Hlustun mikilvæg 22. maí 2007 04:00 Fólk með minnissjúkdóm upplifir sig smám saman missa tengsl við umhverfið. Líðan sjúklinga með Alzheimer er efni opins fyrirlesturs sem hefst kl. 15 í dag á 1. hæð að Eiríksgötu 34. „Hlustað á rödd einstaklings með minnissjúkdóm“ er yfirskrift fyrirlesturs fræðimannanna Ann Bossen og Janet Specht frá Iowa-háskóla. Þær Ann og Janet fjalla meðal annars um niðurstöður úr nýlegum rannsóknum sem gerðar hafa verið á sjúklingum á fyrri stigum Alzheimersjúkdómsins. Þar eru skoðuð atriði eins og frumkvæði, skilningur, líkamsþjálfun og lífsstíll, félagslegt umhverfi, endurhæfing minnis og þekkingaröflun. Einnig munu þær skýra frá aðferðum sem hvetja til aukinnar virkni og þátttöku einstaklinga með Alzheimer í daglegu lífi og tengja umræðuna við menntun og rannsóknir á fræðasviðinu. Fyrirlesturinn verður í dag í stofu 101 á 1. hæð í Eirbergi, Eiríksgötu 34, milli kl. 15 og 16.30. Hann er á ensku og allir eru velkomnir. Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið
Líðan sjúklinga með Alzheimer er efni opins fyrirlesturs sem hefst kl. 15 í dag á 1. hæð að Eiríksgötu 34. „Hlustað á rödd einstaklings með minnissjúkdóm“ er yfirskrift fyrirlesturs fræðimannanna Ann Bossen og Janet Specht frá Iowa-háskóla. Þær Ann og Janet fjalla meðal annars um niðurstöður úr nýlegum rannsóknum sem gerðar hafa verið á sjúklingum á fyrri stigum Alzheimersjúkdómsins. Þar eru skoðuð atriði eins og frumkvæði, skilningur, líkamsþjálfun og lífsstíll, félagslegt umhverfi, endurhæfing minnis og þekkingaröflun. Einnig munu þær skýra frá aðferðum sem hvetja til aukinnar virkni og þátttöku einstaklinga með Alzheimer í daglegu lífi og tengja umræðuna við menntun og rannsóknir á fræðasviðinu. Fyrirlesturinn verður í dag í stofu 101 á 1. hæð í Eirbergi, Eiríksgötu 34, milli kl. 15 og 16.30. Hann er á ensku og allir eru velkomnir.
Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið