Punga út milljón fyrir fjármálafötin Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 7. nóvember 2007 00:01 Margir karlar í fjármálageiranum segjast klæðast fötum merktum Hugo Boss. Markaðurinn/Pjetur „Það væri bókstaflega asnalegt ef margir væru í eins fötum í mötuneytinu," segir einn viðmælenda Markaðarins um fataval fólks í fjármálageiranum. Heimildarmaðurinn, líkt og fjölmargir sem Markaðurinn ræddi við, forðaðist að koma fram undir nafni um fataval og fatakaup sín. Nokkrir sögðust eyða hálfri til einni milljón króna í föt og fylgihluti á ári. Viðmælendur Markaðarins voru sammála um að fólk í þessum geira kappkostaði að komast hjá því að vera í eins fötum og samstarfsmenn þess og leitaði því frekar í verslanir þar sem nokkuð tryggt væri að fá eintök af sömu fötunum væru pöntuð. Þá fara þeir sem þess eiga kost í verslanir erlendis þar sem bankarnir hafa starfsstöðvar. Lönd í Vestur-Evrópu koma sterk inn, ekki síst Bretlandi og Norðurlöndin. Þá fara sumir til New York í sérstakar innkaupaferðir. Aðrir leita til klæðskera og fá á sig sérsniðin föt. Þau kosta eðlilega talsvert meira en önnur og standa rétt við tvö hundruð þúsund krónurnar. karlarnirMargar konur í fjármálageiranum sögðust fara í verslun Karenar Millen. Þær sögðu búðina þá einu sem sinnti konum í þessum geira og því byði það hættunni heim að margar konur væru í svipuðum fötum.Markaðurinn/ValliFlestir karlar nefndu verslanir Boss, Herragarðsins og Sævar Karl sem sínar uppáhaldsverslanir. Verð er æði misjafnt en hleypur á allt frá 50 þúsund krónum til 200 þúsunda. Merkjavörur eru þær dýrustu en skraddarasaumuð föt eru eðlilega í hæsta kantinum.„Ég kaupi aldrei föt á Íslandi," segir Óttar Helgason, sérfræðingur hjá Landsbankanum. Helsti verslunarstaður hans er í Lundúnum en þar kaupir hann föt sem honum líst vel á bókstaflega úti um allt. Sérstaklega líst honum vel á verslanirnar Reiss, Richard James og fleiri þar í borg. Óttar segir jakkaföt sem fáist í Lundúnum iðulega ekki fáanleg hér á landi en verðlagning sé svipuð. Þrátt fyrir það segist hann ekki leita eftir öðru í jakkafötum en að þau líti vel út og séu þægileg. „Ef þau gera það er ég sáttur," segir hann.Óttar segir mikilvægt að kaupa flott og góð föt sem endist. Sjálfur geti hann ekki sagt til um hversu mikið af fötum hann kaupi á ári hverju. Heildarupphæðin fyrir föt, skó og það helsta sé hins vegar há: „Það er hellingur, einhvers staðar á milli hálf og ein milljón," segir hann.KonurnarFlestar konur sem Markaðurinn ræddi við nefndu verslanir á borð við Karen Millen og GK á nafn yfir þær verslanir þar sem þær helst stunduðu fatainnkaupin. Þá koma Zara og H&M helst til greina þegar þær kaupa föt erlendis. Einn viðmælandi sagði það sama eiga við um konur og karla að þær ættu sínar eftirlætisverslanir utan landsteinanna sem þær vildu helst ekki deila með öðrum. Ein sagði þó verslanir Massimo Dutti og Reiss í Lundúnum ansi góðar þótt þær væru í dýrari kantinum.Lára Björnsdóttir, á gjaldeyrisborði Glitnis, tekur í svipaðan streng og Óttar og fleiri sem Markaðurinn ræddi við: „Það eru engar almennilegar verslanir hérna," segir hún og leggur þunga áherslu á að markaðurinn hérlendis sé afar slappur. Lára vill sjá verslanir sem sérhæfi sig í fötum fyrir starfsfólk í fjármála- og skrifstofugeiranum en það leiti iðulega eftir ákveðnu klassísku en gjarnan öðruvísi útliti. „Það er svo mikið af kokkteildressum en skortur á praktískum fötum," segir Lára og bætir við að afar fáar verslanir sinni konum í þessum geira, að Karen Millen undanskilinni. Þegar svo beri undir geti það leitt til þess að margar konur klæðist svipuðum fötum. „Það er svolítið klúður," segir hún.Í ofanálag telur Lára að verslanir hér á landi þurfi að laga ótal smáatriði, sem skipti máli. „Það þarf ekki mikið til," segir hún og bendir á að allt sem þurfi sé góð tónlist í hátalarakerfi verslana og mátunaraðstaða með lási og góðri lýsingu. „Í verslunum þar sem maður borgar hátt verð fyrir föt er grundvallaratriði að hafa góða klefa með hurðum í stað tjalda, með stórum speglum og lýsingu sem ekki skín skært ofan á mann," segir hún og bendir á að þegar viðskiptavininum líði vel í verslun séu meiri líkur á að hann kaupi eitthvað. „Menn eiga ekki að eyða tíma og peningum í eitthvert púður þegar þeir geta gert eitthvað meira fyrir kúnnann," segir Lára. Héðan og þaðan Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Sjá meira
„Það væri bókstaflega asnalegt ef margir væru í eins fötum í mötuneytinu," segir einn viðmælenda Markaðarins um fataval fólks í fjármálageiranum. Heimildarmaðurinn, líkt og fjölmargir sem Markaðurinn ræddi við, forðaðist að koma fram undir nafni um fataval og fatakaup sín. Nokkrir sögðust eyða hálfri til einni milljón króna í föt og fylgihluti á ári. Viðmælendur Markaðarins voru sammála um að fólk í þessum geira kappkostaði að komast hjá því að vera í eins fötum og samstarfsmenn þess og leitaði því frekar í verslanir þar sem nokkuð tryggt væri að fá eintök af sömu fötunum væru pöntuð. Þá fara þeir sem þess eiga kost í verslanir erlendis þar sem bankarnir hafa starfsstöðvar. Lönd í Vestur-Evrópu koma sterk inn, ekki síst Bretlandi og Norðurlöndin. Þá fara sumir til New York í sérstakar innkaupaferðir. Aðrir leita til klæðskera og fá á sig sérsniðin föt. Þau kosta eðlilega talsvert meira en önnur og standa rétt við tvö hundruð þúsund krónurnar. karlarnirMargar konur í fjármálageiranum sögðust fara í verslun Karenar Millen. Þær sögðu búðina þá einu sem sinnti konum í þessum geira og því byði það hættunni heim að margar konur væru í svipuðum fötum.Markaðurinn/ValliFlestir karlar nefndu verslanir Boss, Herragarðsins og Sævar Karl sem sínar uppáhaldsverslanir. Verð er æði misjafnt en hleypur á allt frá 50 þúsund krónum til 200 þúsunda. Merkjavörur eru þær dýrustu en skraddarasaumuð föt eru eðlilega í hæsta kantinum.„Ég kaupi aldrei föt á Íslandi," segir Óttar Helgason, sérfræðingur hjá Landsbankanum. Helsti verslunarstaður hans er í Lundúnum en þar kaupir hann föt sem honum líst vel á bókstaflega úti um allt. Sérstaklega líst honum vel á verslanirnar Reiss, Richard James og fleiri þar í borg. Óttar segir jakkaföt sem fáist í Lundúnum iðulega ekki fáanleg hér á landi en verðlagning sé svipuð. Þrátt fyrir það segist hann ekki leita eftir öðru í jakkafötum en að þau líti vel út og séu þægileg. „Ef þau gera það er ég sáttur," segir hann.Óttar segir mikilvægt að kaupa flott og góð föt sem endist. Sjálfur geti hann ekki sagt til um hversu mikið af fötum hann kaupi á ári hverju. Heildarupphæðin fyrir föt, skó og það helsta sé hins vegar há: „Það er hellingur, einhvers staðar á milli hálf og ein milljón," segir hann.KonurnarFlestar konur sem Markaðurinn ræddi við nefndu verslanir á borð við Karen Millen og GK á nafn yfir þær verslanir þar sem þær helst stunduðu fatainnkaupin. Þá koma Zara og H&M helst til greina þegar þær kaupa föt erlendis. Einn viðmælandi sagði það sama eiga við um konur og karla að þær ættu sínar eftirlætisverslanir utan landsteinanna sem þær vildu helst ekki deila með öðrum. Ein sagði þó verslanir Massimo Dutti og Reiss í Lundúnum ansi góðar þótt þær væru í dýrari kantinum.Lára Björnsdóttir, á gjaldeyrisborði Glitnis, tekur í svipaðan streng og Óttar og fleiri sem Markaðurinn ræddi við: „Það eru engar almennilegar verslanir hérna," segir hún og leggur þunga áherslu á að markaðurinn hérlendis sé afar slappur. Lára vill sjá verslanir sem sérhæfi sig í fötum fyrir starfsfólk í fjármála- og skrifstofugeiranum en það leiti iðulega eftir ákveðnu klassísku en gjarnan öðruvísi útliti. „Það er svo mikið af kokkteildressum en skortur á praktískum fötum," segir Lára og bætir við að afar fáar verslanir sinni konum í þessum geira, að Karen Millen undanskilinni. Þegar svo beri undir geti það leitt til þess að margar konur klæðist svipuðum fötum. „Það er svolítið klúður," segir hún.Í ofanálag telur Lára að verslanir hér á landi þurfi að laga ótal smáatriði, sem skipti máli. „Það þarf ekki mikið til," segir hún og bendir á að allt sem þurfi sé góð tónlist í hátalarakerfi verslana og mátunaraðstaða með lási og góðri lýsingu. „Í verslunum þar sem maður borgar hátt verð fyrir föt er grundvallaratriði að hafa góða klefa með hurðum í stað tjalda, með stórum speglum og lýsingu sem ekki skín skært ofan á mann," segir hún og bendir á að þegar viðskiptavininum líði vel í verslun séu meiri líkur á að hann kaupi eitthvað. „Menn eiga ekki að eyða tíma og peningum í eitthvert púður þegar þeir geta gert eitthvað meira fyrir kúnnann," segir Lára.
Héðan og þaðan Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Sjá meira