Bankar í krísu 12. september 2007 00:01 Economist | Mjög hefur dregið úr millibankalánum evrópskra fjármálafyrirtækja, að sögn breska vikuritsins Economist í vikunni. Blaðið segir ástæðuna mikla óvissu á fjármálamarkaði. Tvennt kemur til: Í fyrsta lagi liggur ekki fyrir hversu víðtæk áhrifin eru af samdrætti á bandarískum fasteignalánamarkaði og því bíða bankarnir þess að öldur lægi. Í öðru lagi þurfa bankar á sem mestu fjármagni að halda til að tryggja sig fyrir hvers kyns fyrirséðum og ófyrirséðum gjöldum, svo sem þegar skuldabréf þeirra koma á gjalddaga á næstunni. Economist segir mikið álag á fjármálafyrirtæki og banka þessa dagana. Bæði hafi skuldatryggingar- og vaxtaálag hækkað mjög mikið síðan niðursveiflu varð fyrst vart á fjármálamarkaði skömmu eftir miðjan júlí síðastliðinn. Þessar auknar álögur á bankana hafa skapað alvarlegt vandamál. Í versta falli geta aðstæður á fjármálamarkaði leitt til þess að auknar álögur á vaxtakjör banka skili sér í hærri vaxtaálagi á viðskiptavini fyrirtækjanna, að sögn vikuritsins. Af dýrum vörumFortune | Bandaríska vikuritið Fortune fjallar í vikunni um uppganginn í munaðargeiranum, rándýrum vörum sem ekki er á allra færi að koma höndum yfir. Sala á vörum í þessum rándýrasta kanti hefur blómstrað sem aldrei fyrr og veltan tvöfaldast síðastliðinn áratug. Hún nam heilum 220 milljörðum Bandaríkjadala á síðasta ári en það jafngildir hvorki meira né minna en fjórtán þúsund milljörðum íslenskra króna. Galdurinn er einfaldur: Hönnuðir stóru tískuhúsanna, svo sem hjá Gucci og fleiri, hafa í æ ríkari mæli tekið að hanna fyrir tískuhús og verslanir sem selja talsvert ódýrari vörur og öfugt. Dæmi um slíkt er norræna verslanakeðjan H&M, sem Íslendingar ættu að þekkja ágætlega. En svo er hitt, að „venjulegir" einstaklingar hafa í auknum mæli látið það eftir sér að kaupa vandaða en afar dýra vöru, sem þá hefur lengi langað til að eignast. Slíkt bætir að sjálfsögðu sjálfstraustið, að sögn Fortune, sem tekur sem dæmi að ein ferðataska geti kostað allt upp undir 5.000 dali, jafnvirði tæpra 330 þúsund íslenskra króna. Héðan og þaðan Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Economist | Mjög hefur dregið úr millibankalánum evrópskra fjármálafyrirtækja, að sögn breska vikuritsins Economist í vikunni. Blaðið segir ástæðuna mikla óvissu á fjármálamarkaði. Tvennt kemur til: Í fyrsta lagi liggur ekki fyrir hversu víðtæk áhrifin eru af samdrætti á bandarískum fasteignalánamarkaði og því bíða bankarnir þess að öldur lægi. Í öðru lagi þurfa bankar á sem mestu fjármagni að halda til að tryggja sig fyrir hvers kyns fyrirséðum og ófyrirséðum gjöldum, svo sem þegar skuldabréf þeirra koma á gjalddaga á næstunni. Economist segir mikið álag á fjármálafyrirtæki og banka þessa dagana. Bæði hafi skuldatryggingar- og vaxtaálag hækkað mjög mikið síðan niðursveiflu varð fyrst vart á fjármálamarkaði skömmu eftir miðjan júlí síðastliðinn. Þessar auknar álögur á bankana hafa skapað alvarlegt vandamál. Í versta falli geta aðstæður á fjármálamarkaði leitt til þess að auknar álögur á vaxtakjör banka skili sér í hærri vaxtaálagi á viðskiptavini fyrirtækjanna, að sögn vikuritsins. Af dýrum vörumFortune | Bandaríska vikuritið Fortune fjallar í vikunni um uppganginn í munaðargeiranum, rándýrum vörum sem ekki er á allra færi að koma höndum yfir. Sala á vörum í þessum rándýrasta kanti hefur blómstrað sem aldrei fyrr og veltan tvöfaldast síðastliðinn áratug. Hún nam heilum 220 milljörðum Bandaríkjadala á síðasta ári en það jafngildir hvorki meira né minna en fjórtán þúsund milljörðum íslenskra króna. Galdurinn er einfaldur: Hönnuðir stóru tískuhúsanna, svo sem hjá Gucci og fleiri, hafa í æ ríkari mæli tekið að hanna fyrir tískuhús og verslanir sem selja talsvert ódýrari vörur og öfugt. Dæmi um slíkt er norræna verslanakeðjan H&M, sem Íslendingar ættu að þekkja ágætlega. En svo er hitt, að „venjulegir" einstaklingar hafa í auknum mæli látið það eftir sér að kaupa vandaða en afar dýra vöru, sem þá hefur lengi langað til að eignast. Slíkt bætir að sjálfsögðu sjálfstraustið, að sögn Fortune, sem tekur sem dæmi að ein ferðataska geti kostað allt upp undir 5.000 dali, jafnvirði tæpra 330 þúsund íslenskra króna.
Héðan og þaðan Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira