Bláir skuggar í Hafnarborg 28. júní 2007 06:30 Heimkynni eftir Kjell Nupen. Norski málarinn Kjell Nupen opnar sýningu á málverkum og grafíkverkum í Hafnarborg í Hafnarfirði í dag. Sýningin er farandsýning sem hefur göngu sína hér en fer síðan til þriggja annarra safna: Safnsins á Haugum í Vestfold í Noregi, Safns trúarlegrar listar og Kastrupgaard-safnsins í Danmörku. Ferðalagið er styrkt af norska sendiráðinu í Kaupmannahöfn og Norræna menningarsjóðnum. Ferðalagið á þessu úrvali af verkum úr eigu safna og safnara eftir Kjell stafar af áhuga listamannsins og margra annarra í norrænum myndlistarheimi að tengsl séu efld milli landanna með myndarlegum hætti. Kjell Nupen hefur verið áberandi í norsku myndlistarlífi um árabil. Hann er á svipuðu reki og margir þeir málarar norrænir sem þessa dagana eru í hvað mestum gangi: Hann fæddist 1955, var kornungur er hann lagði á braut myndlistarinnar. Hann stundaði nám, í upphafi fyrir mistök í Statens Kunstakademi í Osló og framhaldsnám á þeim hræringarmiklu tímum skömmu eftir 1968 í akademíunni í Dusseldorf þar sem Gerhard Richter, einn virtasti málari Þýskalands, var aðalkennari hans. Joseph Beuys réði ríkjum í akademíunni í raun þó hann væri hættur þar vegna ágreinings við yfirvöld um stefnu. Þetta var í þann tíma sem Beuys kallaði Dieter Roth til starfa í Dusseldorf þótt ekki yrði úr. Tímabilið var síðar kallað blýárin. Andinn í samfélaginu einkenndist af einstefnu andófs og andstöðu með harkalegu pólitísku þvargi og hermdarverkum hópa á borð við Baader Meinhof. Þegar fyrir Þýskalandsdvölina var Nupen búinn að ákvarða að málverkið væri sinn miðill þó hann tæki af fullum krafti þátt í hinni miklu grafík-sprengju sem hófst í Evrópu upp úr 1960 og hafði ekki aðeins pólitískt inntak í vali á myndefnum heldur líka það erindi að koma ódýrari myndlist á framfæri við almenning. Hann hefur æ síðan unnið í grafík, en málverkið er hans helsti miðill þó hann hafi víða komið við: leirmunir, skúlptúrar og gler og grjót eru honum einnig töm efni. Hann var verðlaunaður fyrir grafíkverk sín á messunni í Baaden Baaden 1982. Kjell og kona hans, óperusöngkonan Aino Ilkama, sneru aftur til heimabæjar hans, Kristjánssands, 1978 til fastrar búsetu. Áttundi áratugurinn var honum drjúgur til ferða: Feneyjar, suðurhluti Bandaríkjanna með sínum sterka litaheimi, Miðjarðarhaf á skútu: heim sneri hann með enn sterkari litarvitund og myndheim sem var laus úr viðjum samfélagslegra átaka. Verkin á sýningunni í Hafnarborg eru á fimmta tuginn og spanna tímabilið frá ferðaárunum til dagsins í dag. Í Kristjánssandi sá Kjell Nupen ungur sýningu á verkum Edwards Munch og þau kölluðu hann til myndlistarinnar. Í mörgum verka hans verður endurminning frá Munch enda áleitin. Dökkir fletir í margbreytilegu ljósbroti hins norræna rökkurs umlykja sterkan bláan lit sem verður í málun hans áþreifanlegt kvöldhúm. Myndheimur Nupen stendur undarlega nálægt íslensku sinni: áhugamenn um myndlist og þá einkum tilveru málverksins geta því glaðst að hann skuli loksins drepa hér niður og kynna feril sinn í verkunum fimmtíu. Sýningin er opnuð í dag og stendur til 5. ágúst. Aðgangur á sýningar í Hafnarborg er fjáls öllum í boði Glitnis. Þar er til sölu vegleg bók um feril listamannsins skreytt fjölda mynda. Hún er gefin út í samprenti á íslensku, dönsku og norsku og lýtur ritstjórn Dagmar Warming og er gefin út í samstarfi við helsta gallerí Nupen, Galleri NB í Víborg. Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Uppskriftir Linda Nolan látin Lífið Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Lífið Fleiri fréttir „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Norski málarinn Kjell Nupen opnar sýningu á málverkum og grafíkverkum í Hafnarborg í Hafnarfirði í dag. Sýningin er farandsýning sem hefur göngu sína hér en fer síðan til þriggja annarra safna: Safnsins á Haugum í Vestfold í Noregi, Safns trúarlegrar listar og Kastrupgaard-safnsins í Danmörku. Ferðalagið er styrkt af norska sendiráðinu í Kaupmannahöfn og Norræna menningarsjóðnum. Ferðalagið á þessu úrvali af verkum úr eigu safna og safnara eftir Kjell stafar af áhuga listamannsins og margra annarra í norrænum myndlistarheimi að tengsl séu efld milli landanna með myndarlegum hætti. Kjell Nupen hefur verið áberandi í norsku myndlistarlífi um árabil. Hann er á svipuðu reki og margir þeir málarar norrænir sem þessa dagana eru í hvað mestum gangi: Hann fæddist 1955, var kornungur er hann lagði á braut myndlistarinnar. Hann stundaði nám, í upphafi fyrir mistök í Statens Kunstakademi í Osló og framhaldsnám á þeim hræringarmiklu tímum skömmu eftir 1968 í akademíunni í Dusseldorf þar sem Gerhard Richter, einn virtasti málari Þýskalands, var aðalkennari hans. Joseph Beuys réði ríkjum í akademíunni í raun þó hann væri hættur þar vegna ágreinings við yfirvöld um stefnu. Þetta var í þann tíma sem Beuys kallaði Dieter Roth til starfa í Dusseldorf þótt ekki yrði úr. Tímabilið var síðar kallað blýárin. Andinn í samfélaginu einkenndist af einstefnu andófs og andstöðu með harkalegu pólitísku þvargi og hermdarverkum hópa á borð við Baader Meinhof. Þegar fyrir Þýskalandsdvölina var Nupen búinn að ákvarða að málverkið væri sinn miðill þó hann tæki af fullum krafti þátt í hinni miklu grafík-sprengju sem hófst í Evrópu upp úr 1960 og hafði ekki aðeins pólitískt inntak í vali á myndefnum heldur líka það erindi að koma ódýrari myndlist á framfæri við almenning. Hann hefur æ síðan unnið í grafík, en málverkið er hans helsti miðill þó hann hafi víða komið við: leirmunir, skúlptúrar og gler og grjót eru honum einnig töm efni. Hann var verðlaunaður fyrir grafíkverk sín á messunni í Baaden Baaden 1982. Kjell og kona hans, óperusöngkonan Aino Ilkama, sneru aftur til heimabæjar hans, Kristjánssands, 1978 til fastrar búsetu. Áttundi áratugurinn var honum drjúgur til ferða: Feneyjar, suðurhluti Bandaríkjanna með sínum sterka litaheimi, Miðjarðarhaf á skútu: heim sneri hann með enn sterkari litarvitund og myndheim sem var laus úr viðjum samfélagslegra átaka. Verkin á sýningunni í Hafnarborg eru á fimmta tuginn og spanna tímabilið frá ferðaárunum til dagsins í dag. Í Kristjánssandi sá Kjell Nupen ungur sýningu á verkum Edwards Munch og þau kölluðu hann til myndlistarinnar. Í mörgum verka hans verður endurminning frá Munch enda áleitin. Dökkir fletir í margbreytilegu ljósbroti hins norræna rökkurs umlykja sterkan bláan lit sem verður í málun hans áþreifanlegt kvöldhúm. Myndheimur Nupen stendur undarlega nálægt íslensku sinni: áhugamenn um myndlist og þá einkum tilveru málverksins geta því glaðst að hann skuli loksins drepa hér niður og kynna feril sinn í verkunum fimmtíu. Sýningin er opnuð í dag og stendur til 5. ágúst. Aðgangur á sýningar í Hafnarborg er fjáls öllum í boði Glitnis. Þar er til sölu vegleg bók um feril listamannsins skreytt fjölda mynda. Hún er gefin út í samprenti á íslensku, dönsku og norsku og lýtur ritstjórn Dagmar Warming og er gefin út í samstarfi við helsta gallerí Nupen, Galleri NB í Víborg.
Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Uppskriftir Linda Nolan látin Lífið Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Lífið Fleiri fréttir „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira