Hagstjórnin og góðæri 10. apríl 2007 05:45 Það er mikil velmegun í landinu. Svo mikil er velmegunin að fólk áttar sig ekki á hve vond hagstjórnin er. ,,Það verður erfitt að fella ríkisstjórnina þegar góðærið er svo mikið", sagði við mig maður sem ég tek talsvert mark á. Fólk hefur líklega aldrei haft það betra hér á landi en þessa dagana - sem betur fer. Þannig á það að vera við eigum alltaf að hafa það betra og betra. Ætli það hafi ekki bara oftast verið þannig - ég held það. Hér hafa verið stöðugar framfarir í áratugi. Framfarir ganga í bylgjum eins og flest annað í heiminum stundum eru þær meiri og stundum minni. En þó við höfum það gott er ekki endilega svo að einhverjir geti ekki haft það betra. Því miður hefur það verið svo undanfarin ár að þeir sem verst eru settir, þeir sem hafa minnst aurráðin, þeir sem hafa minnst eða jafnvel engin tækifæri til að auka tekjur sínar, þeir eru nú verr settir í samanburði við aðra en þeir voru fyrir áratug. Það finnst mér vont mál. Þegar góðæri er í landinu og öllum miðar fram á við á einmitt að nota tækifærið og bæta kjör þeirra sem verst eru settir meira en okkar hinna sem höfum meira á milli handanna. Það hefur hins vegar alveg verið látið ógert. Skattbyrði þeirra sem lægstar hafa tekjurnar er nú þyngri hún var fyrir áratug - það þykir mér ekki gott afspurnar. Sjáið þið ekki veisluna drengir sagði fjármálaráðherrann um daginn og vitnaði þar í gamla sögu sem ég kann annars engin deili á. Ég held hann hafi átt við að ekki væri ástæða til að breyta neinu frá því sem nú er. Samt er það þannig að kerfið sem hann og félagar hans hafa búið til heldur öldnum og öryrkjum í fátæktargildru vegna þess að ef fólk vinnur sér inn aukatekjur eða ef bætur úr lífeyrissjóðnum hækka þá skerðast almannatryggingabætur. Þessi athugsemd ráðherrans minnti mig á aðra athugsemd sem drottning ein frönsk sagði þegar henni var sagt að fátæklingarnir ættu ekki brauð, en þá spurði hún hvers vegna fólkið fengi sér ekki köku. - Það mun hafa verið mál manna að drottningin lifði í öðrum heimi en þjóðin. Ekki nóg með að velferðarkerfið hafi verið látið grotna niður í góðærinu heldur hefur hagstjórninni ekki heldur verið sinnt. Á meðan Seðlabankinn reynir að halda við markmið sitt um að halda veðbólgunni innan við 2,5 % á ári, hamast ríkisstjórnin við að gefa kosningaloforð og ráðast í alls kyns framkvæmdir sem halda við þenslunni, halda vöxtunum uppi, hækka höfuðstól verðtryggðu lánanna og valda annarri þeirri óóáran sem fylgir óráðsíu í hagstjórninni. Í Hagvísum Seðlabankans sem birtir voru 22. mars sl. (http://www.sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=5003) er línurit sem sýnir verbólguþróunina á Íslandi og í helstu viðskiptalöndum og í EES ríkjunum, myndin er nr 1 - 7 og segir allt sem segja þarf um hagstjórnina - nefnilega að hún er engin eða algjörlega misheppnuð eftir því hvernig það er orðað. Þeir sem gaman hafa af þvi að dansa vita að parið verður að vera samstíga - að minnsta kosti ef dansaður er foxtrot. Þá gagnast lítið að hver togi í sína áttina. En það er einmitt það sem ríksistjórnin og Seðlabankinn gera þessa dagana, þar togar ríkisstjórnin í eina áttina og Seðlabankinn í hina og árangurinn verður óstöðugt efnahagslíf sem gerir öllum erfitt fyrir jafnt þeim sem reka heimili og þeim sem reka fyrirtæki. Fólk finnur mikið fyrir verðtryggingu lána þegar verðbólgan fer á skrið, en það er einmitt síst við þær aðstæður sem hrófla má við henni. En nú kemur líka skýrt í ljós hve vextirnir af verðtryggðu lánunum eru háir. Vextirnir eru nefnilega meira en fjögur prósent að viðbættri verðtyggingunni. Það er á þessum háu vöxtum sem bankarnir græða á tá og fingri því þeir fá auðvitað verðtrygginguna eins og vera ber og síðan þessa háu vexti í ofanálag. Það er verkefni sem vert er að beita sér fyrir: að ná vaxtastiginu á sama stig og gerist með öðrum þjóðum, en verðtyggingin ætti einmitt að gera það mögulegt. Auk þess legg ég til að eftirlaunaósóminn verði afnuminn með lögum. Fólk finnur mikið fyrir verðtryggingu lána þegar verðbólgan fer á skrið, en það er einmitt síst við þær aðstæður sem hrófla má við henni. En nú kemur líka skýrt í ljós hve vextirnir af verðtryggðu lánunum eru háir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Það er mikil velmegun í landinu. Svo mikil er velmegunin að fólk áttar sig ekki á hve vond hagstjórnin er. ,,Það verður erfitt að fella ríkisstjórnina þegar góðærið er svo mikið", sagði við mig maður sem ég tek talsvert mark á. Fólk hefur líklega aldrei haft það betra hér á landi en þessa dagana - sem betur fer. Þannig á það að vera við eigum alltaf að hafa það betra og betra. Ætli það hafi ekki bara oftast verið þannig - ég held það. Hér hafa verið stöðugar framfarir í áratugi. Framfarir ganga í bylgjum eins og flest annað í heiminum stundum eru þær meiri og stundum minni. En þó við höfum það gott er ekki endilega svo að einhverjir geti ekki haft það betra. Því miður hefur það verið svo undanfarin ár að þeir sem verst eru settir, þeir sem hafa minnst aurráðin, þeir sem hafa minnst eða jafnvel engin tækifæri til að auka tekjur sínar, þeir eru nú verr settir í samanburði við aðra en þeir voru fyrir áratug. Það finnst mér vont mál. Þegar góðæri er í landinu og öllum miðar fram á við á einmitt að nota tækifærið og bæta kjör þeirra sem verst eru settir meira en okkar hinna sem höfum meira á milli handanna. Það hefur hins vegar alveg verið látið ógert. Skattbyrði þeirra sem lægstar hafa tekjurnar er nú þyngri hún var fyrir áratug - það þykir mér ekki gott afspurnar. Sjáið þið ekki veisluna drengir sagði fjármálaráðherrann um daginn og vitnaði þar í gamla sögu sem ég kann annars engin deili á. Ég held hann hafi átt við að ekki væri ástæða til að breyta neinu frá því sem nú er. Samt er það þannig að kerfið sem hann og félagar hans hafa búið til heldur öldnum og öryrkjum í fátæktargildru vegna þess að ef fólk vinnur sér inn aukatekjur eða ef bætur úr lífeyrissjóðnum hækka þá skerðast almannatryggingabætur. Þessi athugsemd ráðherrans minnti mig á aðra athugsemd sem drottning ein frönsk sagði þegar henni var sagt að fátæklingarnir ættu ekki brauð, en þá spurði hún hvers vegna fólkið fengi sér ekki köku. - Það mun hafa verið mál manna að drottningin lifði í öðrum heimi en þjóðin. Ekki nóg með að velferðarkerfið hafi verið látið grotna niður í góðærinu heldur hefur hagstjórninni ekki heldur verið sinnt. Á meðan Seðlabankinn reynir að halda við markmið sitt um að halda veðbólgunni innan við 2,5 % á ári, hamast ríkisstjórnin við að gefa kosningaloforð og ráðast í alls kyns framkvæmdir sem halda við þenslunni, halda vöxtunum uppi, hækka höfuðstól verðtryggðu lánanna og valda annarri þeirri óóáran sem fylgir óráðsíu í hagstjórninni. Í Hagvísum Seðlabankans sem birtir voru 22. mars sl. (http://www.sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=5003) er línurit sem sýnir verbólguþróunina á Íslandi og í helstu viðskiptalöndum og í EES ríkjunum, myndin er nr 1 - 7 og segir allt sem segja þarf um hagstjórnina - nefnilega að hún er engin eða algjörlega misheppnuð eftir því hvernig það er orðað. Þeir sem gaman hafa af þvi að dansa vita að parið verður að vera samstíga - að minnsta kosti ef dansaður er foxtrot. Þá gagnast lítið að hver togi í sína áttina. En það er einmitt það sem ríksistjórnin og Seðlabankinn gera þessa dagana, þar togar ríkisstjórnin í eina áttina og Seðlabankinn í hina og árangurinn verður óstöðugt efnahagslíf sem gerir öllum erfitt fyrir jafnt þeim sem reka heimili og þeim sem reka fyrirtæki. Fólk finnur mikið fyrir verðtryggingu lána þegar verðbólgan fer á skrið, en það er einmitt síst við þær aðstæður sem hrófla má við henni. En nú kemur líka skýrt í ljós hve vextirnir af verðtryggðu lánunum eru háir. Vextirnir eru nefnilega meira en fjögur prósent að viðbættri verðtyggingunni. Það er á þessum háu vöxtum sem bankarnir græða á tá og fingri því þeir fá auðvitað verðtrygginguna eins og vera ber og síðan þessa háu vexti í ofanálag. Það er verkefni sem vert er að beita sér fyrir: að ná vaxtastiginu á sama stig og gerist með öðrum þjóðum, en verðtyggingin ætti einmitt að gera það mögulegt. Auk þess legg ég til að eftirlaunaósóminn verði afnuminn með lögum. Fólk finnur mikið fyrir verðtryggingu lána þegar verðbólgan fer á skrið, en það er einmitt síst við þær aðstæður sem hrófla má við henni. En nú kemur líka skýrt í ljós hve vextirnir af verðtryggðu lánunum eru háir.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun