Hark að vera ljóðskáld á Íslandi 21. júlí 2007 03:30 Þórdís Björndóttir gaf í vikunni út sína þriðju ljóðabók þrátt fyrir ungan aldur, en tvær þeirra hefur hún gefið út sjálf. Henni tekst í augnablikinu að lifa af listinni en segir að erfiðasti partur ritstarfanna sé að koma sér á framfæri. Fréttablaðið/Pjetur Þórdís Björnsdóttir hefur gefið út þriðju ljóðabók sína. Fyrsta skáldsaga hennar er svo væntanleg fyrir jólin. „Í bókinni er margt ósagt. Það er ýjað að mörgu og í ljóðunum er ákveðinn undirliggjandi óhugnaður. Nafn bókarinnar kemur úr þessum þætti hennar, þessari dulúð,“ segir Þórdís Björnsdóttir sem sendi í vikunni frá sér ljóðabókina Í felum bakvið gluggatjöldin. Þótt Þórdís sé ung að árum er þetta þriðja bók hennar, en hún hefur áður sent frá sér bækurnar Vera & Linus (2006) og Ást og appelsínur (2004) sem báðar hlutu lof gagnrýnenda. „Fyrsta bókin mín var ljóðabálkur en í þessari nýju bók eru ljóðin sjálfstæð,“ segir Þórdís. „Keimlíkt andrúmsloft er það eina sem bindur þau saman, að öðru leyti er enginn þráður í gegnum bókina.“ Fyrsta skáldsaga Þórdísar, Saga af bláu sumri, er auk þess væntanleg og kemur út fyrir næstu jól hjá bókaútgáfunni Bjarti. „Bókin fjallar um njósnir. Ung stúlka kemur í lítið þorp sem hún þekkir vel. Þar sér hún aðra stúlku sem hún verður hugfangin af. Hún fer að njósna um hana en þorir ekki að hitta hana. Svo færast njósnirnar í aukana eftir því sem líður á bókina.“ Þórdís hefur skrifað ljóð og sögur frá unga aldri. Hún segir það hafa komið sér á óvart hversu mikil vinna fari í að koma sér á framfæri, en tvær bóka sinna hefur hún gefið út sjálf. „Að vera ljóðskáld á Íslandi er mikið hark, sérstaklega þegar kemur að því að kynna sig og koma sér á framfæri. Það kom mér á óvart. Ég er búin að ætla mér að verða rithöfundur síðan ég var krakki. Þá hélt maður að verkinu væri lokið þegar maður væri búinn að skrifa bókina. En það er í raun minnsta verkefnið, allt púlið er eftir þótt bókin sjálf sé tilbúin.“ Þórdísi hefur engu að síður tekist að lifa af ljóðlistinni, sem er hennar aðalstarf í augnablikinu. „Ég fékk ritlaun og er búin að nota þau núna yfir sumartímann. Annars er ég búin að vera í námi í bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Það er auðvitað draumurinn að geta haldið áfram að lifa af ritstörfunum.“ Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Uppskriftir Linda Nolan látin Lífið Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Lífið Fleiri fréttir „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Þórdís Björnsdóttir hefur gefið út þriðju ljóðabók sína. Fyrsta skáldsaga hennar er svo væntanleg fyrir jólin. „Í bókinni er margt ósagt. Það er ýjað að mörgu og í ljóðunum er ákveðinn undirliggjandi óhugnaður. Nafn bókarinnar kemur úr þessum þætti hennar, þessari dulúð,“ segir Þórdís Björnsdóttir sem sendi í vikunni frá sér ljóðabókina Í felum bakvið gluggatjöldin. Þótt Þórdís sé ung að árum er þetta þriðja bók hennar, en hún hefur áður sent frá sér bækurnar Vera & Linus (2006) og Ást og appelsínur (2004) sem báðar hlutu lof gagnrýnenda. „Fyrsta bókin mín var ljóðabálkur en í þessari nýju bók eru ljóðin sjálfstæð,“ segir Þórdís. „Keimlíkt andrúmsloft er það eina sem bindur þau saman, að öðru leyti er enginn þráður í gegnum bókina.“ Fyrsta skáldsaga Þórdísar, Saga af bláu sumri, er auk þess væntanleg og kemur út fyrir næstu jól hjá bókaútgáfunni Bjarti. „Bókin fjallar um njósnir. Ung stúlka kemur í lítið þorp sem hún þekkir vel. Þar sér hún aðra stúlku sem hún verður hugfangin af. Hún fer að njósna um hana en þorir ekki að hitta hana. Svo færast njósnirnar í aukana eftir því sem líður á bókina.“ Þórdís hefur skrifað ljóð og sögur frá unga aldri. Hún segir það hafa komið sér á óvart hversu mikil vinna fari í að koma sér á framfæri, en tvær bóka sinna hefur hún gefið út sjálf. „Að vera ljóðskáld á Íslandi er mikið hark, sérstaklega þegar kemur að því að kynna sig og koma sér á framfæri. Það kom mér á óvart. Ég er búin að ætla mér að verða rithöfundur síðan ég var krakki. Þá hélt maður að verkinu væri lokið þegar maður væri búinn að skrifa bókina. En það er í raun minnsta verkefnið, allt púlið er eftir þótt bókin sjálf sé tilbúin.“ Þórdísi hefur engu að síður tekist að lifa af ljóðlistinni, sem er hennar aðalstarf í augnablikinu. „Ég fékk ritlaun og er búin að nota þau núna yfir sumartímann. Annars er ég búin að vera í námi í bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Það er auðvitað draumurinn að geta haldið áfram að lifa af ritstörfunum.“
Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Uppskriftir Linda Nolan látin Lífið Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Lífið Fleiri fréttir „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira