Ekki spauga á spítölum 21. maí 2007 09:55 Gamalt fólk og rangárvallarsýsla Jón Gnarr fær bjánahroll þegar því er slegið upp í blöðunum að fólk af íslenskum ættum sé að gera það gott erlendis. Sérstaklega þegar ætternið er ekki meira en svo að langamman er úr Rangárvallarsýslu. Katrín Jakobsdóttir leyfði ungum sjálfstæðismönnum að horfa á kosningasjónvarpið á kosningavöku Vinstri grænna. Á kosningavöku Sjalla voru nefnilega allir að dansa. Fréttablaðið/antonbrink Þekkist þið og hvað vitið þið um hvort annað?Katrín: Nei. En ég hef auðvitað séð Jón á röltinu með barnavagn. Hann er náttúrulega frægur maður. Ætli ég muni ekki fyrst eftir honum úr Tvíhöfða. Svo hef ég lesið skrif hans aftan á Fréttablaðinu sem og bókina sem hann gaf út síðast; Indjánann. Svo man ég eftir pistlunum hans um trúmál. Mér fannst dálítið áhugavert að fylgjast með viðbrögðum þjóðarinnar sem hélt að þeir pistlar væru grín. Jón Gnarr: Ég tengi Katrínu við pólitíkina. Og ég veit reyndar svolítið um hana því ég er mjög mikið á netinu. Ég er netfíkill og eyði þar örugglega um 2-3 klukkustundum á dag. Einhvern tímann rakst ég á einhverja heimasíðu um Katrínu og las þar ýmislegt um hana. Hún lærði franskar bókmenntir eftir menntaskóla í eitt ár. Stundaði svo nám í íslensku eða bókmenntum við Háskóla Íslands. Hennar aðalhugðarefni þar voru íslenskar glæpasögur. Og mig minnir að hún hafi haft gífurlegan áhuga á fossum. Katrín: Hvar hefurðu lesið þetta? En ég er sko með mikla fossadellu. Þegar ég var lítil gat ég endalaust teiknað myndir af fossum og flett þeim upp í hinum og þessum bókum. Svolítið asnalegt. Jón Gnarr: Veistu af hverju þú fékkst þessa dellu? Katrín: Ég man bara að mér fannst ferðalög út á land aldrei almennileg nema við færum að einhverjum fossi. Varð miður mín ef ég uppgötvaði að það yrði enginn foss í ferðinni. Jón Gnarr: Þetta minnir mig á að Pétur Jóhann Sigfússon er einmitt með dellu fyrir kjölsogi. Þegar hann fermdist buðu foreldrar hans honum það að ferðast hvert sem var í heiminum. Hann valdi siglingu með Norrænu. Til að geta staðið úti á þilfari og horft á kjalsogið. Katrín: Ég hef líka mjög gaman af því að standa úti í bát og horfa á kjalsogið og skoða öldurnar. Og ég verð alltaf jafn spennt yfir því hvort næsta alda verði kannski ótrúlega stór. Kannski þetta hafi allt saman eitthvað að gera með vatn. Jón: Já. Ég hef haft dellu fyrir hákörlum frá því ég var barn. Hún er reyndar aðeins að eldast af mér síðustu fimm árin. Katrín: Þetta er nú allt svolítið merkilegt því þegar bræður mínir skiptust á jólagjöfum síðustu jól var fræðibók um hákarla í öðrum pakkanum. Þeir hafa verið í einhverri hákarlastemningu undanfarið.Ágætu herramenn, þessi unga dama, væna mín …Síðustu misserin hafa einkennst af því að fólk er ósammála um eitthvað. Enda kosningar nýafstaðnar og mikið argaþras gengið yfir fjölmiðla, kaffistofur og bloggsíður. Fylgist þú með slíku maraþonkarpi Jón? Hver er hnyttnasti þingmaðurinn úr röðum andstæðinga að þínu mati, Katrín?Jón Gnarr: Mér finnst umræðan fremur leiðinleg. Fyrirsjáanleg og föst í sama formi. Kosningarnar núna runnu eiginlega saman við Eurovison. Þetta var bara í gangi og ég vissi af því þarna en ég hafði lítinn áhuga. Þetta er svipað og með umræður um fótbolta. Ég kinka kolli með – vil ekkert vera leiðinlegur – en ég næ ekki að tengja mig við þetta. Nema ef það er eitthvert fólk sem kemur fram og mér finnst áhugavert. Ég hef yfirleitt miklu fremur kosið fólk en flokka eða málefni. En sú hlið á pólitískri umræðu að gera lítið úr fólki finnst mér mjög leiðinleg. Þegar vitsmunalegum yfirburðum, yfirlæti eða hroka er beitt. Mér líður illa fyrir hönd þeirra sem sitja undir því. Og þar eru ýmsar lúmskar aðferðir notaðar, líkt og í trúarumræðunni, þegar gera á til dæmis lítið úr prestum, þá eru þeir kallaðir klerkar. Og bókstafstrúarmenn. Katrín: Það er hundleiðinlegt að lenda í umræðum sem snúast bara um það að grípa fram í og segja „væna mín“. Þarna eru frasar eins og: „Það er nú hálfhlægilegt að heyra þig segja þetta.“ Og þá segi ég á móti: „Þessi herramaður er náttúrulega …“ Þið skiljið. Það er lítið skemmtilegt þegar umræðurnar fara út í þetta. Jón Gnarr: Já, það er glatað þegar það er í lagi að vera vondur og ósvífinn og sá frekasti og ósvífnasti vinnur. Ég hef oft reynt að fara inn í pólitíkina, mætt hjá einhverjum pólitískum samtökum eða kynnt mér einhver ákveðin mál. En svo hef ég bara bakkað út úr því aftur. En ég hef samt mína pólitísku skoðun: Ég er anarkisti. Katrín: Það meikar alveg fullkominn sens. Jón Gnarr: Þegar við vorum með Tvíhöfða tókum við meðal annars pólitíkusa í viðtöl. Það kom mér verulega á óvart að sjá Steingrím J. Sigfússon og Davíð Oddsson spjalla saman um eitthvað á léttu nótunum. Ég hélt að pólitísku andstæðingarnir töluðust ekki við. Katrín: Ef svo væri ekki held ég að maður yrði bara eitthvað galinn. Að vera á vinnustað með 62 öðrum og þar af líkar manni illa við 57. Það væri mjög galið að vera bölvandi einn úti í horni. Og það finnst mér erfiðast þegar fólk fer í haminn að tala niður til andstæðinganna. Það á sjaldnast við, við þekkjumst flest nefnilega af góðu. En af hnyttnum andstæðingum segirðu. Mér finnst Bjarni Harðarson skemmtilegur, kannski af því að hann er bókakarl eins og ég. Jón Gnarr: Já, er hann nördinn þarna? Já, hann er svolítið skemmtilegur og hlýlegur.Friðarflokkur án hippafýluEn hvernig þingmaður heldurðu að Jón yrði, Kata – hvaða málaflokkum sérðu hann beita sér fyrir? Og hvernig útvarpsþáttum myndir þú vilja sjá Kötu stýra?Katrín: Afnotagjöld ríkissjónvarpsins. Er það ekki eitthvað sem þú hefur talað dálítið um? Jón Gnarr: Jú, rétt. Katrín: Einmitt, þú ert ekki mikið hrifinn af þeim. Ég sé alveg fyrir mér að Jón myndi flytja frumvarp um einkavæðingu RÚV og niðurfellingu afnotagjaldanna. En þar sem hann er anarkisti væri samt þversögn í sjálfu sér að hann væri þingmaður og ég sé Jón ekki í anda starfa sem flokkspólitískur þingmaður. Ég held að atkvæðagreiðslur gætu til dæmis orðið dálítið erfiðar fyrir flokkinn hans, sérstaklega ef naumur meirihluti væri fyrir hendi, því það væri engin leið að vita með hverju hann myndi greiða atkvæði. Maður sér enga sérstaka flokkslínu í skrifum hans. Jón Gnarr: Ég var á móti afnotagjöldum ríkissjónvarpsins því mér fannst RÚV hafa brugðist hlutverki sínu. En ef ég sé það svart á hvítu að ég sé að fá eitthvað fyrir peninginn minn er ég alveg til í að borga. Að miklu leyti var þetta svo líka af eigingjörnum og persónulegum ástæðum en ég fékk ekki vinnu hjá þeim. Katrín: Koma hundabeinin þar upp. Jón Gnarr: Já, ég var bitur út í RÚV. En ef ég færi á þing held ég að ég myndi beita mér fyrir kærleik og mannvirðingu. Katrín: Við Jón gætum fyllt flokk friðarsinna. Jón Gnarr: Já, ef það væru þá bara friðarsinnar því oft verða þeir svo pólitískir. En ég gæti verið í friðarflokki – án þess að það væri einhver hippaflokkur. Kannski anarkista-friðarflokkurinn? En útvarpsþátturinn hennar Katrínar yrði þáttur um íslenska fossa. Katrín: (dregur útvarpsröddina fram) „… og þarna heyrðum við í Seljalandsfossi. Höfum hér undanfarnar tíu mínútur verið að hlusta á hann. Og þetta var lóa sem heyrðist í þarna við hliðina á.“ En frábær hugmynd! Og svo væri getraun. Jón Gnarr: Já fossagetraun! Katrín: (útvarpskona áfram) ... „Nú heyrum við í þremur fossum, hlustendur góðir. Hvaða fossar eru þetta?“Sjálfstæðismenn ekki labbakútarMargir vilja meina að öll séum við haldin einhverjum fordómum. Meðan einhver hópur vill ekki sjá útlent vinnuafl hér á landi eru aðrir sem halda að vaxtarræktartröll séu með lambhagasalat í stað heila. Burðist þið sjálf með einhverja fordóma og þá af hvaða sort? Eru Íslendingar haldnir einhverjum áberandi fordómum?Jón Gnarr: Ég er algjörlega fordómalaus. Katrín: Gaman að þú segir það. Því það á algerlega við mig líka! Jón Gnarr: Nei, nei. Ég hef fordóma fyrir öllu sem fólk hefur fordóma fyrir og hef orðið uppvís að því. Ég hef fordóma gegn múslímum. Ég taldi mig ekki hafa þá en ég fór til London eftir sprengingarnar þar og í lestinni sem ég var í var ungur múslími með Nike-bakpoka og ég svitnaði í lófunum. Einu sinni var ég svo í hraðbanka á skuggalegum stað í Bandaríkjunum. Tveir stórir svertingjar komu og ég varð hræddur. Svertingjar, nótt = glæpamenn. Þeir buðu bara góða kvöldið og ekkert mál. Heilinn í okkur er bara svo magnað fyrirbæri að hann er byrjaður að tína inn upplýsingar og dæma áður en við komumst að sjálf. En ég hef vilja til að yfirstíga fordómana. Katrín: Ég held þetta sé rétt. Auðvitað er maður með hugmyndir fyrirfram. Maður hittir sjálfstæðismann og hugsar með mér að þetta sé einhver labbakútur. Þar til annað kemur á daginn. Og þá er maður snöggur að vilja skipta um skoðun. Það er t.d. til marks um mína fordóma að ég tala alltaf rosalega hátt við gamalt fólk – og skýrt. Jón Gnarr: Fólk fer líka oft að tala í þriðju persónu. Katrín: Ég geri það að vísu ekki en ég er alveg með það á hreinu að gamalt fólk sé heyrnarlaust og fer alltaf að æpa. Þar til mér er bent á að ég þurfi ekkert að standa þarna og æpa. Jón Gnarr: Það er einn mjög leiðinlegur fordómur sem hrjáir Íslendinga. Mjög lífseigur og andstyggilegur og hefur fengið að viðgangast hér áreitislaust en það eru fordómar gegn Grænlendingum. Eins og Grænlendingar séu óæðra fólk en við. Til dæmis er oft sagt frá því í blöðunum ef grænlenskir menn eru í bænum og eru fullir – og þá í gamansömum tón. Í blaði hefur fyrirsögnin „Grænlendingur réðist á mann“ verið notuð. Eins og Grænlendingur sé eitt og maður annað.Ekkert fyndið að kaupa bleiurTalandi um fyrirfram mótaðar hugmyndir um hvernig fólk er og á að vera. Er fólk ekkert að skipta sér af því hvernig opinberar persónur eins og alþingismenn klæða sig og koma fyrir? Verður þú vör við það, Katrín? Og skemmtikraftar eiga alltaf að vera að segja eitthvað fyndið. Líka í fermingarveislum og við kassann í Hagkaupum. Eða hvað?Jón: Mín grundvallarskoðun er sú að flestir séu ágætir og vilji vel. En svo getur fólk líka verið svolítið taktlaust. Ég hef til dæmis lent í því að vera staddur á spítala og ókunnugt fólk fer að hlæja og spyr mig hvort það sé eitthvert grín í gangi. Ég myndi aldrei fara að grínast í einhverjum sem staddur væri á spítala ef ég vissi ekki hvað hann væri að gera þar. Við svona aðstæður, þá, jú. Annars hefur þetta ekki stuðað mig mikið. Katrín: Líkt og með Spaugstofumenn til dæmis. Maður tekur stundum eftir því ef þeir eru að leika í alvarlegum leiksýningum. Þegar þeir koma inn á sviðið fer svona ákveðinn taugaveiklunarhlátur í gang. „Þarna kemur Siggi Sigurjóns … hehe“. Þegar það er kannski eitthvað svaka stofudrama í gangi. Jón Gnarr: Ég hef til dæmis lent í því þegar ég er kannski að hlaupa út í búð eftir bleium handa syni mínum að afgreiðsludaman springur úr hlátri. Að ég skuli koma og kaupa bleiur og vera að flýta mér er ofsa fyndið. Ég sætti mig alveg við það svo sem. En ég hef rekið mig á það hjá fólki að það heldur að ég sé fáviti og að ég fíflist út í eitt. Það sé til dæmis ofsalega gaman hjá fjölskyldu minni því þegar ég komi heim úr vinnunni haldi ég áfram að fíflast. Og börnin geti ekki einu sinni lært í friði fyrir fíflagangi í mér. Katrín: Ég held einmitt að grínistar séu svolítið að rífa úr sér hjartað: Þú lætur oft skína mest í hver þú ert með því hvernig þú grínast. Og það er oft heilmikil alvara á bak við grínið. Mér finnst grínistar oftast þurfa að gefa alveg ótrúlega mikið af sálinni af sér í grínið. Jón Gnarr: Það hefur einmitt alltaf farið í taugarnar á mér að vera kallaður skemmtikraftur. Mér finnst það hreinlega móðgandi. Ég lít á grín sem list. Og takmark mitt með minni list er að gefa hluta af mér í grínið og reyna einhvern veginn að vekja viðbrögð hjá fólki. Að hreyfa við því, fá það til að hugsa, vekja einhverjar tilfinningar og svo framvegis. Hlutverk skemmtikrafts finnst mér aftur á móti alls ekki vera að vekja einhverjar hugsarnir hjá fólki heldur mun frekar að láta því líða einhvern veginn „melló“. Þetta er svipað og að bera saman djass og lyftutónlist. Katrín: En varðandi klæðaburðinn þá hugsa ég að það séu einfaldlega gerðar meiri kröfur á kvenmenn en karlmenn að líta vel út. Og þá ekkert meira í pólitík. Það er almennt bara eitthvað sem maður verður var við sem kona. En fari maður í pólitík er maður svolítið búinn að opna dyrnar fyrir því að fólk leyfi sér að segja ýmislegt við mann. Ég fæ reglulega athugasemdir frá ókunnugu fólki. Það er til dæmis sagt við mig að ég mætti brosa aðeins minna. Tala minna með höndunum. Fólk lætur bara vaða. En þetta stuðar mig ekkert. Svo fær maður líka jákvæð viðbrögð. Fólk hefur bara skoðun á þessu sem öðru. Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Þekkist þið og hvað vitið þið um hvort annað?Katrín: Nei. En ég hef auðvitað séð Jón á röltinu með barnavagn. Hann er náttúrulega frægur maður. Ætli ég muni ekki fyrst eftir honum úr Tvíhöfða. Svo hef ég lesið skrif hans aftan á Fréttablaðinu sem og bókina sem hann gaf út síðast; Indjánann. Svo man ég eftir pistlunum hans um trúmál. Mér fannst dálítið áhugavert að fylgjast með viðbrögðum þjóðarinnar sem hélt að þeir pistlar væru grín. Jón Gnarr: Ég tengi Katrínu við pólitíkina. Og ég veit reyndar svolítið um hana því ég er mjög mikið á netinu. Ég er netfíkill og eyði þar örugglega um 2-3 klukkustundum á dag. Einhvern tímann rakst ég á einhverja heimasíðu um Katrínu og las þar ýmislegt um hana. Hún lærði franskar bókmenntir eftir menntaskóla í eitt ár. Stundaði svo nám í íslensku eða bókmenntum við Háskóla Íslands. Hennar aðalhugðarefni þar voru íslenskar glæpasögur. Og mig minnir að hún hafi haft gífurlegan áhuga á fossum. Katrín: Hvar hefurðu lesið þetta? En ég er sko með mikla fossadellu. Þegar ég var lítil gat ég endalaust teiknað myndir af fossum og flett þeim upp í hinum og þessum bókum. Svolítið asnalegt. Jón Gnarr: Veistu af hverju þú fékkst þessa dellu? Katrín: Ég man bara að mér fannst ferðalög út á land aldrei almennileg nema við færum að einhverjum fossi. Varð miður mín ef ég uppgötvaði að það yrði enginn foss í ferðinni. Jón Gnarr: Þetta minnir mig á að Pétur Jóhann Sigfússon er einmitt með dellu fyrir kjölsogi. Þegar hann fermdist buðu foreldrar hans honum það að ferðast hvert sem var í heiminum. Hann valdi siglingu með Norrænu. Til að geta staðið úti á þilfari og horft á kjalsogið. Katrín: Ég hef líka mjög gaman af því að standa úti í bát og horfa á kjalsogið og skoða öldurnar. Og ég verð alltaf jafn spennt yfir því hvort næsta alda verði kannski ótrúlega stór. Kannski þetta hafi allt saman eitthvað að gera með vatn. Jón: Já. Ég hef haft dellu fyrir hákörlum frá því ég var barn. Hún er reyndar aðeins að eldast af mér síðustu fimm árin. Katrín: Þetta er nú allt svolítið merkilegt því þegar bræður mínir skiptust á jólagjöfum síðustu jól var fræðibók um hákarla í öðrum pakkanum. Þeir hafa verið í einhverri hákarlastemningu undanfarið.Ágætu herramenn, þessi unga dama, væna mín …Síðustu misserin hafa einkennst af því að fólk er ósammála um eitthvað. Enda kosningar nýafstaðnar og mikið argaþras gengið yfir fjölmiðla, kaffistofur og bloggsíður. Fylgist þú með slíku maraþonkarpi Jón? Hver er hnyttnasti þingmaðurinn úr röðum andstæðinga að þínu mati, Katrín?Jón Gnarr: Mér finnst umræðan fremur leiðinleg. Fyrirsjáanleg og föst í sama formi. Kosningarnar núna runnu eiginlega saman við Eurovison. Þetta var bara í gangi og ég vissi af því þarna en ég hafði lítinn áhuga. Þetta er svipað og með umræður um fótbolta. Ég kinka kolli með – vil ekkert vera leiðinlegur – en ég næ ekki að tengja mig við þetta. Nema ef það er eitthvert fólk sem kemur fram og mér finnst áhugavert. Ég hef yfirleitt miklu fremur kosið fólk en flokka eða málefni. En sú hlið á pólitískri umræðu að gera lítið úr fólki finnst mér mjög leiðinleg. Þegar vitsmunalegum yfirburðum, yfirlæti eða hroka er beitt. Mér líður illa fyrir hönd þeirra sem sitja undir því. Og þar eru ýmsar lúmskar aðferðir notaðar, líkt og í trúarumræðunni, þegar gera á til dæmis lítið úr prestum, þá eru þeir kallaðir klerkar. Og bókstafstrúarmenn. Katrín: Það er hundleiðinlegt að lenda í umræðum sem snúast bara um það að grípa fram í og segja „væna mín“. Þarna eru frasar eins og: „Það er nú hálfhlægilegt að heyra þig segja þetta.“ Og þá segi ég á móti: „Þessi herramaður er náttúrulega …“ Þið skiljið. Það er lítið skemmtilegt þegar umræðurnar fara út í þetta. Jón Gnarr: Já, það er glatað þegar það er í lagi að vera vondur og ósvífinn og sá frekasti og ósvífnasti vinnur. Ég hef oft reynt að fara inn í pólitíkina, mætt hjá einhverjum pólitískum samtökum eða kynnt mér einhver ákveðin mál. En svo hef ég bara bakkað út úr því aftur. En ég hef samt mína pólitísku skoðun: Ég er anarkisti. Katrín: Það meikar alveg fullkominn sens. Jón Gnarr: Þegar við vorum með Tvíhöfða tókum við meðal annars pólitíkusa í viðtöl. Það kom mér verulega á óvart að sjá Steingrím J. Sigfússon og Davíð Oddsson spjalla saman um eitthvað á léttu nótunum. Ég hélt að pólitísku andstæðingarnir töluðust ekki við. Katrín: Ef svo væri ekki held ég að maður yrði bara eitthvað galinn. Að vera á vinnustað með 62 öðrum og þar af líkar manni illa við 57. Það væri mjög galið að vera bölvandi einn úti í horni. Og það finnst mér erfiðast þegar fólk fer í haminn að tala niður til andstæðinganna. Það á sjaldnast við, við þekkjumst flest nefnilega af góðu. En af hnyttnum andstæðingum segirðu. Mér finnst Bjarni Harðarson skemmtilegur, kannski af því að hann er bókakarl eins og ég. Jón Gnarr: Já, er hann nördinn þarna? Já, hann er svolítið skemmtilegur og hlýlegur.Friðarflokkur án hippafýluEn hvernig þingmaður heldurðu að Jón yrði, Kata – hvaða málaflokkum sérðu hann beita sér fyrir? Og hvernig útvarpsþáttum myndir þú vilja sjá Kötu stýra?Katrín: Afnotagjöld ríkissjónvarpsins. Er það ekki eitthvað sem þú hefur talað dálítið um? Jón Gnarr: Jú, rétt. Katrín: Einmitt, þú ert ekki mikið hrifinn af þeim. Ég sé alveg fyrir mér að Jón myndi flytja frumvarp um einkavæðingu RÚV og niðurfellingu afnotagjaldanna. En þar sem hann er anarkisti væri samt þversögn í sjálfu sér að hann væri þingmaður og ég sé Jón ekki í anda starfa sem flokkspólitískur þingmaður. Ég held að atkvæðagreiðslur gætu til dæmis orðið dálítið erfiðar fyrir flokkinn hans, sérstaklega ef naumur meirihluti væri fyrir hendi, því það væri engin leið að vita með hverju hann myndi greiða atkvæði. Maður sér enga sérstaka flokkslínu í skrifum hans. Jón Gnarr: Ég var á móti afnotagjöldum ríkissjónvarpsins því mér fannst RÚV hafa brugðist hlutverki sínu. En ef ég sé það svart á hvítu að ég sé að fá eitthvað fyrir peninginn minn er ég alveg til í að borga. Að miklu leyti var þetta svo líka af eigingjörnum og persónulegum ástæðum en ég fékk ekki vinnu hjá þeim. Katrín: Koma hundabeinin þar upp. Jón Gnarr: Já, ég var bitur út í RÚV. En ef ég færi á þing held ég að ég myndi beita mér fyrir kærleik og mannvirðingu. Katrín: Við Jón gætum fyllt flokk friðarsinna. Jón Gnarr: Já, ef það væru þá bara friðarsinnar því oft verða þeir svo pólitískir. En ég gæti verið í friðarflokki – án þess að það væri einhver hippaflokkur. Kannski anarkista-friðarflokkurinn? En útvarpsþátturinn hennar Katrínar yrði þáttur um íslenska fossa. Katrín: (dregur útvarpsröddina fram) „… og þarna heyrðum við í Seljalandsfossi. Höfum hér undanfarnar tíu mínútur verið að hlusta á hann. Og þetta var lóa sem heyrðist í þarna við hliðina á.“ En frábær hugmynd! Og svo væri getraun. Jón Gnarr: Já fossagetraun! Katrín: (útvarpskona áfram) ... „Nú heyrum við í þremur fossum, hlustendur góðir. Hvaða fossar eru þetta?“Sjálfstæðismenn ekki labbakútarMargir vilja meina að öll séum við haldin einhverjum fordómum. Meðan einhver hópur vill ekki sjá útlent vinnuafl hér á landi eru aðrir sem halda að vaxtarræktartröll séu með lambhagasalat í stað heila. Burðist þið sjálf með einhverja fordóma og þá af hvaða sort? Eru Íslendingar haldnir einhverjum áberandi fordómum?Jón Gnarr: Ég er algjörlega fordómalaus. Katrín: Gaman að þú segir það. Því það á algerlega við mig líka! Jón Gnarr: Nei, nei. Ég hef fordóma fyrir öllu sem fólk hefur fordóma fyrir og hef orðið uppvís að því. Ég hef fordóma gegn múslímum. Ég taldi mig ekki hafa þá en ég fór til London eftir sprengingarnar þar og í lestinni sem ég var í var ungur múslími með Nike-bakpoka og ég svitnaði í lófunum. Einu sinni var ég svo í hraðbanka á skuggalegum stað í Bandaríkjunum. Tveir stórir svertingjar komu og ég varð hræddur. Svertingjar, nótt = glæpamenn. Þeir buðu bara góða kvöldið og ekkert mál. Heilinn í okkur er bara svo magnað fyrirbæri að hann er byrjaður að tína inn upplýsingar og dæma áður en við komumst að sjálf. En ég hef vilja til að yfirstíga fordómana. Katrín: Ég held þetta sé rétt. Auðvitað er maður með hugmyndir fyrirfram. Maður hittir sjálfstæðismann og hugsar með mér að þetta sé einhver labbakútur. Þar til annað kemur á daginn. Og þá er maður snöggur að vilja skipta um skoðun. Það er t.d. til marks um mína fordóma að ég tala alltaf rosalega hátt við gamalt fólk – og skýrt. Jón Gnarr: Fólk fer líka oft að tala í þriðju persónu. Katrín: Ég geri það að vísu ekki en ég er alveg með það á hreinu að gamalt fólk sé heyrnarlaust og fer alltaf að æpa. Þar til mér er bent á að ég þurfi ekkert að standa þarna og æpa. Jón Gnarr: Það er einn mjög leiðinlegur fordómur sem hrjáir Íslendinga. Mjög lífseigur og andstyggilegur og hefur fengið að viðgangast hér áreitislaust en það eru fordómar gegn Grænlendingum. Eins og Grænlendingar séu óæðra fólk en við. Til dæmis er oft sagt frá því í blöðunum ef grænlenskir menn eru í bænum og eru fullir – og þá í gamansömum tón. Í blaði hefur fyrirsögnin „Grænlendingur réðist á mann“ verið notuð. Eins og Grænlendingur sé eitt og maður annað.Ekkert fyndið að kaupa bleiurTalandi um fyrirfram mótaðar hugmyndir um hvernig fólk er og á að vera. Er fólk ekkert að skipta sér af því hvernig opinberar persónur eins og alþingismenn klæða sig og koma fyrir? Verður þú vör við það, Katrín? Og skemmtikraftar eiga alltaf að vera að segja eitthvað fyndið. Líka í fermingarveislum og við kassann í Hagkaupum. Eða hvað?Jón: Mín grundvallarskoðun er sú að flestir séu ágætir og vilji vel. En svo getur fólk líka verið svolítið taktlaust. Ég hef til dæmis lent í því að vera staddur á spítala og ókunnugt fólk fer að hlæja og spyr mig hvort það sé eitthvert grín í gangi. Ég myndi aldrei fara að grínast í einhverjum sem staddur væri á spítala ef ég vissi ekki hvað hann væri að gera þar. Við svona aðstæður, þá, jú. Annars hefur þetta ekki stuðað mig mikið. Katrín: Líkt og með Spaugstofumenn til dæmis. Maður tekur stundum eftir því ef þeir eru að leika í alvarlegum leiksýningum. Þegar þeir koma inn á sviðið fer svona ákveðinn taugaveiklunarhlátur í gang. „Þarna kemur Siggi Sigurjóns … hehe“. Þegar það er kannski eitthvað svaka stofudrama í gangi. Jón Gnarr: Ég hef til dæmis lent í því þegar ég er kannski að hlaupa út í búð eftir bleium handa syni mínum að afgreiðsludaman springur úr hlátri. Að ég skuli koma og kaupa bleiur og vera að flýta mér er ofsa fyndið. Ég sætti mig alveg við það svo sem. En ég hef rekið mig á það hjá fólki að það heldur að ég sé fáviti og að ég fíflist út í eitt. Það sé til dæmis ofsalega gaman hjá fjölskyldu minni því þegar ég komi heim úr vinnunni haldi ég áfram að fíflast. Og börnin geti ekki einu sinni lært í friði fyrir fíflagangi í mér. Katrín: Ég held einmitt að grínistar séu svolítið að rífa úr sér hjartað: Þú lætur oft skína mest í hver þú ert með því hvernig þú grínast. Og það er oft heilmikil alvara á bak við grínið. Mér finnst grínistar oftast þurfa að gefa alveg ótrúlega mikið af sálinni af sér í grínið. Jón Gnarr: Það hefur einmitt alltaf farið í taugarnar á mér að vera kallaður skemmtikraftur. Mér finnst það hreinlega móðgandi. Ég lít á grín sem list. Og takmark mitt með minni list er að gefa hluta af mér í grínið og reyna einhvern veginn að vekja viðbrögð hjá fólki. Að hreyfa við því, fá það til að hugsa, vekja einhverjar tilfinningar og svo framvegis. Hlutverk skemmtikrafts finnst mér aftur á móti alls ekki vera að vekja einhverjar hugsarnir hjá fólki heldur mun frekar að láta því líða einhvern veginn „melló“. Þetta er svipað og að bera saman djass og lyftutónlist. Katrín: En varðandi klæðaburðinn þá hugsa ég að það séu einfaldlega gerðar meiri kröfur á kvenmenn en karlmenn að líta vel út. Og þá ekkert meira í pólitík. Það er almennt bara eitthvað sem maður verður var við sem kona. En fari maður í pólitík er maður svolítið búinn að opna dyrnar fyrir því að fólk leyfi sér að segja ýmislegt við mann. Ég fæ reglulega athugasemdir frá ókunnugu fólki. Það er til dæmis sagt við mig að ég mætti brosa aðeins minna. Tala minna með höndunum. Fólk lætur bara vaða. En þetta stuðar mig ekkert. Svo fær maður líka jákvæð viðbrögð. Fólk hefur bara skoðun á þessu sem öðru.
Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira