Leikur að læra... líka í MBA-námi 18. apríl 2007 00:01 Siggeir Vilhjálmsson, Þórdís Björk Sigurbjörnsdóttir og Atli Björn Bragason, nemendur í MBA-námi við Háskóla Íslands, spá í næsta leik. MYND/Heiða Nemendur í rekstrarstjórnun MBA-náms í Háskóla Íslands hafa á þessari önn sökkt sér ofan í tölvuleiki af sömu ákefð og leikjaglaðir unglingar. Skemmtun er þó ekki aðalhugmyndin að baki þeirra leikjum. Hún fylgir frekar með í kaupunum, í einhverjum tilfellum að minnsta kosti. Tilefnið er samkeppni hópa á milli í rekstrarstjórnun í MBA-námi í Háskóla Íslands. „Það skemmtilegasta við að nota leiki við kennslu er að það virkar svo hvetjandi á nemendur,“ segir Ingjaldur Hannibalsson, prófessor í rekstrarstjórnun við Háskóla Íslands. „Þar að auki eykur það samstillingu milli hópmeðlima að vinna að sameiginlegu markmiði.“ Leikir eru títt notaðir í bandarískum háskólum við kennslu í rekstrarstjórnun, að sögn Ingjalds. Hönnuður leiksins sem notaður er í Háskóla Íslands byrjaði að þróa hugmyndina þegar hann var kennari við Stanford-háskóla. Eftir að hafa séð hversu vel hún reyndist stofnaði hann fyrirtæki sem hann rekur nú undir nafninu Littlefield Technologies og tileinkað er leikjum til kennslu. Þúsundir nemenda víðs vegar um heim hafa nýtt sér kosti leikjanna. Á heimasíðu fyrirtækisins er verksmiðjuhermir sem nemendurnir nýta. Þeir keppa í hópum um hver nær bestum árangri við stýringu framleiðslumagns og birgðastýringu miðað við breytilega eftirspurn. Allt er þetta spurning um að hámarka hagnað með sem minnstum tilkostnaði. „Þetta er mun meira hvetjandi aðferð en að reikna dæmi upp úr kennslubók. Þar að auki er engin ein leið rétt í rekstrarstjórnun. Það hversu vel nemendur ná að stýra ferlinu í leiknum sýnir þeim svart á hvítu hversu góðir rekstrarstjórnendur þeir eru,“ segir Ingjaldur. Nemendur sem blaðamaður Markaðurins hitti voru Ingjaldi sammála um ágæti leiksins. Sögðu þeir aðferðirnar sambærilegar við þær sem notaðar eru í alvöru rekstri. Verkefnið snerist um að nýta fjármagn með þeim hætti að úr því næðist sem mest arðsemi. Þeir viðurkenndu að grimm samkeppni hefði ríkt hópa á milli á meðan á leikjunum stóð og mikil leynd ríkt um leikaðferðir. Þannig er það líka í raunheimum eins og nemendurnir þekkja enda búa langflestir MBA-nema yfir töluverðri starfsreynslu. Héðan og þaðan Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Nemendur í rekstrarstjórnun MBA-náms í Háskóla Íslands hafa á þessari önn sökkt sér ofan í tölvuleiki af sömu ákefð og leikjaglaðir unglingar. Skemmtun er þó ekki aðalhugmyndin að baki þeirra leikjum. Hún fylgir frekar með í kaupunum, í einhverjum tilfellum að minnsta kosti. Tilefnið er samkeppni hópa á milli í rekstrarstjórnun í MBA-námi í Háskóla Íslands. „Það skemmtilegasta við að nota leiki við kennslu er að það virkar svo hvetjandi á nemendur,“ segir Ingjaldur Hannibalsson, prófessor í rekstrarstjórnun við Háskóla Íslands. „Þar að auki eykur það samstillingu milli hópmeðlima að vinna að sameiginlegu markmiði.“ Leikir eru títt notaðir í bandarískum háskólum við kennslu í rekstrarstjórnun, að sögn Ingjalds. Hönnuður leiksins sem notaður er í Háskóla Íslands byrjaði að þróa hugmyndina þegar hann var kennari við Stanford-háskóla. Eftir að hafa séð hversu vel hún reyndist stofnaði hann fyrirtæki sem hann rekur nú undir nafninu Littlefield Technologies og tileinkað er leikjum til kennslu. Þúsundir nemenda víðs vegar um heim hafa nýtt sér kosti leikjanna. Á heimasíðu fyrirtækisins er verksmiðjuhermir sem nemendurnir nýta. Þeir keppa í hópum um hver nær bestum árangri við stýringu framleiðslumagns og birgðastýringu miðað við breytilega eftirspurn. Allt er þetta spurning um að hámarka hagnað með sem minnstum tilkostnaði. „Þetta er mun meira hvetjandi aðferð en að reikna dæmi upp úr kennslubók. Þar að auki er engin ein leið rétt í rekstrarstjórnun. Það hversu vel nemendur ná að stýra ferlinu í leiknum sýnir þeim svart á hvítu hversu góðir rekstrarstjórnendur þeir eru,“ segir Ingjaldur. Nemendur sem blaðamaður Markaðurins hitti voru Ingjaldi sammála um ágæti leiksins. Sögðu þeir aðferðirnar sambærilegar við þær sem notaðar eru í alvöru rekstri. Verkefnið snerist um að nýta fjármagn með þeim hætti að úr því næðist sem mest arðsemi. Þeir viðurkenndu að grimm samkeppni hefði ríkt hópa á milli á meðan á leikjunum stóð og mikil leynd ríkt um leikaðferðir. Þannig er það líka í raunheimum eins og nemendurnir þekkja enda búa langflestir MBA-nema yfir töluverðri starfsreynslu.
Héðan og þaðan Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent