Go Go Smear The Poison Ivy - múm Trausti Júlíusson skrifar 26. september 2007 09:00 Go Go Smear The Poison Ivy með múm. Go Go Smear The Poison Ivy er fjórða plata múm og sú fyrsta síðan Summer Make Good kom út fyrir þemur árum. Mannaskipan sveitarinnar hefur breyst mikið á þessum þremur árum. Kristín Anna Valtýsdóttir er hætt, en þeir Gunnar Örn Tynes og Örvar Þóreyjarson Smárason eru enn lykilmenn. Auk þeirra koma við sögu á plötunni þau Eiríkur Orri Ólafsson, Samuli Kosminen, Hildur Guðnadóttir, Mr. Silla og Ólöf Arnalds, en þær þrjár síðasttöldu syngja á plötunni. Hvort sem það er breyttri mannaskipan eða einhverju öðru að þakka þá hefur tónlist múm breyst mikið frá síðustu plötu. Hljómsveitin var upphaflega þekkt fyrir frekar lágstemmda og krúttlega raftónlist, en hún hafði þróast töluvert frá fyrstu plötunni til þeirrar þriðju. Á nýju plötunni er raftónlistin á undanhaldi og tónlistinni mætti lýsa sem mjög margslunginni og metnaðarfullri blöndu af indí-rokki og þjóðlagatónlist með áhrifum víða að, t.d. frá balkanskri tónlist og evrópskri kvikmyndatónlist. Hljóðfæraskipanin er mjög fjölbreytt. Blásturshljóðfæri eru skemmtilega notuð, harmonikkan er áberandi í nokkrum laganna og strengir í öðrum og í staðinn fyrir krúttlega hvíslsönginn hjá tvíburasystrunum er kominn fjölbreyttari söngur og raddútsetningar. Go Go Smear The Poison Ivy er villt og lifandi plata. Eins og illgresið sem hún er tileinkuð fer tónlistin óhindruð út um víðan völl og kemur sífellt á óvart. Maður hefur á tilfinningunni að hún hafi verið að gerjast og mótast fram á síðustu stundu. Oft blandast hefðbundnu hljóðfærin skemmtilega saman við raftólin. Ágætt dæmi um það er lagið A Little Bit Sometimes sem byrjar lágstemmt á harmonikku og píanói, en stigmagnast og endar á bjöguðum rafbassa. Go Go Smear The Poison Ivy er ein af þessum plötum sem vaxa við ítrekaða spilun. Hún er nógu margslungin til þess að maður uppgötvar eitthvað nýtt við hverja hlustun. Lögin eru misgóð, en að er nógu mikið að gerast á þessum rúmlega 40 mínútum til þess að heildarmyndin verði nokkuð sterk. Hildur Guðnadóttir Menning Tónlist Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Fleiri fréttir Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
Go Go Smear The Poison Ivy er fjórða plata múm og sú fyrsta síðan Summer Make Good kom út fyrir þemur árum. Mannaskipan sveitarinnar hefur breyst mikið á þessum þremur árum. Kristín Anna Valtýsdóttir er hætt, en þeir Gunnar Örn Tynes og Örvar Þóreyjarson Smárason eru enn lykilmenn. Auk þeirra koma við sögu á plötunni þau Eiríkur Orri Ólafsson, Samuli Kosminen, Hildur Guðnadóttir, Mr. Silla og Ólöf Arnalds, en þær þrjár síðasttöldu syngja á plötunni. Hvort sem það er breyttri mannaskipan eða einhverju öðru að þakka þá hefur tónlist múm breyst mikið frá síðustu plötu. Hljómsveitin var upphaflega þekkt fyrir frekar lágstemmda og krúttlega raftónlist, en hún hafði þróast töluvert frá fyrstu plötunni til þeirrar þriðju. Á nýju plötunni er raftónlistin á undanhaldi og tónlistinni mætti lýsa sem mjög margslunginni og metnaðarfullri blöndu af indí-rokki og þjóðlagatónlist með áhrifum víða að, t.d. frá balkanskri tónlist og evrópskri kvikmyndatónlist. Hljóðfæraskipanin er mjög fjölbreytt. Blásturshljóðfæri eru skemmtilega notuð, harmonikkan er áberandi í nokkrum laganna og strengir í öðrum og í staðinn fyrir krúttlega hvíslsönginn hjá tvíburasystrunum er kominn fjölbreyttari söngur og raddútsetningar. Go Go Smear The Poison Ivy er villt og lifandi plata. Eins og illgresið sem hún er tileinkuð fer tónlistin óhindruð út um víðan völl og kemur sífellt á óvart. Maður hefur á tilfinningunni að hún hafi verið að gerjast og mótast fram á síðustu stundu. Oft blandast hefðbundnu hljóðfærin skemmtilega saman við raftólin. Ágætt dæmi um það er lagið A Little Bit Sometimes sem byrjar lágstemmt á harmonikku og píanói, en stigmagnast og endar á bjöguðum rafbassa. Go Go Smear The Poison Ivy er ein af þessum plötum sem vaxa við ítrekaða spilun. Hún er nógu margslungin til þess að maður uppgötvar eitthvað nýtt við hverja hlustun. Lögin eru misgóð, en að er nógu mikið að gerast á þessum rúmlega 40 mínútum til þess að heildarmyndin verði nokkuð sterk.
Hildur Guðnadóttir Menning Tónlist Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Fleiri fréttir Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp