Tímabært framtak 7. maí 2007 00:01 Utanríkisráðuneytið gaf fyrir viku út merkilegt plagg, sem ber yfirskriftina "Mannréttindi í íslenzkri utanríkisstefnu". Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra fylgdi því úr hlaði á fundi við Háskólann á Akureyri. "Mannréttindi snerta alla, alls staðar og eru óháð tíma og rúmi," segir í inngangi að hinu 34 síðna riti þar sem stefnan er tíunduð. Þá segir: "Árangur á mannréttindasviðinu veltur á samþættri nálgun á mismunandi stefnusviðum og samstarfi þar á milli. Nú er víðtækari skilningur en áður á samspili mannréttinda, sjálfbærrar þróunar, friðar og öryggis. Því er nauðsynlegt að mannréttindi fléttist inn í öll svið utanríkisstefnu, þar með talið þróunarsamvinnu, öryggismál og viðskipti. Skuldbindingar Íslands á sviði mannréttinda eru ekki síst í þágu lands og þjóðar og eru skýr skilaboð um vilja Íslands til að taka þátt í að búa til betri heim í þágu alls mannkyns, þar sem íbúum heims eru tryggð grundvallarmannréttindi, öryggi og friður." Full ástæða er til að taka undir þetta og fagnaðarefni að ráðizt skyldi í að móta með þessum hætti heildstæða stefnu fyrir Íslands hönd í alþjóðlegum mannréttindamálum. Er utanríkisráðherra kynnti stefnuna síðastliðinn mánudag sagði hann að Ísland hefði töluvert fram að færa á þessu sviði. Í ljósi þess og aukins vægis mannréttindamála í alþjóðastarfi væri tímabært fyrir Ísland að sækjast eftir setu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, í samráði og samvinnu við önnur Norðurlönd. Þetta er verðugt verkefni og væntanlega til þess fallið að skerpa vitund Íslendinga fyrir alþjóðlegum mannréttindamálum. Af nógu er að taka á þeim vettvangi. Sem dæmi má nefna að í rúmlega 150 ríkjum heims eru dæmi um að pyntingum og öðrum grimmilegum aðferðum sé beitt og í um 70 þessara ríkja er slíkt ástand útbreitt eða viðvarandi. Það veitir því ekki af að Ísland beiti þeim áhrifum sem því er unnt á alþjóðavettvangi til að berjast gegn mannréttindabrotum. Í dag stendur Mannréttindaskrifstofa Íslands fyrir fundi með fulltrúum allra stjórnmálaflokkanna, þar sem þeir lýsa stefnu þeirra í mannréttindamálum. Þetta er líka framtak sem ber að fagna, enda gott að stefna flokkanna í þessum málum komi fram, þótt hún muni tæpast ráða úrslitum í kosningunum á laugardaginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auðunn Arnórsson Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun
Utanríkisráðuneytið gaf fyrir viku út merkilegt plagg, sem ber yfirskriftina "Mannréttindi í íslenzkri utanríkisstefnu". Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra fylgdi því úr hlaði á fundi við Háskólann á Akureyri. "Mannréttindi snerta alla, alls staðar og eru óháð tíma og rúmi," segir í inngangi að hinu 34 síðna riti þar sem stefnan er tíunduð. Þá segir: "Árangur á mannréttindasviðinu veltur á samþættri nálgun á mismunandi stefnusviðum og samstarfi þar á milli. Nú er víðtækari skilningur en áður á samspili mannréttinda, sjálfbærrar þróunar, friðar og öryggis. Því er nauðsynlegt að mannréttindi fléttist inn í öll svið utanríkisstefnu, þar með talið þróunarsamvinnu, öryggismál og viðskipti. Skuldbindingar Íslands á sviði mannréttinda eru ekki síst í þágu lands og þjóðar og eru skýr skilaboð um vilja Íslands til að taka þátt í að búa til betri heim í þágu alls mannkyns, þar sem íbúum heims eru tryggð grundvallarmannréttindi, öryggi og friður." Full ástæða er til að taka undir þetta og fagnaðarefni að ráðizt skyldi í að móta með þessum hætti heildstæða stefnu fyrir Íslands hönd í alþjóðlegum mannréttindamálum. Er utanríkisráðherra kynnti stefnuna síðastliðinn mánudag sagði hann að Ísland hefði töluvert fram að færa á þessu sviði. Í ljósi þess og aukins vægis mannréttindamála í alþjóðastarfi væri tímabært fyrir Ísland að sækjast eftir setu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, í samráði og samvinnu við önnur Norðurlönd. Þetta er verðugt verkefni og væntanlega til þess fallið að skerpa vitund Íslendinga fyrir alþjóðlegum mannréttindamálum. Af nógu er að taka á þeim vettvangi. Sem dæmi má nefna að í rúmlega 150 ríkjum heims eru dæmi um að pyntingum og öðrum grimmilegum aðferðum sé beitt og í um 70 þessara ríkja er slíkt ástand útbreitt eða viðvarandi. Það veitir því ekki af að Ísland beiti þeim áhrifum sem því er unnt á alþjóðavettvangi til að berjast gegn mannréttindabrotum. Í dag stendur Mannréttindaskrifstofa Íslands fyrir fundi með fulltrúum allra stjórnmálaflokkanna, þar sem þeir lýsa stefnu þeirra í mannréttindamálum. Þetta er líka framtak sem ber að fagna, enda gott að stefna flokkanna í þessum málum komi fram, þótt hún muni tæpast ráða úrslitum í kosningunum á laugardaginn.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun