HugurAx hefur keypt veflausnadeild Betri lausna ehf., sem hefur um árabil unnið að gerð veflausna fyrir fyrirtæki og stofnanir og þróað öflugt íslenskt vefumsjónarkerfi.
HugurAx mun eftirleiðis sjá um alla þjónustu við þá vefi sem áður voru í þjónustu Betri lausna ehf. og hafa starfsmenn Betri lausna, sem sinnt hafa veflausnum hafið störf hjá HugAx, að því er fram kemur í tilkynningu.
Páll Freysteinsson, framkvæmdastjóri HugarAx, segir Betri lausnir falla vel að starfsemi HugarAx og sé fjárfestingin liður í að efla starfsemi fyrirtækisins á sviði veflausna.