Tækifæri fyrir Ísland Auðunn Arnórsson skrifar 23. september 2007 00:01 Einn af hápunktum samgönguviku í Reykjavík var alþjóðleg ráðstefna um umhverfisvæna samgöngutækni, þar sem innlendir og erlendir sérfræðingar spáðu í hvernig ná mætti því markmiði að gera að minnsta kosti landsamgöngur óháðar olíu og benzíni. Meðal helztu niðurstaðna ráðstefnunnar var að rafmagn myndi leika æ stærra hlutverk í því að knýja farartæki framtíðarinnar og að Ísland hefði tækifæri til að verða fyrsta landið í heiminum sem gæti orðið nánast óháð jarðefnaeldsneyti. Aðalforsendurnar fyrir því eru að jarðefnaeldsneytisnotkun á Íslandi takmarkast nánast eingöngu við samgöngur og sú innlenda orka sem nægt framboð er af er endurnýjanleg raforka. Sérfræðingar spá því að olíulindir heims verði þurrausnar innan nokkurra áratuga. Það sem ekki síður knýr á um að dregið verði stórlega úr notkun jarðefnaeldsneytis er baráttan gegn gróðurhúsaáhrifunum sem valda hlýnun loftslags í heiminum. Brennsla jarðefnaeldsneytis - kola, olíu og jarðgass - er eins og kunnugt er aðaluppsretta gróðurhúsalofttegunda, fyrst og fremst koltvísýrings. Að vísu er losun koltvísýrings miklu meiri frá iðnaði og raforkuframleiðslu en frá bílaumferð í heiminum, en ekki sízt með tilliti til þess að útlit er fyrir að bílum muni fjölga um meira en helming á næstu 20-25 árum - úr um 925 milljónum nú í yfir tvo milljarða - er ljóst að mannkyninu mun lítið verða ágengt í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda nema með því að knýja þennan feiknarlega bílaflota með öðrum orkugjöfum en jarðefnaeldsneyti. Til að bregðast við þessu eru bílaframleiðendur farnir að bjóða upp á bíla knúna umhverfisvænni orkugjöfum. Þeir eru í stórum dráttum þrenns konar - lífrænt eldsneyti (metangas og etanól), rafmagn og vetni. Þar sem enn hafa ekki orðið nægar framfarir í þróun rafgeymatækninnar til að bílar knúnir rafmagni eingöngu verði samkeppnisfærir - nema þá sem smábílar til innanbæjarsnatts - og vetnis- og efnarafalstæknin er enn skemur á veg komin eru bílar knúnir lífrænu eldsneyti sá valkostur sem bílaframleiðendur hafa hingað til helzt veðjað á til að bjóða umhverfismeðvituðum bílnotendum upp á. Í Brasilíu eru lífetanólknúnir bílar markaðsráðandi og í Evrópu hefur það eldsneyti, sem framleitt er úr jarðargróðri, sótt hratt á, einkum og sér í lagi í Svíþjóð þar sem stjórnvöld hafa ýtt mjög undir fjölgun etanólbíla. Þótt koltvísýringur losni líka við brennslu lífetanóls þá er sú losun ekki meiri en það magn koltvísýrings sem plönturnar, sem eldsneytið er framleitt úr, höfðu áður síað úr loftinu. Þannig reiknað losnar allt að 80 prósent minni koltvísýringur þegar bíll gengur á E85-eldsneytinu (85% etanól, 15% benzín) í stað benzíns. En nýjar rannsóknir draga umhverfisvænleika lífetanóls sem eldsneytis í efa. Í Lundúnablaðinu The Times var í gær greint frá rannsókn þar sem komizt var að þeirri niðurstöðu að þar sem meira magn nituroxíðs (N2O) en áður hafði verið talið losnaði við brennslu þess lífetanóls sem nú er á markaðnum (framleiddu úr repju og maís) væru gróðurhúsaáhrif af brennslu þess meiri en benzíns eða díselolíu. Þetta helgast af því að nituroxíð hefur 296 sinnum meiri gróðurhúsaáhrif í för með sér en koltvísýringur. Fylgjendur lífeldsneytis halda því fram að þessir gallar muni ekki há næstu kynslóð lífetanóls, þar sem lífmassinn sem eldsneytið er framleitt úr verður að miklu meira leyti sellulósi en nú er. Auk þess verði langhagkvæmast að mest af lífetanólframleiðslunni fari fram í hitabeltinu þar sem ljóstillífun er virkust og minnst af köfnunarefnisáburði er þörf, auk þess sem sú framleiðsla verði ekki í samkeppni við matvælaframleiðslu eins og tilfellið er sérstaklega með etanólframleiðslu í Bandaríkjunum, sem byggir á maísrækt. Hvað sem hæft er í þessu er ljóst að lífetanól getur aldrei komið algerlega í stað benzíns og díselolíu til að knýja allan bílaflota heimsins. Efasemdirnar um að etanól sé í raun umhverfisvænt ættu að hvetja bílaframleiðendur enn frekar til dáða að þróa aðrar lausnir. Sú lausn sem er nærtækust fyrir íslenzkar aðstæður er tvinntæknin svokallaða, þar sem bíll er bæði búinn hefðbundnum sprengihreyfli (sem getur gengið fyrir benzíni, díselolíu, lífetanóli eða öðru eldsneyti) og rafmótor. Tilraunir eru nú hafnar með fyrsta tvengitvinnbílinn hérlendis, en það er tvinnbíll sem hægt er að hlaða rafhlöðurnar í úr venjulegri heimilisinnstungu. Með þeirri tækni er hægt að hámarka notkun innlendrar, umhverfisvænnar raforku í þarfasta þjóninum, einkabílnum, án þess að hann tapi nokkru af notagildi sínu eða dýrra breytinga sé þörf á því orku- og eldsneytisdreifikerfi sem fyrir er í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auðunn Arnórsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun
Einn af hápunktum samgönguviku í Reykjavík var alþjóðleg ráðstefna um umhverfisvæna samgöngutækni, þar sem innlendir og erlendir sérfræðingar spáðu í hvernig ná mætti því markmiði að gera að minnsta kosti landsamgöngur óháðar olíu og benzíni. Meðal helztu niðurstaðna ráðstefnunnar var að rafmagn myndi leika æ stærra hlutverk í því að knýja farartæki framtíðarinnar og að Ísland hefði tækifæri til að verða fyrsta landið í heiminum sem gæti orðið nánast óháð jarðefnaeldsneyti. Aðalforsendurnar fyrir því eru að jarðefnaeldsneytisnotkun á Íslandi takmarkast nánast eingöngu við samgöngur og sú innlenda orka sem nægt framboð er af er endurnýjanleg raforka. Sérfræðingar spá því að olíulindir heims verði þurrausnar innan nokkurra áratuga. Það sem ekki síður knýr á um að dregið verði stórlega úr notkun jarðefnaeldsneytis er baráttan gegn gróðurhúsaáhrifunum sem valda hlýnun loftslags í heiminum. Brennsla jarðefnaeldsneytis - kola, olíu og jarðgass - er eins og kunnugt er aðaluppsretta gróðurhúsalofttegunda, fyrst og fremst koltvísýrings. Að vísu er losun koltvísýrings miklu meiri frá iðnaði og raforkuframleiðslu en frá bílaumferð í heiminum, en ekki sízt með tilliti til þess að útlit er fyrir að bílum muni fjölga um meira en helming á næstu 20-25 árum - úr um 925 milljónum nú í yfir tvo milljarða - er ljóst að mannkyninu mun lítið verða ágengt í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda nema með því að knýja þennan feiknarlega bílaflota með öðrum orkugjöfum en jarðefnaeldsneyti. Til að bregðast við þessu eru bílaframleiðendur farnir að bjóða upp á bíla knúna umhverfisvænni orkugjöfum. Þeir eru í stórum dráttum þrenns konar - lífrænt eldsneyti (metangas og etanól), rafmagn og vetni. Þar sem enn hafa ekki orðið nægar framfarir í þróun rafgeymatækninnar til að bílar knúnir rafmagni eingöngu verði samkeppnisfærir - nema þá sem smábílar til innanbæjarsnatts - og vetnis- og efnarafalstæknin er enn skemur á veg komin eru bílar knúnir lífrænu eldsneyti sá valkostur sem bílaframleiðendur hafa hingað til helzt veðjað á til að bjóða umhverfismeðvituðum bílnotendum upp á. Í Brasilíu eru lífetanólknúnir bílar markaðsráðandi og í Evrópu hefur það eldsneyti, sem framleitt er úr jarðargróðri, sótt hratt á, einkum og sér í lagi í Svíþjóð þar sem stjórnvöld hafa ýtt mjög undir fjölgun etanólbíla. Þótt koltvísýringur losni líka við brennslu lífetanóls þá er sú losun ekki meiri en það magn koltvísýrings sem plönturnar, sem eldsneytið er framleitt úr, höfðu áður síað úr loftinu. Þannig reiknað losnar allt að 80 prósent minni koltvísýringur þegar bíll gengur á E85-eldsneytinu (85% etanól, 15% benzín) í stað benzíns. En nýjar rannsóknir draga umhverfisvænleika lífetanóls sem eldsneytis í efa. Í Lundúnablaðinu The Times var í gær greint frá rannsókn þar sem komizt var að þeirri niðurstöðu að þar sem meira magn nituroxíðs (N2O) en áður hafði verið talið losnaði við brennslu þess lífetanóls sem nú er á markaðnum (framleiddu úr repju og maís) væru gróðurhúsaáhrif af brennslu þess meiri en benzíns eða díselolíu. Þetta helgast af því að nituroxíð hefur 296 sinnum meiri gróðurhúsaáhrif í för með sér en koltvísýringur. Fylgjendur lífeldsneytis halda því fram að þessir gallar muni ekki há næstu kynslóð lífetanóls, þar sem lífmassinn sem eldsneytið er framleitt úr verður að miklu meira leyti sellulósi en nú er. Auk þess verði langhagkvæmast að mest af lífetanólframleiðslunni fari fram í hitabeltinu þar sem ljóstillífun er virkust og minnst af köfnunarefnisáburði er þörf, auk þess sem sú framleiðsla verði ekki í samkeppni við matvælaframleiðslu eins og tilfellið er sérstaklega með etanólframleiðslu í Bandaríkjunum, sem byggir á maísrækt. Hvað sem hæft er í þessu er ljóst að lífetanól getur aldrei komið algerlega í stað benzíns og díselolíu til að knýja allan bílaflota heimsins. Efasemdirnar um að etanól sé í raun umhverfisvænt ættu að hvetja bílaframleiðendur enn frekar til dáða að þróa aðrar lausnir. Sú lausn sem er nærtækust fyrir íslenzkar aðstæður er tvinntæknin svokallaða, þar sem bíll er bæði búinn hefðbundnum sprengihreyfli (sem getur gengið fyrir benzíni, díselolíu, lífetanóli eða öðru eldsneyti) og rafmótor. Tilraunir eru nú hafnar með fyrsta tvengitvinnbílinn hérlendis, en það er tvinnbíll sem hægt er að hlaða rafhlöðurnar í úr venjulegri heimilisinnstungu. Með þeirri tækni er hægt að hámarka notkun innlendrar, umhverfisvænnar raforku í þarfasta þjóninum, einkabílnum, án þess að hann tapi nokkru af notagildi sínu eða dýrra breytinga sé þörf á því orku- og eldsneytisdreifikerfi sem fyrir er í landinu.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun