi tímamót var Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra fenginn til að hringja nýrri kauphallarbjöllu sem send var til landsins í tilefni af fullri þátttöku kauphallarinnar hér í OMX-samstarfinu. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, kvaðst reyndar hafa átt von á minni grip, sem slegið væri á með hamri. „En fékk svo tilkynningu um 25 kílóa pakka á pósthúsinu,“ sagði hann glaðbeittur áður en hringdur var inn nýr viðskiptadagur á slaginu tíu. Hann segir þó ekki standa til að slá inn hvern dag með þessum hætti heldur verði bjallan notuð við hátíðlegt tækifæri. „Þetta er fyrsta stóra skrefið í samþættingunni og við vonumst til þess að okkur takist á þessu ári, meira og minna, að ljúka samættingunni við norræna markaðinn,“ segir Þórður og kveður samstarfið við OMX-samstæðuna hafa gengið mjög vel. Sérstaklega hafi verið gaman að finna undrun OMX yfir hraða og sveigjanleika í ákvarðanatöku hér, sem sé meiri en annars staðar í samstæðunni, og hafi á vissan hátt einkennt útrás íslenskra fyrirtækja. „Við fylgjum þessu eftir innan OMX og viljum endilega að þau taki þar upp eitthvað af þessum ágætu siðum okkar.“ Jukka Ruuska, forstjóri OMX Nordic Exchange sem hér var staddur í tilaefni af tímamótunum, sagði íslenska markaðinn um margt einstæðan fyrir vöxt sinn síðustu ár og benti á að íslensk félög yrðu nálægt tíund af stórfélögum á norræna listanum. Glymur í Kauphöllinni Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra var fenginn til að hringja inn fyrsta viðskiptadaginn með íslenskum fyrirtækjum á aðalmarkaði Nordic Exchange.Markaðurinn/Anton Hann er bersýnilega ánægður með starfsaðferðir íslensku kauphallarinnar og hrósar samstarfinu. „Mér líkar vel við þessa vafningalausu nálgun sem laus er við allt kjaftæði þegar kemur að verkum,“ segir hann og hlær. Hann segir mikinn feng að því að fá Kauphöllina hér inn í OMX-samstarfið, því þótt landið sé smátt sé viðskiptalífið með því umsvifamesta í hlutfalli við stærð þjóðarinnar sem sjáist. „Áður en íslensku fyrirtækin 25 bættust inn í aðallista Nordic Exchange vorum við þar með um 20 stórfyrirtæki, en núna bætist þar næstum tugur við. Þetta er í raun sláandi. Annað dæmi er íslensku bankarnir og fjármálastofnanir sem eru mikilvirkir þátttakendur í norrænu viðskiptalífi.“ Stærstu verkefni OMX um þessar mundir segir Jukka Ruuska snúa að því að ljúka að fullu samþættingarferli kauphalla og fá úr þeirri vinnu fullan ávinning. Þar fyrir utan er OMX að ljúka við aðra útgáfu miðlunarhugbúnaðar síns. Til lengri tíma litið segir hann svo horft til frekari vaxtar samstæðunnar með stofnun fleiri svæðisbundinna markaða. „Þar horfum við sérstaklega til Mið- og Austur-Evrópu og af þeim sökum hef ég dvalið langdvölum í löndum á borð við Búlgaríu og Slóveníu,“ segir hann og kveður spennandi tíma fyrir dyrum. Héðan og þaðan Mest lesið „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
Félögin 25 sem hér eru skráð í Kauphöll fóru inn á samnorrænan lista OMX-kauphallasamstæðunnar við opnun markaðarins á mánudag og verða eftirleiðis kynnt með sænskum, finnskum og dönskum félögum á aðalmarkaði Nordic Exchange. Við þessi tímamót var Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra fenginn til að hringja nýrri kauphallarbjöllu sem send var til landsins í tilefni af fullri þátttöku kauphallarinnar hér í OMX-samstarfinu. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, kvaðst reyndar hafa átt von á minni grip, sem slegið væri á með hamri. „En fékk svo tilkynningu um 25 kílóa pakka á pósthúsinu,“ sagði hann glaðbeittur áður en hringdur var inn nýr viðskiptadagur á slaginu tíu. Hann segir þó ekki standa til að slá inn hvern dag með þessum hætti heldur verði bjallan notuð við hátíðlegt tækifæri. „Þetta er fyrsta stóra skrefið í samþættingunni og við vonumst til þess að okkur takist á þessu ári, meira og minna, að ljúka samættingunni við norræna markaðinn,“ segir Þórður og kveður samstarfið við OMX-samstæðuna hafa gengið mjög vel. Sérstaklega hafi verið gaman að finna undrun OMX yfir hraða og sveigjanleika í ákvarðanatöku hér, sem sé meiri en annars staðar í samstæðunni, og hafi á vissan hátt einkennt útrás íslenskra fyrirtækja. „Við fylgjum þessu eftir innan OMX og viljum endilega að þau taki þar upp eitthvað af þessum ágætu siðum okkar.“ Jukka Ruuska, forstjóri OMX Nordic Exchange sem hér var staddur í tilaefni af tímamótunum, sagði íslenska markaðinn um margt einstæðan fyrir vöxt sinn síðustu ár og benti á að íslensk félög yrðu nálægt tíund af stórfélögum á norræna listanum. Glymur í Kauphöllinni Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra var fenginn til að hringja inn fyrsta viðskiptadaginn með íslenskum fyrirtækjum á aðalmarkaði Nordic Exchange.Markaðurinn/Anton Hann er bersýnilega ánægður með starfsaðferðir íslensku kauphallarinnar og hrósar samstarfinu. „Mér líkar vel við þessa vafningalausu nálgun sem laus er við allt kjaftæði þegar kemur að verkum,“ segir hann og hlær. Hann segir mikinn feng að því að fá Kauphöllina hér inn í OMX-samstarfið, því þótt landið sé smátt sé viðskiptalífið með því umsvifamesta í hlutfalli við stærð þjóðarinnar sem sjáist. „Áður en íslensku fyrirtækin 25 bættust inn í aðallista Nordic Exchange vorum við þar með um 20 stórfyrirtæki, en núna bætist þar næstum tugur við. Þetta er í raun sláandi. Annað dæmi er íslensku bankarnir og fjármálastofnanir sem eru mikilvirkir þátttakendur í norrænu viðskiptalífi.“ Stærstu verkefni OMX um þessar mundir segir Jukka Ruuska snúa að því að ljúka að fullu samþættingarferli kauphalla og fá úr þeirri vinnu fullan ávinning. Þar fyrir utan er OMX að ljúka við aðra útgáfu miðlunarhugbúnaðar síns. Til lengri tíma litið segir hann svo horft til frekari vaxtar samstæðunnar með stofnun fleiri svæðisbundinna markaða. „Þar horfum við sérstaklega til Mið- og Austur-Evrópu og af þeim sökum hef ég dvalið langdvölum í löndum á borð við Búlgaríu og Slóveníu,“ segir hann og kveður spennandi tíma fyrir dyrum.
Héðan og þaðan Mest lesið „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira