Ómerkingar 4. september 2007 00:01 Haft er fyrir satt að áreiðanlegt merki um að stjórnmálaafl sé komið á villigötur sé þegar listafólk fer að láta mjög að sér kveða innan þess. Líkast til byggist þessi skoðun á þeirri trú fólks að listamenn séu ekki alveg í takt við raunveruleikann. Þeir séu hálf vafasamt fólk sem ekki þekki raunverulega atvinnuvegi landsins og því stórvarasamir í umræðu um stjórnmál og framkvæmdir. Ég er íhaldssöm húsmóðir af landsbyggðinni, búsett í Vesturbænum og þarf því engum að koma á óvart þótt ég kinki kolli þegar varhugaverðar lífsskoðanir bóhema (sem er bara fínt orð yfir alkóhólista) ber á góma. Lengi sá ég eftir því að hafa farið í hugvísindanám við Háskóla Íslands. Ég taldi víst að bláköld vísindin hefðu gert mig breiðari í samfélagsumræðunni heldur en þekking á heimspekikenningum og bókmenntum. Hvílíkur endemis misskilningur sem það var. Sí og æ sjáum við náttúruvísindamenn snupraða og hunsaða. Andúð á listafólki er til margra hluta nytsamleg. Það sást afar vel síðustu ár þegar umræðan „með eða á móti Kárahnjúkum" stóð sem hæst; stuðningsmenn virkjunarinnar vildu kveða niður umræðuna á sem skemmstum tíma en jafnframt gera lítið úr andstæðingum sínum. Þá hló ég innra með mér en fljótlega þótti mér farið að kveða við holan hljóm í umræðum. Ég gerði mér einnig grein fyrir því að þótt reynt væri að sannfæra fólk um að aðeins listafólk og aðrir froðusnakkar úr 101 væru útmálaðir sem einu andstæðingar framkvæmdanna, var málið ekki svo einfalt. Bláköld raunvísindin eru aftur og aftur afgreidd sem skoðanir af sveitarstjórnarmönnum með gráðu í mannauðsstjórnun. Það hlýtur að vera erfitt hlutskipti að vera vísindamaður og eiga sífellt þá hættu yfir sér að vera úthrópaður fjandmaður fólksins á landsbyggðinni séu útreikningarnir ráðamönnum ekki að skapi. Textarýni mín á orðræðu valdamanna á póstmódernískum tímum mun líkast til skila mér lengra en áralangar rannsóknir á nattúrunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun
Haft er fyrir satt að áreiðanlegt merki um að stjórnmálaafl sé komið á villigötur sé þegar listafólk fer að láta mjög að sér kveða innan þess. Líkast til byggist þessi skoðun á þeirri trú fólks að listamenn séu ekki alveg í takt við raunveruleikann. Þeir séu hálf vafasamt fólk sem ekki þekki raunverulega atvinnuvegi landsins og því stórvarasamir í umræðu um stjórnmál og framkvæmdir. Ég er íhaldssöm húsmóðir af landsbyggðinni, búsett í Vesturbænum og þarf því engum að koma á óvart þótt ég kinki kolli þegar varhugaverðar lífsskoðanir bóhema (sem er bara fínt orð yfir alkóhólista) ber á góma. Lengi sá ég eftir því að hafa farið í hugvísindanám við Háskóla Íslands. Ég taldi víst að bláköld vísindin hefðu gert mig breiðari í samfélagsumræðunni heldur en þekking á heimspekikenningum og bókmenntum. Hvílíkur endemis misskilningur sem það var. Sí og æ sjáum við náttúruvísindamenn snupraða og hunsaða. Andúð á listafólki er til margra hluta nytsamleg. Það sást afar vel síðustu ár þegar umræðan „með eða á móti Kárahnjúkum" stóð sem hæst; stuðningsmenn virkjunarinnar vildu kveða niður umræðuna á sem skemmstum tíma en jafnframt gera lítið úr andstæðingum sínum. Þá hló ég innra með mér en fljótlega þótti mér farið að kveða við holan hljóm í umræðum. Ég gerði mér einnig grein fyrir því að þótt reynt væri að sannfæra fólk um að aðeins listafólk og aðrir froðusnakkar úr 101 væru útmálaðir sem einu andstæðingar framkvæmdanna, var málið ekki svo einfalt. Bláköld raunvísindin eru aftur og aftur afgreidd sem skoðanir af sveitarstjórnarmönnum með gráðu í mannauðsstjórnun. Það hlýtur að vera erfitt hlutskipti að vera vísindamaður og eiga sífellt þá hættu yfir sér að vera úthrópaður fjandmaður fólksins á landsbyggðinni séu útreikningarnir ráðamönnum ekki að skapi. Textarýni mín á orðræðu valdamanna á póstmódernískum tímum mun líkast til skila mér lengra en áralangar rannsóknir á nattúrunni.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun