Grill 4. júlí 2007 06:00 Þótt ég rembist alla daga ársins við að vera besta mamma í heimi man ég bara stundum eftir því að setja á börnin mín sólarvörn. Það er að segja hér á Íslandi því um leið og komið er út fyrir landsteinana er ég meðvitaðasta konan veraldar um skaðsemi útfjólublárra geisla. En vegna þess að íslensku sólarveðri fylgir oftast kaldur garri spóka litlu grísirnir þrír sig oft alveg varnarlausir í sumrinu. Þó ekki eins oft og ég sjálf, því þá sjaldan sem gefur fyrir dálítið sólbað væri spandals að nýta það ekki alveg í botn. Einmitt þessvegna er ég eftir blíðu undanfarinna daga eins og þroskaður tómatur um trýnið. Þó hafði ég ekki vit á að skipuleggja brunann betur en að vera í allskyns stuttermabolum og með sólgleraugu svo litbrigðin eru virkilega fjölbreytt. Á heiðskíru dögunum togast væntanlega á hjá fleirum skylduræknin við vinnusemi innandyra og innbyggð þörfin fyrir að vera úti í góða veðrinu. Fjölmargar kröfugerðir skjóta nefnilega upp kollinum þegar sumarið skellur svona óvænt á, því auk þess að vera úti frá morgni til miðnættis er áríðandi að vera eins ber og mögulegt er. Líka við kuldaskræfurnar, þótt lofthitinn rétt sleiki tveggja stafa tölu og napur gjóstur kitli gæsahúðina. En einkum og sér í lagi er mikilvægt að útigrilla aðalmáltíð dagsins. Faðir minn þótti á sinni tíð virkilega framúrstefnulegur með prímusinn í lautarferðum fjölskyldunnar en það var fyrir hundrað árum og þá var ekki búið að finna upp grillið. Fyrir áratug eða svo þótti kolagrill nú bara frekar grúví en nú finnast varla svo aumar svalir að ekki standi þar almennilegt gasgrill. Fræknustu grillararnir geta svo státað af sérstökum útigrilleldhúsum sem eru nokkrir fermetrar að stærð og kosta hönd og fót. Og vegna þess að ég er svo trúgjörn þá finnst mér mjög líklegt að fjölmargir hafi svona ógurlega útigrillþörf og standi fyrir daglegum stórveislum. Samt held ég dauðahaldi í gamla lúna grillið mitt sem árið um kring er til þjónustu reiðubúið, lítið, ljótt og riðandi. Í máttlausri uppreisn gegn hinni lúmsku efnishyggju finnst mér nefnilega gott að eignast aldrei í lífinu útigrilleldhús, hjólhýsi eða fjórhjól. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun
Þótt ég rembist alla daga ársins við að vera besta mamma í heimi man ég bara stundum eftir því að setja á börnin mín sólarvörn. Það er að segja hér á Íslandi því um leið og komið er út fyrir landsteinana er ég meðvitaðasta konan veraldar um skaðsemi útfjólublárra geisla. En vegna þess að íslensku sólarveðri fylgir oftast kaldur garri spóka litlu grísirnir þrír sig oft alveg varnarlausir í sumrinu. Þó ekki eins oft og ég sjálf, því þá sjaldan sem gefur fyrir dálítið sólbað væri spandals að nýta það ekki alveg í botn. Einmitt þessvegna er ég eftir blíðu undanfarinna daga eins og þroskaður tómatur um trýnið. Þó hafði ég ekki vit á að skipuleggja brunann betur en að vera í allskyns stuttermabolum og með sólgleraugu svo litbrigðin eru virkilega fjölbreytt. Á heiðskíru dögunum togast væntanlega á hjá fleirum skylduræknin við vinnusemi innandyra og innbyggð þörfin fyrir að vera úti í góða veðrinu. Fjölmargar kröfugerðir skjóta nefnilega upp kollinum þegar sumarið skellur svona óvænt á, því auk þess að vera úti frá morgni til miðnættis er áríðandi að vera eins ber og mögulegt er. Líka við kuldaskræfurnar, þótt lofthitinn rétt sleiki tveggja stafa tölu og napur gjóstur kitli gæsahúðina. En einkum og sér í lagi er mikilvægt að útigrilla aðalmáltíð dagsins. Faðir minn þótti á sinni tíð virkilega framúrstefnulegur með prímusinn í lautarferðum fjölskyldunnar en það var fyrir hundrað árum og þá var ekki búið að finna upp grillið. Fyrir áratug eða svo þótti kolagrill nú bara frekar grúví en nú finnast varla svo aumar svalir að ekki standi þar almennilegt gasgrill. Fræknustu grillararnir geta svo státað af sérstökum útigrilleldhúsum sem eru nokkrir fermetrar að stærð og kosta hönd og fót. Og vegna þess að ég er svo trúgjörn þá finnst mér mjög líklegt að fjölmargir hafi svona ógurlega útigrillþörf og standi fyrir daglegum stórveislum. Samt held ég dauðahaldi í gamla lúna grillið mitt sem árið um kring er til þjónustu reiðubúið, lítið, ljótt og riðandi. Í máttlausri uppreisn gegn hinni lúmsku efnishyggju finnst mér nefnilega gott að eignast aldrei í lífinu útigrilleldhús, hjólhýsi eða fjórhjól.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun