Eftir væntingarnar! 14. maí 2007 06:00 Ætlaði að horfa á kosningasjónvarpið á Stöð 2. Sá að Hannes Hólmsteinn var mættur þar. Strikaði hann út og stillti á RUV ohf. Þar var allt huggulega retró. Á kosninganótt er Ólafur Þ. Harðarson meira virði en tíu ára framfarir í tölvugrafík. Skemmtiatriðin voru: Stressuð viðtöl við stjórnmálamenn, skopstæling á lélegri kúrekahljómsveit og skopmyndateiknari. Ekkert bruðl! KOSNINGASPÁIN MÍN var svona: Frjálslyndir 5%, Framsókn 10%, Íslandshreyfing 3%, Sjálfstæðir 38%, Samfylking 26%, Vinstrigræn 18%. KOSNINGAÚRSLITIN voru svona: Frjálslyndir 7,3% (+2,3%), Framsókn 11,7 % (+1,7%), Íslandshreyfing 3,3% (+0,3%) Sjálfstæðismenn 36,6% (-1,4%), Samfylking 26,8% (+0,8%) , Vinstrigræn 14,3 (-3,7). Sem sýnir að stjórnmálaflokkar og fjölmiðlar gætu sparað sér gríðarlegar upphæðir sem fara í skoðanakannanir með því að nota frekar heilbrigða skynsemi til að spá í spilin. SIGURVEGARAR: Geir Haarde sem vinnur á þrátt fyrir að vera samábyrgur um afglöp fyrri forsætisráðherra. Sem sýnir að geðslegir menn eiga alltaf einhvern séns hvað svo sem líður sætastu stelpunni á ballinu. Miðað við skoðanakannanir er Steingrímur lúser. Miðað við kosningar er Steingrímur sigurvegari. Það eru kosningarnar sem gilda. LÚSERAR: Árni Johnsen og Björn Bjarnason sem eiga við fortíðarvanda að etja. Jónína Bjartmarz sem á við framtíðarvanda að etja. Yfirlúserinn er Jón Sigurðsson sem leiddi Framsóknarflokkinn í mesta ósigur í sögu hans; sjá nánar Publius Quinctilius Varus og orustan í Teftóborgarskógi árið 9 e.Kr. BESTU ATHUGASEMD kvöldsins átti gamli stjórnmálarefurinn sem spurður um stjórnarmyndun svaraði því að á stund þjóðarinnar væri ekki við hæfi að ræða um ríkisstjórn - sem þýðir væntanlega: Stjórnmálamenn virða rétt okkar hinna til að kjósa en áskilja sjálfum sér rétt til að gera það sem þeim sýnist við úrslitin. NIÐURSTAÐA: Sting upp á því að þjóðin fái í framtíðinni húsfrið fyrir skoðanakönnunum í svo sem tvær vikur fyrir alþingiskosningar, sveitastjórnakosningar og forsetakosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun
Ætlaði að horfa á kosningasjónvarpið á Stöð 2. Sá að Hannes Hólmsteinn var mættur þar. Strikaði hann út og stillti á RUV ohf. Þar var allt huggulega retró. Á kosninganótt er Ólafur Þ. Harðarson meira virði en tíu ára framfarir í tölvugrafík. Skemmtiatriðin voru: Stressuð viðtöl við stjórnmálamenn, skopstæling á lélegri kúrekahljómsveit og skopmyndateiknari. Ekkert bruðl! KOSNINGASPÁIN MÍN var svona: Frjálslyndir 5%, Framsókn 10%, Íslandshreyfing 3%, Sjálfstæðir 38%, Samfylking 26%, Vinstrigræn 18%. KOSNINGAÚRSLITIN voru svona: Frjálslyndir 7,3% (+2,3%), Framsókn 11,7 % (+1,7%), Íslandshreyfing 3,3% (+0,3%) Sjálfstæðismenn 36,6% (-1,4%), Samfylking 26,8% (+0,8%) , Vinstrigræn 14,3 (-3,7). Sem sýnir að stjórnmálaflokkar og fjölmiðlar gætu sparað sér gríðarlegar upphæðir sem fara í skoðanakannanir með því að nota frekar heilbrigða skynsemi til að spá í spilin. SIGURVEGARAR: Geir Haarde sem vinnur á þrátt fyrir að vera samábyrgur um afglöp fyrri forsætisráðherra. Sem sýnir að geðslegir menn eiga alltaf einhvern séns hvað svo sem líður sætastu stelpunni á ballinu. Miðað við skoðanakannanir er Steingrímur lúser. Miðað við kosningar er Steingrímur sigurvegari. Það eru kosningarnar sem gilda. LÚSERAR: Árni Johnsen og Björn Bjarnason sem eiga við fortíðarvanda að etja. Jónína Bjartmarz sem á við framtíðarvanda að etja. Yfirlúserinn er Jón Sigurðsson sem leiddi Framsóknarflokkinn í mesta ósigur í sögu hans; sjá nánar Publius Quinctilius Varus og orustan í Teftóborgarskógi árið 9 e.Kr. BESTU ATHUGASEMD kvöldsins átti gamli stjórnmálarefurinn sem spurður um stjórnarmyndun svaraði því að á stund þjóðarinnar væri ekki við hæfi að ræða um ríkisstjórn - sem þýðir væntanlega: Stjórnmálamenn virða rétt okkar hinna til að kjósa en áskilja sjálfum sér rétt til að gera það sem þeim sýnist við úrslitin. NIÐURSTAÐA: Sting upp á því að þjóðin fái í framtíðinni húsfrið fyrir skoðanakönnunum í svo sem tvær vikur fyrir alþingiskosningar, sveitastjórnakosningar og forsetakosningar.
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun