Fljótlegur lúxusréttur 12. júlí 2007 05:00 Í nýútkominni uppskriftabók Kvennakórsins Léttsveitar Reykjavíkur gefur Anna Sigurjónsdóttir uppskrift að lúxusfiski. 120 kórkonur ljóstra þar upp uppskriftum sem þær grípa regulega til. MYND/Anton Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur gaf nýlega út aðra uppskriftabók sína, sem er stútfull af leynivopnum úr eldhússkúffum kórkvenna. Anna Sigurjónsdóttir ljóstrar upp uppskrift að lúxusfiskrétti. Anna hefur verið meðlimur í kórnum í ein sjö ár og líkar starfið afskaplega vel. „Það er alltaf nóg að gerast og þetta er afskaplega skemmtilegur hópur,“ sagði Anna, en í kórnum eru um 120 konur. „Við gáfum út uppskriftabók fyrir um tveimur árum síðan og svo plötu í tilefni tíu ára afmælis kórsins í fyrra. Svo förum við til útlanda að syngja annað hvert ár, og hitt árið ferðumst við innanlands. Við vorum til dæmis á Austfjörðum núna í ár,“ sagði Anna. Þar að auki er farið í gönguferðir, útilegur og „makalaus“ hópur kórkvenna hittist reglulega, að sögn Önnu. „Þetta er nánast þannig að vinnan trufli mann í þessu,“ bætti Anna hlæjandi við. Í matreiðslubókinni er að finna uppskriftir frá hverjum kórfélaga og stjórnendum. „Það var skylda að þetta væri uppskrift sem við notum reglulega og erum ánægðar með,“ útskýrði Anna, en lúxusfiskrétturinn er í uppáhaldi á hennar heimili. „Það er mikið vegna þess að hann er mjög fljótlegur, þrátt fyrir að uppskriftin líti kannski út fyrir að vera flókin,“ sagði hún. Rétturinn ber líka nafn með rentu að sögn Önnu. „Þetta er svolítill lúxus, svona spari – þegar maður bregður út af venjulega steikta fiskinum eða soðningunni,“ sagði hún og hló við. Bókina er aðeins hægt að kaupa hjá kórkonum. Nánari upplýsingar er að finna á síðunni www.lettsveit.is. Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur gaf nýlega út aðra uppskriftabók sína, sem er stútfull af leynivopnum úr eldhússkúffum kórkvenna. Anna Sigurjónsdóttir ljóstrar upp uppskrift að lúxusfiskrétti. Anna hefur verið meðlimur í kórnum í ein sjö ár og líkar starfið afskaplega vel. „Það er alltaf nóg að gerast og þetta er afskaplega skemmtilegur hópur,“ sagði Anna, en í kórnum eru um 120 konur. „Við gáfum út uppskriftabók fyrir um tveimur árum síðan og svo plötu í tilefni tíu ára afmælis kórsins í fyrra. Svo förum við til útlanda að syngja annað hvert ár, og hitt árið ferðumst við innanlands. Við vorum til dæmis á Austfjörðum núna í ár,“ sagði Anna. Þar að auki er farið í gönguferðir, útilegur og „makalaus“ hópur kórkvenna hittist reglulega, að sögn Önnu. „Þetta er nánast þannig að vinnan trufli mann í þessu,“ bætti Anna hlæjandi við. Í matreiðslubókinni er að finna uppskriftir frá hverjum kórfélaga og stjórnendum. „Það var skylda að þetta væri uppskrift sem við notum reglulega og erum ánægðar með,“ útskýrði Anna, en lúxusfiskrétturinn er í uppáhaldi á hennar heimili. „Það er mikið vegna þess að hann er mjög fljótlegur, þrátt fyrir að uppskriftin líti kannski út fyrir að vera flókin,“ sagði hún. Rétturinn ber líka nafn með rentu að sögn Önnu. „Þetta er svolítill lúxus, svona spari – þegar maður bregður út af venjulega steikta fiskinum eða soðningunni,“ sagði hún og hló við. Bókina er aðeins hægt að kaupa hjá kórkonum. Nánari upplýsingar er að finna á síðunni www.lettsveit.is.
Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira