Aflamarkskerfið í uppnámi 23. júní 2007 06:00 Lái mér hver sem vill, en ég hef lengi undrast þann lofsöng sem sunginn hefur verið um fiskveiðistjórnunarkerfi okkar Íslendinga. Fræðimenn í hagfræði, hagsmunaðilar í sjávarútvegi, stjórnmálamenn í valdastólum, hafa um árabil lofað og prísað aflamarkskerfið, sem á að hafa komið skikki á útgerð og fiskveiðar og leitt af sér hagræðingu í greininni með því að innleiða markaðstorg hins frjálsa framsals kvótans. Það þýðir víst lítið að fjargviðrast lengur út af þeirri glópsku þegar fiskurinn í sjónum var gefinn útgerðinni. Það verður ekki aftur tekið, nema með þeim fórnum að þjóðin borgi fyrir að endurheimta það sem hún afhenti ókeypis. En hvernig hefur þetta kerfið virkað? Þorskstofninn er að fjara út og er nú í sögulegu lágmarki. Skuldir útgerðarinnar eru meiri en nokkru sinni fyrr. Og sjávarplássunum blæðir út. Allir vita að brottkast viðgengst í stórum stíl. Svindlað er við löndun framhjá kerfinu og hið frjálsa markaðskerfi hefur það í för með sér að útgerð og fiskvinnsla er færð til milli staða og byggðarlaga, án nokkurrar samfélagslegrar ábyrgðar. Hversvegna skyldi byggð hafa myndaðst og þróast í sjávarplássum og þorpum fyrir vestan og norðan og austan? Hversvegna settist fólk að á þessum stöðum, afskekktum og einangruðum, nema vegna þess að þaðan var og er stutt á gjöful miðin. Þar var fiskurinn lifibrauðið vegna þess að þar var ekkert annað að hafa. Þetta vita allir og blasir við. Og nú þegar kvótinn er seldur frá þessum landssvæðum samkvæmt duttlungum hinnar svokölluðu arðsemi stendur fólkið ráðalaust eftir. Og það má helst ekki tala um það. Óábyrgt tal, segja útgerðarmenn með vanþóknun, rétt eins og þetta komi engum við nema þeim einum. Einhver kann að spyrja hvort þetta geri nokkuð til? Hvað eigi líka að vera púkka upp á staði þar sem nokkur hundruð manneskjur (sem núna eru að mestu útlendingar), treina fram lífið, sennilega mest út af því að íbúarnir geta ekki selt verðlausar húseignir sínar. Nema auðvitað útgerðaraðallinn, sem selur kvótann sinn og hverfur til Kanarí með gróðann.Mæli þeir manna heilastirEn er þetta svona einfalt? Á bara að láta skeika sköpuðu og leyfa þeim að fara sem fara vilja. Fara burt, fara á hausinn, fara norður og niður? Er Ísland bara höfuðborgarsvæðið? Eru Íslendingar svo ofurseldir markaðslögmálum og sérhagsmunum að þeim komi það ekki við að hér sé rekið fiskveiðistjórnunarkerfi sem grefur jafnt undan mannfólkinu, byggðunum sem fiskistofnunum?Þetta hefur mistekist, segir Einar Oddur. Þetta gengur ekki lengur, segir Sturla. Fiskveiðikerfið er ekki gallalaust, segir Geir. Mæli þeir manna heilastir. Það er gott og það er heiðarlegt, þegar mennirnir, sem bera ábyrgð á þessu kerfi, viðurkenna og horfast í augu við þá staðreynd að þetta hefur allt mistekist. Og hvers vegna hefur það mistekist? Vegna þess að innbyggt lögmál þessa svokallaða "frjálsa" kerfis er að taka ekki tillit til hins félagslega þáttar, virðir ekki samfélagslega ábyrgð og býður raunar upp á það að fiskurinn og kvótinn og atvinnan fari frá þeim byggðarlögum sem byggja afkomu sína og tilveru á þessum sama fiski. Það er þetta sem er að gerast og það er þess vegna sem Einar Oddur segir nú að "við verðum að endurskoða allt kerfið frá grunni". Kvótakerfið er í uppnámi, þorskstofninn að minnka og sjávarbyggðirnar að leggjast í rúst.Auðlind til skiptannaÉg ætla ekki að eltast við sökudólga og ég ætla ekki að slá mér á brjóst og hrópa: sagði ég ekki. En ég ætla að vona að mönnum sé ennþá leyfilegt að segja hug sinn og tala málefnalega um þetta risavaxna vandamál. Undirritaður er ekki með neinar patentlausnir í handraðanum en sjávarútvegurinn skiptir ennþá máli og fiskveiðistjórnin er ekki einkamál fámennrar stéttar útgerðarmanna.Við berum öll samfélagslega ábyrgð og skyldu og þegar það blasir við öllum að í hrein óefni er komið, þegar fiskistofnarnir eru í útrýmingarhættu og sjávarplássin tærast upp, hvað er þá eðlilegra en að augu manna beinist að fiskveiðistjórnarkerfinu sjálfu? Auðlindin í hafinu, fiskurinn í sjónum er til skiptanna, að minnsta kosti ennþá og meðan svo er, eigum við að deila þeirri auðlind út frá öðrum forsendum en þeim einum sem þóknast sérhagsmunum og stundargróða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór
Lái mér hver sem vill, en ég hef lengi undrast þann lofsöng sem sunginn hefur verið um fiskveiðistjórnunarkerfi okkar Íslendinga. Fræðimenn í hagfræði, hagsmunaðilar í sjávarútvegi, stjórnmálamenn í valdastólum, hafa um árabil lofað og prísað aflamarkskerfið, sem á að hafa komið skikki á útgerð og fiskveiðar og leitt af sér hagræðingu í greininni með því að innleiða markaðstorg hins frjálsa framsals kvótans. Það þýðir víst lítið að fjargviðrast lengur út af þeirri glópsku þegar fiskurinn í sjónum var gefinn útgerðinni. Það verður ekki aftur tekið, nema með þeim fórnum að þjóðin borgi fyrir að endurheimta það sem hún afhenti ókeypis. En hvernig hefur þetta kerfið virkað? Þorskstofninn er að fjara út og er nú í sögulegu lágmarki. Skuldir útgerðarinnar eru meiri en nokkru sinni fyrr. Og sjávarplássunum blæðir út. Allir vita að brottkast viðgengst í stórum stíl. Svindlað er við löndun framhjá kerfinu og hið frjálsa markaðskerfi hefur það í för með sér að útgerð og fiskvinnsla er færð til milli staða og byggðarlaga, án nokkurrar samfélagslegrar ábyrgðar. Hversvegna skyldi byggð hafa myndaðst og þróast í sjávarplássum og þorpum fyrir vestan og norðan og austan? Hversvegna settist fólk að á þessum stöðum, afskekktum og einangruðum, nema vegna þess að þaðan var og er stutt á gjöful miðin. Þar var fiskurinn lifibrauðið vegna þess að þar var ekkert annað að hafa. Þetta vita allir og blasir við. Og nú þegar kvótinn er seldur frá þessum landssvæðum samkvæmt duttlungum hinnar svokölluðu arðsemi stendur fólkið ráðalaust eftir. Og það má helst ekki tala um það. Óábyrgt tal, segja útgerðarmenn með vanþóknun, rétt eins og þetta komi engum við nema þeim einum. Einhver kann að spyrja hvort þetta geri nokkuð til? Hvað eigi líka að vera púkka upp á staði þar sem nokkur hundruð manneskjur (sem núna eru að mestu útlendingar), treina fram lífið, sennilega mest út af því að íbúarnir geta ekki selt verðlausar húseignir sínar. Nema auðvitað útgerðaraðallinn, sem selur kvótann sinn og hverfur til Kanarí með gróðann.Mæli þeir manna heilastirEn er þetta svona einfalt? Á bara að láta skeika sköpuðu og leyfa þeim að fara sem fara vilja. Fara burt, fara á hausinn, fara norður og niður? Er Ísland bara höfuðborgarsvæðið? Eru Íslendingar svo ofurseldir markaðslögmálum og sérhagsmunum að þeim komi það ekki við að hér sé rekið fiskveiðistjórnunarkerfi sem grefur jafnt undan mannfólkinu, byggðunum sem fiskistofnunum?Þetta hefur mistekist, segir Einar Oddur. Þetta gengur ekki lengur, segir Sturla. Fiskveiðikerfið er ekki gallalaust, segir Geir. Mæli þeir manna heilastir. Það er gott og það er heiðarlegt, þegar mennirnir, sem bera ábyrgð á þessu kerfi, viðurkenna og horfast í augu við þá staðreynd að þetta hefur allt mistekist. Og hvers vegna hefur það mistekist? Vegna þess að innbyggt lögmál þessa svokallaða "frjálsa" kerfis er að taka ekki tillit til hins félagslega þáttar, virðir ekki samfélagslega ábyrgð og býður raunar upp á það að fiskurinn og kvótinn og atvinnan fari frá þeim byggðarlögum sem byggja afkomu sína og tilveru á þessum sama fiski. Það er þetta sem er að gerast og það er þess vegna sem Einar Oddur segir nú að "við verðum að endurskoða allt kerfið frá grunni". Kvótakerfið er í uppnámi, þorskstofninn að minnka og sjávarbyggðirnar að leggjast í rúst.Auðlind til skiptannaÉg ætla ekki að eltast við sökudólga og ég ætla ekki að slá mér á brjóst og hrópa: sagði ég ekki. En ég ætla að vona að mönnum sé ennþá leyfilegt að segja hug sinn og tala málefnalega um þetta risavaxna vandamál. Undirritaður er ekki með neinar patentlausnir í handraðanum en sjávarútvegurinn skiptir ennþá máli og fiskveiðistjórnin er ekki einkamál fámennrar stéttar útgerðarmanna.Við berum öll samfélagslega ábyrgð og skyldu og þegar það blasir við öllum að í hrein óefni er komið, þegar fiskistofnarnir eru í útrýmingarhættu og sjávarplássin tærast upp, hvað er þá eðlilegra en að augu manna beinist að fiskveiðistjórnarkerfinu sjálfu? Auðlindin í hafinu, fiskurinn í sjónum er til skiptanna, að minnsta kosti ennþá og meðan svo er, eigum við að deila þeirri auðlind út frá öðrum forsendum en þeim einum sem þóknast sérhagsmunum og stundargróða.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun