Viðskipti innlent

Kínverjar kynna sér íslenskar lausnir

Kínversk sendinefnd í heimsókn. Jóhann Pétur Malmquist, prófessor við HÍ, Yang Hong Yi og Liu Jia Ning, frá CTTC, Stefán Jóhannesson, framkvæmdastjóri Þekkingar, og Wu Da Wei frá CTTC.
Kínversk sendinefnd í heimsókn. Jóhann Pétur Malmquist, prófessor við HÍ, Yang Hong Yi og Liu Jia Ning, frá CTTC, Stefán Jóhannesson, framkvæmdastjóri Þekkingar, og Wu Da Wei frá CTTC.

Nýverið sótti sendinefnd frá samskiptaráðuneyti Kína, CTTC, Þekkingu heim. Tilgangur sendinefndarinnar var að kynna sér ýmsar íslenskar lausnir í málaflokkum stofnunar sinnar.

Kínversku gestirnir höfðu sérstakan áhuga á nýrri afritunarlausn, fyrir borð- og ferðavélar, sem Þekking er að setja á markað. Lausnin ber nafnið Reperio, sem er latína og stendur fyrir að „finna aftur“.

Í för með gestunum var Jóhann Pétur Malmquist, prófessor við Háskóla Íslands og samstarfsaðili ráðgjafarfyrirtækisins Key West Techno­logies. Í fréttatilkynningu frá Þekkingu er haft eftir honum að sérstakan áhuga Kínverjanna hafi vakið hversu framarlega Ísland er statt í tækni á mörgum sviðum.

Það var samstarf CTTC við Key West Technologies sem leiddi sendinefndina hingað til lands. Þekking starfar einnig með því fyrirtæki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×