Hálfvitar 7. júní 2007 00:01 Þegar allt kemur til alls og kjarninn hefur verið skilinn frá hisminu blasir við einföld skýring á flest öllum vandræðum heimsins: Það er of mikið til af hálfvitum. Þessari staðreynd er þó alltof sjaldan haldið á lofti og allskyns vitleysa borin á borð í staðinn, oftast margtuggin pólitískt rétt froða sem gerir engum gott og dreifir bara athyglinni frá því sem blasir við öllu almennilegu fólki: Það er of mikið til af hálfvitum. Því var ákaflega þakklátt og hressandi þegar fulli hálfvitinn sem stökk inn á fótboltaleikinn í Danmörku og sló til dómarans með þeim afleiðingum að Svíum var dæmdur sigurinn var kallaður í blöðunum nákvæmlega það sem hann er: Hálfviti. Reyndar var hann bara kallaður hálfviti í dönsku blöðunum, og kannski bara þeim gulustu, og ef fullur hálfviti hefði stokkið inn á Laugardalsvöll með sömu afleiðingum er líklegast að hann hefði ekki verið kallaður hálfviti í íslenskum fjölmiðlum, heldur drukkinn einstaklingur, ógæfumaður, eða í besta falli vitleysingur. Venjulegir hálfvitar verða sýnu hættulegri séu þeir fullir, og fullir hálfvitar eru á bakvið allar ofbeldisfréttir sem fylla fjölmiðla eftir helgar. Ef fréttir væru sagðar á mannamáli án froðuslikjunnar væru fyrirsagnirnar svona: „Fullir hálfvitar lömdu mann til óbóta á Laugavegi", „Fullur hálfviti hætti lífi og limum fólks með ofsaakstri" eða „Fullir hálfvitar eyðilögðu 80 bíla fyrir framan sjúkrahús að gamni sínu". Lítið virðist ganga að slá á hálfvitaskap fullra íslenskra hálfvita, enda er þeim hleypt jafnóðum út og þeir hafa sofið úr sér. Ég leyfi mér því að benda Birni og Stefáni á leið til að hamla gegn hálfvitaskapnum: Gapastokkum á Arnarhóli. Líklega kæmi þó allt fyrir ekki og það myndi fljótlega þykja töff að fara í gapastokkinn, á sama hátt og það eru viðurkennd töffheit í hópum hálfvita að haga sér eins og hálfviti. Hálfvitar í gapastokkum yrðu brátt vinsælasta efnið á netinu næst á eftir fullum stelpuhálfvitum í sleik. En hálfvitar þurfa alls ekki að vera fullir til að láta til sín taka í ruglinu. Allsstaðar þar sem mannskæð átök ríkja eru hálfvitar að verki stútfullir af ýmisskonar hálfvitaskap: trúarhita, græðgi, fordómum og rugli. Hálfvitaskapurinn virðist hafa fest sig í sessi og mun bara aukast eftir því sem við færumst nær endalokum tegundarinnar. Nema svo ótrúlega vilji til að fólk hætti bara þessum hálfvitaskap. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Sniðgangan á Rapyd slær öll met Björn B. Björnsson Skoðun Frá Írak til Gaza: Hvað höfum við lært af lygunum og stríðsbröltinu? Helen Ólafsdóttir Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Þegar allt kemur til alls og kjarninn hefur verið skilinn frá hisminu blasir við einföld skýring á flest öllum vandræðum heimsins: Það er of mikið til af hálfvitum. Þessari staðreynd er þó alltof sjaldan haldið á lofti og allskyns vitleysa borin á borð í staðinn, oftast margtuggin pólitískt rétt froða sem gerir engum gott og dreifir bara athyglinni frá því sem blasir við öllu almennilegu fólki: Það er of mikið til af hálfvitum. Því var ákaflega þakklátt og hressandi þegar fulli hálfvitinn sem stökk inn á fótboltaleikinn í Danmörku og sló til dómarans með þeim afleiðingum að Svíum var dæmdur sigurinn var kallaður í blöðunum nákvæmlega það sem hann er: Hálfviti. Reyndar var hann bara kallaður hálfviti í dönsku blöðunum, og kannski bara þeim gulustu, og ef fullur hálfviti hefði stokkið inn á Laugardalsvöll með sömu afleiðingum er líklegast að hann hefði ekki verið kallaður hálfviti í íslenskum fjölmiðlum, heldur drukkinn einstaklingur, ógæfumaður, eða í besta falli vitleysingur. Venjulegir hálfvitar verða sýnu hættulegri séu þeir fullir, og fullir hálfvitar eru á bakvið allar ofbeldisfréttir sem fylla fjölmiðla eftir helgar. Ef fréttir væru sagðar á mannamáli án froðuslikjunnar væru fyrirsagnirnar svona: „Fullir hálfvitar lömdu mann til óbóta á Laugavegi", „Fullur hálfviti hætti lífi og limum fólks með ofsaakstri" eða „Fullir hálfvitar eyðilögðu 80 bíla fyrir framan sjúkrahús að gamni sínu". Lítið virðist ganga að slá á hálfvitaskap fullra íslenskra hálfvita, enda er þeim hleypt jafnóðum út og þeir hafa sofið úr sér. Ég leyfi mér því að benda Birni og Stefáni á leið til að hamla gegn hálfvitaskapnum: Gapastokkum á Arnarhóli. Líklega kæmi þó allt fyrir ekki og það myndi fljótlega þykja töff að fara í gapastokkinn, á sama hátt og það eru viðurkennd töffheit í hópum hálfvita að haga sér eins og hálfviti. Hálfvitar í gapastokkum yrðu brátt vinsælasta efnið á netinu næst á eftir fullum stelpuhálfvitum í sleik. En hálfvitar þurfa alls ekki að vera fullir til að láta til sín taka í ruglinu. Allsstaðar þar sem mannskæð átök ríkja eru hálfvitar að verki stútfullir af ýmisskonar hálfvitaskap: trúarhita, græðgi, fordómum og rugli. Hálfvitaskapurinn virðist hafa fest sig í sessi og mun bara aukast eftir því sem við færumst nær endalokum tegundarinnar. Nema svo ótrúlega vilji til að fólk hætti bara þessum hálfvitaskap.
Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun