Hörð barátta á netinu 2. maí 2007 00:01 Fortune | Tæknigaukar í Bandaríkjunum eru sagðir hafa rekið upp stór augu þegar netfyrirtækið Yahoo keypti 80 prósenta hlut í litlu netfyrirtæki í New York, Right Media, sem sérhæfir sig í gerð netauglýsinga og markaðssetningu á netinu, fyrir litlar 680 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 43,8 milljarða íslenskra króna. Þetta þýðir ennfremur að markaðsverðmæti fyrirtækisins hefur margfaldast á fáum mánuðum og hleypur nú á tugum milljarða króna. Bandaríska viðskiptatímaritið Fortunes segir verðmiða sem þennan vissulega út í bláinn en bætir því við að þetta virðist vera stefnan sem netrisarnir séu að taka vestanhafs; þeir greiði hvaða verð sem er til að koma í veg fyrir að samkeppnisaðilinn nái forskoti á netmarkaðnum. Í tilfelli Yahoo er samkeppnisaðilinn netfyrirtækið Google, sem á dögunum velti gosdrykkjarisanum Coca Cola úr toppsætinu sem verðmætasta fyrirtæki í heimi. Hlutabréfin að klárast Economist | Þeir sem hug hafa á því að fjárfesta í hlutabréfum í Bandaríkjunum verða að gera það eins fljótt og auðið er, annars eiga þeir á hættu að engin bréf verði eftir á hlutabréfamarkaðnum. Þetta er ekki vegna mikils áhuga annarra fjárfesta vestanhafs heldur vegna viðamikilla kaupa fyrirtækja á eigin bréfum. Breska vikuritið Economist greinir frá því í nýjasta tölublaði sínu að uppkaup fyrirtækja á eigin bréfum nemi að meðaltali sex prósentum á ársgrundvelli og hafi aldrei verið meiri. Þessi miklu uppkaup eru gerð í skjóli methagnaðar fyrirtækjanna. Afleiðingarnar eru hins vegar þær að grynnkar á sjóðum félaganna. Helstu hlutabréfavísitölur vestanhafs hafa ekki farið varhluta af þessum uppkaupum fyrirtækjanna því nokkrar þeirra, ekki síst Dow Jones, hafa slegið hvert metið á fætur öðru. Héðan og þaðan Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar annað útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Sjá meira
Fortune | Tæknigaukar í Bandaríkjunum eru sagðir hafa rekið upp stór augu þegar netfyrirtækið Yahoo keypti 80 prósenta hlut í litlu netfyrirtæki í New York, Right Media, sem sérhæfir sig í gerð netauglýsinga og markaðssetningu á netinu, fyrir litlar 680 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 43,8 milljarða íslenskra króna. Þetta þýðir ennfremur að markaðsverðmæti fyrirtækisins hefur margfaldast á fáum mánuðum og hleypur nú á tugum milljarða króna. Bandaríska viðskiptatímaritið Fortunes segir verðmiða sem þennan vissulega út í bláinn en bætir því við að þetta virðist vera stefnan sem netrisarnir séu að taka vestanhafs; þeir greiði hvaða verð sem er til að koma í veg fyrir að samkeppnisaðilinn nái forskoti á netmarkaðnum. Í tilfelli Yahoo er samkeppnisaðilinn netfyrirtækið Google, sem á dögunum velti gosdrykkjarisanum Coca Cola úr toppsætinu sem verðmætasta fyrirtæki í heimi. Hlutabréfin að klárast Economist | Þeir sem hug hafa á því að fjárfesta í hlutabréfum í Bandaríkjunum verða að gera það eins fljótt og auðið er, annars eiga þeir á hættu að engin bréf verði eftir á hlutabréfamarkaðnum. Þetta er ekki vegna mikils áhuga annarra fjárfesta vestanhafs heldur vegna viðamikilla kaupa fyrirtækja á eigin bréfum. Breska vikuritið Economist greinir frá því í nýjasta tölublaði sínu að uppkaup fyrirtækja á eigin bréfum nemi að meðaltali sex prósentum á ársgrundvelli og hafi aldrei verið meiri. Þessi miklu uppkaup eru gerð í skjóli methagnaðar fyrirtækjanna. Afleiðingarnar eru hins vegar þær að grynnkar á sjóðum félaganna. Helstu hlutabréfavísitölur vestanhafs hafa ekki farið varhluta af þessum uppkaupum fyrirtækjanna því nokkrar þeirra, ekki síst Dow Jones, hafa slegið hvert metið á fætur öðru.
Héðan og þaðan Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar annað útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Sjá meira