Ljósmyndarar á ferð 28. júní 2007 09:00 Páll Stefánsson ljósmyndari Í kvöld fer Guðmundur Ingólfsson ljósmyndari í göngutúr á vegum Ljósmyndasafns Reykjavíkur og hyggst hann leiða menn á vit myndefna í Kvosinni. Guðmundur er borinn og barnfæddur Reykvíkingur og hafði lengi aðsetur með stofu sína milli Hverfisgötu og Laugavegar en er nú kominn út á Granda. Hann var einn af forvígismönnum Torfusamtakanna á sinni tíð og hefur um langt árabil tekið myndir í Reykjavík miðri og víðar. Lagt verður af stað frá Grófarhúsinu og stendur gangan frá 20 til 21. Annar yngri ljósmyndari og víðförull, Páll Stefánsson opnar á laugardag í nýja ljósmyndagalleríinu hans Ara Sigvaldasonar, Fótógrafí, sýningu á myndum sínum frá Afríku. Hann kallar hana Heitt. Páll er að vinna bók um Afríku, bók sem gefur jákvæða mynd af þessari heimsálfu þar sem knattspyrnan er í fókus. Sýningin er afrakstur ferðar Páls og Halldórs Lárussonar um Kamerún í maí 2007. Bókin kemur út haustið 2009. Sýningin stendur til 4. ágúst. Opið er alla daga í Fótógrafí neðst á Skólavörðustíg frá 12 til 18. Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Í kvöld fer Guðmundur Ingólfsson ljósmyndari í göngutúr á vegum Ljósmyndasafns Reykjavíkur og hyggst hann leiða menn á vit myndefna í Kvosinni. Guðmundur er borinn og barnfæddur Reykvíkingur og hafði lengi aðsetur með stofu sína milli Hverfisgötu og Laugavegar en er nú kominn út á Granda. Hann var einn af forvígismönnum Torfusamtakanna á sinni tíð og hefur um langt árabil tekið myndir í Reykjavík miðri og víðar. Lagt verður af stað frá Grófarhúsinu og stendur gangan frá 20 til 21. Annar yngri ljósmyndari og víðförull, Páll Stefánsson opnar á laugardag í nýja ljósmyndagalleríinu hans Ara Sigvaldasonar, Fótógrafí, sýningu á myndum sínum frá Afríku. Hann kallar hana Heitt. Páll er að vinna bók um Afríku, bók sem gefur jákvæða mynd af þessari heimsálfu þar sem knattspyrnan er í fókus. Sýningin er afrakstur ferðar Páls og Halldórs Lárussonar um Kamerún í maí 2007. Bókin kemur út haustið 2009. Sýningin stendur til 4. ágúst. Opið er alla daga í Fótógrafí neðst á Skólavörðustíg frá 12 til 18.
Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira