Hver sigrar? 18. september 2007 00:01 Fá umræðuefni þykja skemmtilegri umræðuefni en hörmungar. Þá einkum og sér í lagi þegar þær snúa að þjáningum fallegs fólks sem hefur átt velgengni að fagna. Öll vitum við af hungri, sjúkdómum og kúgun í heiminum en það er viðvarandi og víðfeðmt vandamál sem erfitt er að persónugera og því fremur óheppilegt skemmtiefni yfir kaffibolla eða netskrifum. Hin laglega McCann-fjölskylda hefur aftur á móti verið fullkominn efniviður góðs kjaftagangs. Í Bretlandi hefur þessi fjölskylda verið á forsíðu fjölda blaða nær daglega frá því litla stúlkan hvarf í byrjun maí. Á ferð minni um Bretland fyrir skömmu fylgdist ég grannt með umfjöllun um málið og dró þá ályktun að ekkert hefði komið meira í ljós við rannsókn lögreglu og fjölmiðla á hvarfi Madeleine annað en að hún hvarf. Hins vegar hefur líf, starf og sorgir foreldranna orðið öllum ljóst. Svo víðfræg eru þau orðin að breskir gárungar eru farnir að uppnefna þau „Beckham-fjölskyldu sorgarinnar". Victoria og David fullnægja fréttalöngunum fólks um ríkidæmi og gjálifnað en Kate og Gerry fullnægja löngunum þeirra sem finna fró í að velta sér upp úr sorgum annarra, nú eða leika löggu og dómara í senn. Hér á landi, sem og annars staðar, eru fréttir af þessum harmleik iðulega birtar í fjölmiðlum. Þegar þær fara á netið hefur það ekki brugðist að sjálfskipaðir sérfræðingar leggja undir sig fréttina í gegnum athugasemdakerfin. Suma hefur alltaf grunað frá fyrstu stundu að foreldarnir beri ábyrgð á hvarfinu. Hinir slá svo á puttana á viskubrunnunum í gegnum lyklaborðið með því að slengja fram útjaskaða máltækinu „aðgát skal höfð í nærveru sálar". FÁ mál hafa fengið jafn mikið umtal á þessari öld og hvarf Madeleine litlu. Því er eðlilegt að allir vilji tala um það og hafa skoðun á því. En eiginlega er þetta allt saman farið að líkjast óhemju öfgakenndu raunveruleikasjónvarpi. Miklar fjárupphæðir hafa safnast til hjónanna og almenningur skiptist í tvö lið; þá sem halda með portúgölsku lögreglunni og þá sem halda með foreldrunum. Allir geta haft skoðun á framvindu málsins í gegnum netið og þannig keyrt atburðarásina áfram. Almenningsálitið sveiflast til og frá og gríðarlegur þrýstingur er á að sigurvegari og sökudólgur verði fundnir innan skamms. Örlög Madeleine og annarra týndra barna eru orðið aukaatriði í söguþræðinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun
Fá umræðuefni þykja skemmtilegri umræðuefni en hörmungar. Þá einkum og sér í lagi þegar þær snúa að þjáningum fallegs fólks sem hefur átt velgengni að fagna. Öll vitum við af hungri, sjúkdómum og kúgun í heiminum en það er viðvarandi og víðfeðmt vandamál sem erfitt er að persónugera og því fremur óheppilegt skemmtiefni yfir kaffibolla eða netskrifum. Hin laglega McCann-fjölskylda hefur aftur á móti verið fullkominn efniviður góðs kjaftagangs. Í Bretlandi hefur þessi fjölskylda verið á forsíðu fjölda blaða nær daglega frá því litla stúlkan hvarf í byrjun maí. Á ferð minni um Bretland fyrir skömmu fylgdist ég grannt með umfjöllun um málið og dró þá ályktun að ekkert hefði komið meira í ljós við rannsókn lögreglu og fjölmiðla á hvarfi Madeleine annað en að hún hvarf. Hins vegar hefur líf, starf og sorgir foreldranna orðið öllum ljóst. Svo víðfræg eru þau orðin að breskir gárungar eru farnir að uppnefna þau „Beckham-fjölskyldu sorgarinnar". Victoria og David fullnægja fréttalöngunum fólks um ríkidæmi og gjálifnað en Kate og Gerry fullnægja löngunum þeirra sem finna fró í að velta sér upp úr sorgum annarra, nú eða leika löggu og dómara í senn. Hér á landi, sem og annars staðar, eru fréttir af þessum harmleik iðulega birtar í fjölmiðlum. Þegar þær fara á netið hefur það ekki brugðist að sjálfskipaðir sérfræðingar leggja undir sig fréttina í gegnum athugasemdakerfin. Suma hefur alltaf grunað frá fyrstu stundu að foreldarnir beri ábyrgð á hvarfinu. Hinir slá svo á puttana á viskubrunnunum í gegnum lyklaborðið með því að slengja fram útjaskaða máltækinu „aðgát skal höfð í nærveru sálar". FÁ mál hafa fengið jafn mikið umtal á þessari öld og hvarf Madeleine litlu. Því er eðlilegt að allir vilji tala um það og hafa skoðun á því. En eiginlega er þetta allt saman farið að líkjast óhemju öfgakenndu raunveruleikasjónvarpi. Miklar fjárupphæðir hafa safnast til hjónanna og almenningur skiptist í tvö lið; þá sem halda með portúgölsku lögreglunni og þá sem halda með foreldrunum. Allir geta haft skoðun á framvindu málsins í gegnum netið og þannig keyrt atburðarásina áfram. Almenningsálitið sveiflast til og frá og gríðarlegur þrýstingur er á að sigurvegari og sökudólgur verði fundnir innan skamms. Örlög Madeleine og annarra týndra barna eru orðið aukaatriði í söguþræðinum.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun