Dansarar hnoðast um bæinn 2. júlí 2007 01:30 Stelpurnar munu skemmta vegfarendum miðbæjarins í sumar með alls kyns uppákomum tengdum dansi. Danshópurinn Hnoð samanstendur af fjórum ungum stúlkum sem stunduðu allar nám í Listdansskóla Íslands. „Við erum aðallega að vekja athygli á dansi, leikum okkur mikið með spuna og vinnum út frá aðstæðunum. Þetta er svolítið í dansleikhússtíl," segir Ásrún Magnúsdóttir en hópurinn er hluti af Skapandi sumarstarfi Hins hússins. „Við förum um allan bæ og nýtum okkur umhverfið. Til dæmis fórum við niður í bæ um daginn, klæddar í svart frá toppi til táar. Svo fundum við stað á Laugaveginum sem okkur fannst passa og dönsuðum líka niður allan Laugaveginn." Auk Ásrúnar eru þær Berglind Pétursdóttir, Rósa Ómarsdóttir og Védís Kjartansdóttir í danshópnum fima. Á hverjum föstudegi er svokallað Föstudagsfiðrildi Hins hússins og þá eru allir hóparnir að bralla eitthvað sniðugt í miðbænum. „Í gær vorum við á Lækjartorgi með dans-innsetningu þar sem við dönsuðum okkar útgáfu af Svanavatninu," segir Ásrún en stelpurnar eru allar þjálfaðar bæði í nútímadansi og ballett þó svo að hópurinn einbeiti sér að nútímadansinum. „Það er margt framundan hjá okkur í sumar og til dæmis ætlum við að sýna í lok sumars í Hafnarhúsinu. Svo verðum við bara niðri í bæ að skemmta vegfarendum." Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Danshópurinn Hnoð samanstendur af fjórum ungum stúlkum sem stunduðu allar nám í Listdansskóla Íslands. „Við erum aðallega að vekja athygli á dansi, leikum okkur mikið með spuna og vinnum út frá aðstæðunum. Þetta er svolítið í dansleikhússtíl," segir Ásrún Magnúsdóttir en hópurinn er hluti af Skapandi sumarstarfi Hins hússins. „Við förum um allan bæ og nýtum okkur umhverfið. Til dæmis fórum við niður í bæ um daginn, klæddar í svart frá toppi til táar. Svo fundum við stað á Laugaveginum sem okkur fannst passa og dönsuðum líka niður allan Laugaveginn." Auk Ásrúnar eru þær Berglind Pétursdóttir, Rósa Ómarsdóttir og Védís Kjartansdóttir í danshópnum fima. Á hverjum föstudegi er svokallað Föstudagsfiðrildi Hins hússins og þá eru allir hóparnir að bralla eitthvað sniðugt í miðbænum. „Í gær vorum við á Lækjartorgi með dans-innsetningu þar sem við dönsuðum okkar útgáfu af Svanavatninu," segir Ásrún en stelpurnar eru allar þjálfaðar bæði í nútímadansi og ballett þó svo að hópurinn einbeiti sér að nútímadansinum. „Það er margt framundan hjá okkur í sumar og til dæmis ætlum við að sýna í lok sumars í Hafnarhúsinu. Svo verðum við bara niðri í bæ að skemmta vegfarendum."
Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira