Tvær hliðar á sama peningi 11. júní 2007 06:15 Fréttir af nauðgunum eða nauðgunartilraunum, eins og þeirri sem átti sér stað í miðbæ Reykjavíkur um helgina, valda bæði ónotum og reiði. Ofbeldið virðist fara vaxandi í borginni og nauðganir og nauðgunartilraunir á götum úti verða stöðugt algengari. Umfjöllun tímaritsins Ísafoldar um meint vændi í tengslum við tiltekinn nektardansstað hefur ýtt af stað umræðu um þá starfsemi sem fram fer á slíkum stöðum og í tengslum við þá. Það sem einkennt hefur umræðuna er að orð standa gegn orði en samkvæmt umfjöllun Ísafoldar fer fram á staðnum ólögleg starfsemi, glæpastarfsemi. Ekki er annað hægt en að spyrja sig að því hvers vegna svona erfitt er að rannsaka þessa meintu glæpi. Hvers vegna stendur orð gegn orði varðandi meinta ölöglega starfsemi á nektardansstöðum? Væri ekki lögreglunni í lófa lagið að rannsaka hvort ólögleg starfsemi fer þar fram eða ekki ef áhugi og vilji væri fyrir hendi? Leitað er ýmissa leiða í viðleitni lögreglu til að komast á snoðir um og rannsaka fíkniefnabrot, svo dæmi sé tekið, en þegar kemur að meintum brotum sem snúa að kynlífsiðnaði og hugsanlegu vændi er ráðaleysið algert. Samt hlýtur það að vera hagur allra að málin séu til lykta leidd, ekki síst dansstaðanna sjálfra, að því gefnu að öll starfsemi þeirra sé lögleg eins og forráðamenn þeirra halda fram. Á athyglisverðri ráðstefnu sem Kvenréttindafélag Íslands gekkst fyrir í síðustu viku komu fram ólík sjónarmið varðandi vændi. Rosy Weiss, sem er forseti alþjóðlegra regnhlífarsamtaka kvenréttindafélaga, setti fram það sjónarmið að vændi væri eins og hver annar atvinnuvegur þangað til ofbeldi kæmi til sögunnar. Þá má vissulega spyrja sig þeirrar spurningar hvenær kaup á því að svala kynhvöt sinni gegn greiðslu sé ekki ofbeldi. Rachael Lorna Johnstone, lektor við Háskólann á Akureyri, telur að til þess að takast á við vændi þurfi að takast á við þær aðstæður sem konur sem ástunda vændi eru að flýja og eru hugsanlega enn verri en vændið. Óhætt er að taka undir það sjónarmið, án þess þó að það þýði að ekki eigi að takast á við vændið sjálft. Johnstone benti einnig á að konur, eða öllu heldur einstaklingar, konur, karlar og börn sem stunda vændi, eru ólíkir einstaklingar með ólíkan bakgrunn, sögu og reynslu. Það breytir því þó ekki að um hópa fólks sem eiga tiltekna hluti sameiginlega er að einhverju leyti hægt að fjalla sem hóp, rétt eins og fjallað er um einstaka starfshópa eða fólk sem á sameiginlegt að hafa tiltekinn sjúkdóm. Umhugsunarverð er tillaga Katrínar Önnu Guðmundsdóttur, fyrrverandi talskonu Feministafélagsins, að skilgreiningu á vændi. Hún er á þá leið að vændi sé að selja nauðgun. Kannski hittir Katrín Anna einmitt naglann á höfuðið. Ljóst er að minnsta kosti að nauðsynlegt er að halda áfram virkri og opinni umræðu um birtingarmyndir kynbundins ofbeldis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun
Fréttir af nauðgunum eða nauðgunartilraunum, eins og þeirri sem átti sér stað í miðbæ Reykjavíkur um helgina, valda bæði ónotum og reiði. Ofbeldið virðist fara vaxandi í borginni og nauðganir og nauðgunartilraunir á götum úti verða stöðugt algengari. Umfjöllun tímaritsins Ísafoldar um meint vændi í tengslum við tiltekinn nektardansstað hefur ýtt af stað umræðu um þá starfsemi sem fram fer á slíkum stöðum og í tengslum við þá. Það sem einkennt hefur umræðuna er að orð standa gegn orði en samkvæmt umfjöllun Ísafoldar fer fram á staðnum ólögleg starfsemi, glæpastarfsemi. Ekki er annað hægt en að spyrja sig að því hvers vegna svona erfitt er að rannsaka þessa meintu glæpi. Hvers vegna stendur orð gegn orði varðandi meinta ölöglega starfsemi á nektardansstöðum? Væri ekki lögreglunni í lófa lagið að rannsaka hvort ólögleg starfsemi fer þar fram eða ekki ef áhugi og vilji væri fyrir hendi? Leitað er ýmissa leiða í viðleitni lögreglu til að komast á snoðir um og rannsaka fíkniefnabrot, svo dæmi sé tekið, en þegar kemur að meintum brotum sem snúa að kynlífsiðnaði og hugsanlegu vændi er ráðaleysið algert. Samt hlýtur það að vera hagur allra að málin séu til lykta leidd, ekki síst dansstaðanna sjálfra, að því gefnu að öll starfsemi þeirra sé lögleg eins og forráðamenn þeirra halda fram. Á athyglisverðri ráðstefnu sem Kvenréttindafélag Íslands gekkst fyrir í síðustu viku komu fram ólík sjónarmið varðandi vændi. Rosy Weiss, sem er forseti alþjóðlegra regnhlífarsamtaka kvenréttindafélaga, setti fram það sjónarmið að vændi væri eins og hver annar atvinnuvegur þangað til ofbeldi kæmi til sögunnar. Þá má vissulega spyrja sig þeirrar spurningar hvenær kaup á því að svala kynhvöt sinni gegn greiðslu sé ekki ofbeldi. Rachael Lorna Johnstone, lektor við Háskólann á Akureyri, telur að til þess að takast á við vændi þurfi að takast á við þær aðstæður sem konur sem ástunda vændi eru að flýja og eru hugsanlega enn verri en vændið. Óhætt er að taka undir það sjónarmið, án þess þó að það þýði að ekki eigi að takast á við vændið sjálft. Johnstone benti einnig á að konur, eða öllu heldur einstaklingar, konur, karlar og börn sem stunda vændi, eru ólíkir einstaklingar með ólíkan bakgrunn, sögu og reynslu. Það breytir því þó ekki að um hópa fólks sem eiga tiltekna hluti sameiginlega er að einhverju leyti hægt að fjalla sem hóp, rétt eins og fjallað er um einstaka starfshópa eða fólk sem á sameiginlegt að hafa tiltekinn sjúkdóm. Umhugsunarverð er tillaga Katrínar Önnu Guðmundsdóttur, fyrrverandi talskonu Feministafélagsins, að skilgreiningu á vændi. Hún er á þá leið að vændi sé að selja nauðgun. Kannski hittir Katrín Anna einmitt naglann á höfuðið. Ljóst er að minnsta kosti að nauðsynlegt er að halda áfram virkri og opinni umræðu um birtingarmyndir kynbundins ofbeldis.
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun