Lífskraftur unglinga 13. júní 2007 04:45 Arnar Grant og Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir halda áfram með námskeiðið Lífskraftur í sumar. Í gær hófst námskeiðið Lífskraftur þriðja sumarið í röð en það eru hin kraftmiklu Arnar Grant og Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir sem standa að námskeiðinu. „Við bætum einhverju við í hvert skipti og erum einmitt búin að setja upp heimasíðu núna, lifskraftar.is. Þar erum við búin að setja inn fjölda mynda frá fyrri námskeiðum auk upplýsinga um námskeiðahaldið og þar er einnig hægt að skrá sig til þátttöku,“ segir Arnar og bætir því við að námskeiðin standi í tvær vikur í senn, alla virka daga. „Krakkarnir mæta alltaf í anddyri Lauga og síðan förum við í alls konar leiki og æfingar en námskeiðið byggist upp á heilsusamlegum lífsstíl sem leiðir til hreysti og vellíðunar,“ segir Arnar og bætir við: „Unglingarnir kynnast réttri og skemmtilegri hreyfingu, hollu mataræði og læra að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum.“ Allir krakkar sem voru að ljúka 6. 7. og 8. bekk eru velkomnir á námskeiðin sem hafa mælst vel fyrir undanfarin tvö ár. „Það er mikil útivist á námskeiðunum. Við förum í fjallgöngu, hjólaferð, golf, reiðtúr, sund, fótbolta og margt fleira sem tengist hreyfingu og heilbrigðum lífsstíl,“ segir Arnar og bætir því við að í lok hvers námskeiðs séu krakkarnir verðlaunaðir sem hafa stundað námskeiðið af fullum krafti og áhuga. Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið
Í gær hófst námskeiðið Lífskraftur þriðja sumarið í röð en það eru hin kraftmiklu Arnar Grant og Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir sem standa að námskeiðinu. „Við bætum einhverju við í hvert skipti og erum einmitt búin að setja upp heimasíðu núna, lifskraftar.is. Þar erum við búin að setja inn fjölda mynda frá fyrri námskeiðum auk upplýsinga um námskeiðahaldið og þar er einnig hægt að skrá sig til þátttöku,“ segir Arnar og bætir því við að námskeiðin standi í tvær vikur í senn, alla virka daga. „Krakkarnir mæta alltaf í anddyri Lauga og síðan förum við í alls konar leiki og æfingar en námskeiðið byggist upp á heilsusamlegum lífsstíl sem leiðir til hreysti og vellíðunar,“ segir Arnar og bætir við: „Unglingarnir kynnast réttri og skemmtilegri hreyfingu, hollu mataræði og læra að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum.“ Allir krakkar sem voru að ljúka 6. 7. og 8. bekk eru velkomnir á námskeiðin sem hafa mælst vel fyrir undanfarin tvö ár. „Það er mikil útivist á námskeiðunum. Við förum í fjallgöngu, hjólaferð, golf, reiðtúr, sund, fótbolta og margt fleira sem tengist hreyfingu og heilbrigðum lífsstíl,“ segir Arnar og bætir því við að í lok hvers námskeiðs séu krakkarnir verðlaunaðir sem hafa stundað námskeiðið af fullum krafti og áhuga.
Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið