Hornsíli og hvalfiskar Óli Kristján Ármannsson skrifar 8. ágúst 2007 00:01 Ekki var að sjá á kauphallarviðskiptum gærdagsins að rússíbanareið liðinnar viku sæti í mönnum að aflokinni verslunarmannahelgi, krónan var í styrkingarfasa á ný og hafði um miðjan dag bætt við sig tæpu prósenti og úrvalsvísitala kauphallarinnar stefndi upp á við á ný. Viðskipti í kauphöll hafa það sem af er ári reynst líflegri en spáð var og fór Úrvalsvísitalan (sem reyndar heitir eftir sameininguna við OMX kauphallarsamstæðuna OMX Iceland 15) náði hámarki 18. síðasta mánaðar. Síðan hefur hún heldur lækkað, en í því samhengi má ekki gleymast að hækkunin það sem af er ári er samt um 30 prósent. Tilfellið er nefnilega að markaðir sveiflast og gjaldmiðlar, að maður tali nú ekki um örmyntir á borð við íslensku krónuna, gera það líka. Óskhyggja frænda okkar í Danske Bank um efnahagshamfarir hér á landi og hrakspár þeirra í þá átt eru ólíklegar til að ganga eftir og þá tæpast nema í samhengi við kreppu á heimsvísu, en slíku hafa þeir ekki spáð. Hækkanir á markaði hér heima í gær eru í takt við þróunina úti í hinum stóra heimi þar sem lækkandi olíuverð varð til þess að helstu markaðir hækkuðu um og yfir tvö prósent á mánudag, daginn sem íslenskir fjárfestar sneru heim með tjaldvagna sína eftir ferðalög helgarinnar. Danske Bank lét í áliti sínu sem út kom fyrir helgi sem hér væri ekkert að gerast í efnahagslífi annað en skuldsett útrás fyrirtækja og spákaupmennska með krónuna. Hér var nú samt líf fyrir útrásina sem hófst um aldamót og ýmislegt sem er gert til að treysta stoðir atvinnulífsins. Þannig tók til starfa um mánaðamótin Nýsköpunarmiðstöð Íslands, sem varð til við samruna Iðntæknistofnunar og Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins. Samkvæmt lögum er hlutverk Nýsköpunarmiðstöðvarinnar að „styrkja samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs og auka lífsgæði“. Ástæða er til að fagna samrunanum og óska forsvarsmönnum velfarnaðar í að hlúa að sprotastarfsemi sem vonir standa til að upp úr spretti fyrirtæki sem skapað geti þjóðarbúinu ómæld verðmæti og laðað til sín líka starfsemi. Hver veit nema líf færist á ný í umræðu um tækniþorp og breytingar sem þarf hér að gera til að laða hingað hátæknifyrirtæki. Þar keppum við meðal annars við Írland og Kanada. Krónan er hins vegar sem fyrr það sem ógnar því hún er uppspretta óstöðugleika í rekstri útflutningsfyrirtækja. Íslenski gjaldmiðillinn er örmynt og hefur verið gripið til margvíslegra myndlíkinga til að draga fram þann samanburð. Þannig hefur hún verið nefnd hornsíli sem syndir með hvalfiskum og ættu flestir að þekkja til stærðarhlutfallanna í þeim samanburði. Því má gefa sér að krónan sveiflist til og frá, oft nokkuð langt frá svonefndu jafnvægisgildi. Fyrirtækin í landinu kalla á umhverfi þar sem hægt er að horfa til nokkuð stöðugrar framtíðar í áætlanagerð. Lagaumgjörð, eftirlitsstofnanir og regluverk eru hér með því fremsta sem gerist í heiminum og aðstæður til rekstrar um margt hagfelldar. Viðbúið er hins vegar að áfram haldi umræðan um framtíðarskipan gengismála hér, ef ekki væri annað mætti með breytingum taka eitt helsta vopnið úr höndum Danske Bank í skrifum þeirra um landið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun
Ekki var að sjá á kauphallarviðskiptum gærdagsins að rússíbanareið liðinnar viku sæti í mönnum að aflokinni verslunarmannahelgi, krónan var í styrkingarfasa á ný og hafði um miðjan dag bætt við sig tæpu prósenti og úrvalsvísitala kauphallarinnar stefndi upp á við á ný. Viðskipti í kauphöll hafa það sem af er ári reynst líflegri en spáð var og fór Úrvalsvísitalan (sem reyndar heitir eftir sameininguna við OMX kauphallarsamstæðuna OMX Iceland 15) náði hámarki 18. síðasta mánaðar. Síðan hefur hún heldur lækkað, en í því samhengi má ekki gleymast að hækkunin það sem af er ári er samt um 30 prósent. Tilfellið er nefnilega að markaðir sveiflast og gjaldmiðlar, að maður tali nú ekki um örmyntir á borð við íslensku krónuna, gera það líka. Óskhyggja frænda okkar í Danske Bank um efnahagshamfarir hér á landi og hrakspár þeirra í þá átt eru ólíklegar til að ganga eftir og þá tæpast nema í samhengi við kreppu á heimsvísu, en slíku hafa þeir ekki spáð. Hækkanir á markaði hér heima í gær eru í takt við þróunina úti í hinum stóra heimi þar sem lækkandi olíuverð varð til þess að helstu markaðir hækkuðu um og yfir tvö prósent á mánudag, daginn sem íslenskir fjárfestar sneru heim með tjaldvagna sína eftir ferðalög helgarinnar. Danske Bank lét í áliti sínu sem út kom fyrir helgi sem hér væri ekkert að gerast í efnahagslífi annað en skuldsett útrás fyrirtækja og spákaupmennska með krónuna. Hér var nú samt líf fyrir útrásina sem hófst um aldamót og ýmislegt sem er gert til að treysta stoðir atvinnulífsins. Þannig tók til starfa um mánaðamótin Nýsköpunarmiðstöð Íslands, sem varð til við samruna Iðntæknistofnunar og Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins. Samkvæmt lögum er hlutverk Nýsköpunarmiðstöðvarinnar að „styrkja samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs og auka lífsgæði“. Ástæða er til að fagna samrunanum og óska forsvarsmönnum velfarnaðar í að hlúa að sprotastarfsemi sem vonir standa til að upp úr spretti fyrirtæki sem skapað geti þjóðarbúinu ómæld verðmæti og laðað til sín líka starfsemi. Hver veit nema líf færist á ný í umræðu um tækniþorp og breytingar sem þarf hér að gera til að laða hingað hátæknifyrirtæki. Þar keppum við meðal annars við Írland og Kanada. Krónan er hins vegar sem fyrr það sem ógnar því hún er uppspretta óstöðugleika í rekstri útflutningsfyrirtækja. Íslenski gjaldmiðillinn er örmynt og hefur verið gripið til margvíslegra myndlíkinga til að draga fram þann samanburð. Þannig hefur hún verið nefnd hornsíli sem syndir með hvalfiskum og ættu flestir að þekkja til stærðarhlutfallanna í þeim samanburði. Því má gefa sér að krónan sveiflist til og frá, oft nokkuð langt frá svonefndu jafnvægisgildi. Fyrirtækin í landinu kalla á umhverfi þar sem hægt er að horfa til nokkuð stöðugrar framtíðar í áætlanagerð. Lagaumgjörð, eftirlitsstofnanir og regluverk eru hér með því fremsta sem gerist í heiminum og aðstæður til rekstrar um margt hagfelldar. Viðbúið er hins vegar að áfram haldi umræðan um framtíðarskipan gengismála hér, ef ekki væri annað mætti með breytingum taka eitt helsta vopnið úr höndum Danske Bank í skrifum þeirra um landið.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun