Fransmenn og fjölskyldufjör 19. apríl 2007 12:00 Ætli þau séu að lesa franska bók? Í viku bókarinnar verður heilmikið húllumhæ fyrir alla fjölskylduna í Borgarbókasafninu. Borgarbókasafnið fagnar Viku bókarinnar með fjölbreyttri dagskrá um alla borg. Í dag verður til dæmis efnt til fjölskylduhátíða á vegum safnsins í Árbæ og Grafarvogi auk þess sem heilmikið verður um að vera í Grófarhúsinu við Tryggvagötu. Þar verða Bókaverðlaun barnanna afhent og leikarar úr sýningunni Abbababb! líta inn og skemmta gestum. Á fyrstu hæðinni verður ennfremur opnuð sýning á verkum eftir nemendur í Myndlistarskólanum í Reykjavík. Á sunnudaginn kl. 15 stendur safnið fyrir bókmenntagöngu um miðbæinn fyrir börn á aldrinum 5-11 ára þar sem rithöfundurinn og myndlistarmaðurinn Sigrún Eldjárn mun mæta og spjalla við göngufólk um kynni sín af Tjörninni. Mánudagssíðdegið, á sjálfum degi bókarinnar, verður síðan með frönsku ívafi en þarlendar bókmenntir eru í öndvegi þessi misserin. Þá mæta rithöfundarnir Gerður Kristný og Sigurður Pálsson í Grófarhúsið og segja frá kynnum sínum af Frakklandi. Þá syngur Sigríður Thorlacius frönsk lög við undirleik Steingríms Karls Teague. Dagskráin á mánudaginn hefst kl. 17.30. Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Borgarbókasafnið fagnar Viku bókarinnar með fjölbreyttri dagskrá um alla borg. Í dag verður til dæmis efnt til fjölskylduhátíða á vegum safnsins í Árbæ og Grafarvogi auk þess sem heilmikið verður um að vera í Grófarhúsinu við Tryggvagötu. Þar verða Bókaverðlaun barnanna afhent og leikarar úr sýningunni Abbababb! líta inn og skemmta gestum. Á fyrstu hæðinni verður ennfremur opnuð sýning á verkum eftir nemendur í Myndlistarskólanum í Reykjavík. Á sunnudaginn kl. 15 stendur safnið fyrir bókmenntagöngu um miðbæinn fyrir börn á aldrinum 5-11 ára þar sem rithöfundurinn og myndlistarmaðurinn Sigrún Eldjárn mun mæta og spjalla við göngufólk um kynni sín af Tjörninni. Mánudagssíðdegið, á sjálfum degi bókarinnar, verður síðan með frönsku ívafi en þarlendar bókmenntir eru í öndvegi þessi misserin. Þá mæta rithöfundarnir Gerður Kristný og Sigurður Pálsson í Grófarhúsið og segja frá kynnum sínum af Frakklandi. Þá syngur Sigríður Thorlacius frönsk lög við undirleik Steingríms Karls Teague. Dagskráin á mánudaginn hefst kl. 17.30.
Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira