Kunna ekki að skrifa 10. ágúst 2007 03:00 Liza Marklund, söluhæstu krimmahöfundar Svía eru konur. Sænsku krimmahöfundarnir Liza Marklund og Camilla Lackberg, sem þekktar eru hér á landi af glæpasögum sínum sem ARI útgáfa hefur gefið út hin síðari misseri, hafa á þessu sumri mátt þola nokkurt mótlæti af hendi starfsbræðra sinna. Báðar eru þær með söluhæstu höfundum í Svíþjóð og hafa rakað saman miklum tekjum af sölu bóka, svo miklum að Marklund hefur stofnað sérstaka útgáfu um verk sín. Það eru starfsbræður þeirra á markaði sakamálasagna sem beina spjótum að glæpadrottningunum, eins og þær eru oft kallaðar í heimalandi sínu. Ernst Brunner segir þær kunna lítið til verka í viðtali við Expressen og Leif G. W. Larson segir fléttur í vinsælum metsölubókum Lackberg eins og þær séu fengnar úr rómantísku tímariti hestaunnenda, Min Hest. Maj Sjöwall, sá virti brautryðjandi í skrifum glæpasagna á Norðurlöndum og þótt víðar væri leitað, sagði fyrr í sumar að fátæklegur orðaforði einkenndi verk Marklund, svo fátæklegur að hún gæti ekki lesið þær. Annar virtur sagnahöfundur Svía, Jan Guillou, hefur komið þeim til varnar. Deilan hefur kallað á viðbrögð gagnrýnenda. Samkvæmt Politiken hefur Niels Lillelund, gagnrýnandi á Jyllands-Posten, sagt verk Marklund full af klisjum og illa skrifuð. Það eigi reyndar ekki bara við um hennar texta heldur líka margra karlmanna á þessum akri ritmennskunnar. Sakamálasögur hafa í Skandinavíu verið rúmfrekar á sölulistum eins og hér á landi. Deilur þessar bera keim af nöldri íslenskra höfunda á liðnum haustum yfir þeirri athygli sem Arnaldur og fleiri hafa notið meðal almennings og í fjölmiðlum. Camilla Lackberg er einn þeirra höfunda sem hingað koma í tengslum við Reyfi Norræna hússins sem verður fyrirferðarmikið í samkomuhaldi í höfuðborginni síðustu vikur ágústmánaðar. Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Uppskriftir Linda Nolan látin Lífið Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Lífið Fleiri fréttir „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Sænsku krimmahöfundarnir Liza Marklund og Camilla Lackberg, sem þekktar eru hér á landi af glæpasögum sínum sem ARI útgáfa hefur gefið út hin síðari misseri, hafa á þessu sumri mátt þola nokkurt mótlæti af hendi starfsbræðra sinna. Báðar eru þær með söluhæstu höfundum í Svíþjóð og hafa rakað saman miklum tekjum af sölu bóka, svo miklum að Marklund hefur stofnað sérstaka útgáfu um verk sín. Það eru starfsbræður þeirra á markaði sakamálasagna sem beina spjótum að glæpadrottningunum, eins og þær eru oft kallaðar í heimalandi sínu. Ernst Brunner segir þær kunna lítið til verka í viðtali við Expressen og Leif G. W. Larson segir fléttur í vinsælum metsölubókum Lackberg eins og þær séu fengnar úr rómantísku tímariti hestaunnenda, Min Hest. Maj Sjöwall, sá virti brautryðjandi í skrifum glæpasagna á Norðurlöndum og þótt víðar væri leitað, sagði fyrr í sumar að fátæklegur orðaforði einkenndi verk Marklund, svo fátæklegur að hún gæti ekki lesið þær. Annar virtur sagnahöfundur Svía, Jan Guillou, hefur komið þeim til varnar. Deilan hefur kallað á viðbrögð gagnrýnenda. Samkvæmt Politiken hefur Niels Lillelund, gagnrýnandi á Jyllands-Posten, sagt verk Marklund full af klisjum og illa skrifuð. Það eigi reyndar ekki bara við um hennar texta heldur líka margra karlmanna á þessum akri ritmennskunnar. Sakamálasögur hafa í Skandinavíu verið rúmfrekar á sölulistum eins og hér á landi. Deilur þessar bera keim af nöldri íslenskra höfunda á liðnum haustum yfir þeirri athygli sem Arnaldur og fleiri hafa notið meðal almennings og í fjölmiðlum. Camilla Lackberg er einn þeirra höfunda sem hingað koma í tengslum við Reyfi Norræna hússins sem verður fyrirferðarmikið í samkomuhaldi í höfuðborginni síðustu vikur ágústmánaðar.
Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Uppskriftir Linda Nolan látin Lífið Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Lífið Fleiri fréttir „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira