Ekki má rýra traust sem byggt hefur verið upp Óli Kristján Ármannsson skrifar 2. maí 2007 00:01 Nokkur tímamót urðu hjá Glitni banka í byrjun vikunnar. Breytingarnar koma í kjölfar breytinga á eignarhaldi bankans í byrjun apríl þegar Karl Wernersson og Einar Sveinsson seldu í bankanum hlutabréf fyrir rúma 70 milljarða til Baugs og viðskiptafélaga. Ný stjórn var kjörin á hluthafafundi og strax eftir fundinn var tilkynnt að Bjarni Ármannsson, forstjóri bankans, hefði kosið að láta af störfum. Tilkynnt var um eftirmann Bjarna, ungan og efnilegan bankamann að nafni Lárus Welding sem starfað hefur fyrir Landsbankann í Lundúnum og leitt uppbyggingu þar. Ekki er laust við að læðist að manni sá grunur að breytingarnar hjá Glitni séu til þess fallnar að færa óvildarmönnum íslensku bankanna nokkur vopn í hendur. Mikið púður var lagt í að bæta ímynd íslenskra fjármálafyrirtækja síðasta vor og sumar og leiðrétta ýmsar rangfærslur erlendra greiningarfyrirtækja og fjölmiðla. Þar fór Bjarni Ármannsson fremstur í flokki. Eins getur umrót í eignarhaldi eins banka haft áhrif á hag þeirra allra fari af stað á ný umræða um að íslensk fjármálafyrirtæki séu ef til vill ekki traustsins verð. Breytingar og óvissa sem fylgdi breyttu eignarhaldi Glitnis í síðasta mánuði eru þannig að öllum líkindum þeir þættir sem stærstan þátt eiga í að skuldatryggingarálag (CDS) á skuldabréfaútgáfu bankans hefur hækkað. Hærra skuldatryggingarálag þýðir að dýrara er fyrir bankann að fjármagna sig. Álagið var lengi vel minnst á bréf Glitnis en er nú minna á bréf Landsbankans. Skuldatryggingarálag á bréf bankanna hefur hins vegar farið lækkandi og endurspeglast í því sigur í umræðunni um bága stöðu íslensks hagkerfis og áhrif þess á hag bankanna. Þá er ástæðulaust að gefa sér að umskiptin hjá Glitni kalli endilega á neikvæð viðbrögð. Bæði er það að öflugur maður kemur í manns stað og eins að Bjarni Ármannsson fer ekki frá bankanum í neinu fússi. Sjálfur segir hann að breyttu eignarhaldi fylgi ákveðin tímamót og sjálfur hafi hann notað tækifærið til að endurmeta stöðu sína og framtíðaráætlanir. Saga hans í bankanum spannar tíu ár. Hann hóf störf sem forstjóri FBA árið 1997 og varð forstjóri Íslandsbanka við sameiningu bankanna árið 2000. Næstu vikur og jafnvel mánuði segist Bjarni munu starfa við hlið nýs forstjóra og vinna að því að forstjóraskiptin gangi snurðulaust fyrir sig. Hluti af því ferli segir Bjarni vera fundahöld með greiningar- og matsfyrirtækjum þar sem farið verði yfir og skýrðar breytingarnar hjá bankanum. Þá hjálpar líka til það aðhald sem felst í regluverki og eftirliti með fjármálamarkaði hér. Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins varðandi myndun virks eignarhluta í bankanum, þótt hún virðist í fyrstu andsnúin stærstu eigendum, styður langtímahagsmuni bankans. Mjög mikilvægt er enda að ekki falli skuggi á trúverðugleika innlends fjármálaeftirlits og langtímahagsmunir eigenda bankans ekki síst í því fólgnir að Fjármálaeftirlitið haldi uppi ákveðnum aga. Miklu skiptir að vel takist til við stórfelldar breytingar á jafnviðkvæmum markaði og fjármálamarkaðurinn er. Eins og á málum er haldið virðist sem hægt ætti að vera að leiða þessar breytingar farsællega til lykta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun
Nokkur tímamót urðu hjá Glitni banka í byrjun vikunnar. Breytingarnar koma í kjölfar breytinga á eignarhaldi bankans í byrjun apríl þegar Karl Wernersson og Einar Sveinsson seldu í bankanum hlutabréf fyrir rúma 70 milljarða til Baugs og viðskiptafélaga. Ný stjórn var kjörin á hluthafafundi og strax eftir fundinn var tilkynnt að Bjarni Ármannsson, forstjóri bankans, hefði kosið að láta af störfum. Tilkynnt var um eftirmann Bjarna, ungan og efnilegan bankamann að nafni Lárus Welding sem starfað hefur fyrir Landsbankann í Lundúnum og leitt uppbyggingu þar. Ekki er laust við að læðist að manni sá grunur að breytingarnar hjá Glitni séu til þess fallnar að færa óvildarmönnum íslensku bankanna nokkur vopn í hendur. Mikið púður var lagt í að bæta ímynd íslenskra fjármálafyrirtækja síðasta vor og sumar og leiðrétta ýmsar rangfærslur erlendra greiningarfyrirtækja og fjölmiðla. Þar fór Bjarni Ármannsson fremstur í flokki. Eins getur umrót í eignarhaldi eins banka haft áhrif á hag þeirra allra fari af stað á ný umræða um að íslensk fjármálafyrirtæki séu ef til vill ekki traustsins verð. Breytingar og óvissa sem fylgdi breyttu eignarhaldi Glitnis í síðasta mánuði eru þannig að öllum líkindum þeir þættir sem stærstan þátt eiga í að skuldatryggingarálag (CDS) á skuldabréfaútgáfu bankans hefur hækkað. Hærra skuldatryggingarálag þýðir að dýrara er fyrir bankann að fjármagna sig. Álagið var lengi vel minnst á bréf Glitnis en er nú minna á bréf Landsbankans. Skuldatryggingarálag á bréf bankanna hefur hins vegar farið lækkandi og endurspeglast í því sigur í umræðunni um bága stöðu íslensks hagkerfis og áhrif þess á hag bankanna. Þá er ástæðulaust að gefa sér að umskiptin hjá Glitni kalli endilega á neikvæð viðbrögð. Bæði er það að öflugur maður kemur í manns stað og eins að Bjarni Ármannsson fer ekki frá bankanum í neinu fússi. Sjálfur segir hann að breyttu eignarhaldi fylgi ákveðin tímamót og sjálfur hafi hann notað tækifærið til að endurmeta stöðu sína og framtíðaráætlanir. Saga hans í bankanum spannar tíu ár. Hann hóf störf sem forstjóri FBA árið 1997 og varð forstjóri Íslandsbanka við sameiningu bankanna árið 2000. Næstu vikur og jafnvel mánuði segist Bjarni munu starfa við hlið nýs forstjóra og vinna að því að forstjóraskiptin gangi snurðulaust fyrir sig. Hluti af því ferli segir Bjarni vera fundahöld með greiningar- og matsfyrirtækjum þar sem farið verði yfir og skýrðar breytingarnar hjá bankanum. Þá hjálpar líka til það aðhald sem felst í regluverki og eftirliti með fjármálamarkaði hér. Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins varðandi myndun virks eignarhluta í bankanum, þótt hún virðist í fyrstu andsnúin stærstu eigendum, styður langtímahagsmuni bankans. Mjög mikilvægt er enda að ekki falli skuggi á trúverðugleika innlends fjármálaeftirlits og langtímahagsmunir eigenda bankans ekki síst í því fólgnir að Fjármálaeftirlitið haldi uppi ákveðnum aga. Miklu skiptir að vel takist til við stórfelldar breytingar á jafnviðkvæmum markaði og fjármálamarkaðurinn er. Eins og á málum er haldið virðist sem hægt ætti að vera að leiða þessar breytingar farsællega til lykta.
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun