Akstur undir áhrifum er siðlaus 9. ágúst 2007 08:00 Akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna virðist illu heilli vera vaxandi vandamál í umferðinni. Aukinn fjölda þeirra sem teknir eru vegna fíkniefnaaksturs má að vísu að einhverju leyti skýra með nýjum aðferðum sem auðvelda lögreglumönnum að skera úr um brotin með tilkomu svokallaðra forprófa þar sem notuð eru svita- eða munnvatnssýni. Akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna er siðlaus og ber vott um vítavert ábyrðgarleysi þess sem hann stundar. Allar rannsóknir sýna að ekki þarf mikið magn slíkra efna í blóði til þess að skerða stórlega hæfni manna til að stýra ökutæki. Akstur undir áhrifum ber því vott um skort á virðingu fyrir öðru fólki og einnig skort á sjálfsvirðingu. Eins og staðan er finnst ekki heimild til þess að svifta menn, sem greinast með áfengi eða fíkniefni í blóði, ökuleyfi samstundis, eins og gert er með þá sem teknir eru fyrir ofsaakstur. Ekki er heldur hægt að gera ökutæki þess sem hefur ekið undir áhrifum upptækt, nema líkamlegur skaði eða mannslát hafi hlotist af akstrinum. Ekkert er því til fyrirstöðu að ökumaður sem tekinn hefur verið undir áhrifum setjist aftur undir stýri, jafnvel áður en víman sem hann var tekin í er af honum runnin. Ekki þarf að leita langt til að finna dæmi um þetta því um liðna helgi var sami maður tekinn þrisvar sinnum fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Eina leiðin til að kyrrsetja ökumann sem tekinn er undir áhrifum er að gera kröfu um gæsluvarðhald vegna síbrota, ef um það er að ræða. Hér á landi gilda tiltölulega strangar reglur um leyfilegt áfengismagn í blóði undir stýri. Einnig hefur hér verið iðkuð mikil fræðsla og áróður í áratugi til að leitast við að koma í veg fyrir akstur undir áhrifum. Því miður virðist hluti ökumanna láta þennan áróður sem vind um eyru þjóta og alls ekki taka mark á upplýsingum um hæfni fólks til að aka undir áhrifum, enda er dómgreindarbrestur einmitt meðal afleiðinga áfengis- og vímuefnaneyslu. Akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna er grafalvarlegur glæpur og hefur valdið gríðarlegu manntjóni og vitanlega eignatjóni einnig. Við akstri undir áhrifum verður að vera hægt að bregðast með sama hætti og brugðist er við akstri á ofsahraða. Lögreglan verður að hafa heimild til þess að taka þessa ökumenn úr umferð umsvifalaust með sviftingu ökuleyfis á staðnum. Það er ótækt að ábyrðgarlaust fólk geti stofnað sér og öðrum í hættu með akstri undir áhrifum, jafnvel skömmu eftir að hafa verið stöðvað fyrir brot sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun
Akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna virðist illu heilli vera vaxandi vandamál í umferðinni. Aukinn fjölda þeirra sem teknir eru vegna fíkniefnaaksturs má að vísu að einhverju leyti skýra með nýjum aðferðum sem auðvelda lögreglumönnum að skera úr um brotin með tilkomu svokallaðra forprófa þar sem notuð eru svita- eða munnvatnssýni. Akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna er siðlaus og ber vott um vítavert ábyrðgarleysi þess sem hann stundar. Allar rannsóknir sýna að ekki þarf mikið magn slíkra efna í blóði til þess að skerða stórlega hæfni manna til að stýra ökutæki. Akstur undir áhrifum ber því vott um skort á virðingu fyrir öðru fólki og einnig skort á sjálfsvirðingu. Eins og staðan er finnst ekki heimild til þess að svifta menn, sem greinast með áfengi eða fíkniefni í blóði, ökuleyfi samstundis, eins og gert er með þá sem teknir eru fyrir ofsaakstur. Ekki er heldur hægt að gera ökutæki þess sem hefur ekið undir áhrifum upptækt, nema líkamlegur skaði eða mannslát hafi hlotist af akstrinum. Ekkert er því til fyrirstöðu að ökumaður sem tekinn hefur verið undir áhrifum setjist aftur undir stýri, jafnvel áður en víman sem hann var tekin í er af honum runnin. Ekki þarf að leita langt til að finna dæmi um þetta því um liðna helgi var sami maður tekinn þrisvar sinnum fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Eina leiðin til að kyrrsetja ökumann sem tekinn er undir áhrifum er að gera kröfu um gæsluvarðhald vegna síbrota, ef um það er að ræða. Hér á landi gilda tiltölulega strangar reglur um leyfilegt áfengismagn í blóði undir stýri. Einnig hefur hér verið iðkuð mikil fræðsla og áróður í áratugi til að leitast við að koma í veg fyrir akstur undir áhrifum. Því miður virðist hluti ökumanna láta þennan áróður sem vind um eyru þjóta og alls ekki taka mark á upplýsingum um hæfni fólks til að aka undir áhrifum, enda er dómgreindarbrestur einmitt meðal afleiðinga áfengis- og vímuefnaneyslu. Akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna er grafalvarlegur glæpur og hefur valdið gríðarlegu manntjóni og vitanlega eignatjóni einnig. Við akstri undir áhrifum verður að vera hægt að bregðast með sama hætti og brugðist er við akstri á ofsahraða. Lögreglan verður að hafa heimild til þess að taka þessa ökumenn úr umferð umsvifalaust með sviftingu ökuleyfis á staðnum. Það er ótækt að ábyrðgarlaust fólk geti stofnað sér og öðrum í hættu með akstri undir áhrifum, jafnvel skömmu eftir að hafa verið stöðvað fyrir brot sín.
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun