Umhugsunarefni hvort þetta eigi við 21. nóvember 2007 00:01 Indriði H. Þorláksson Ómögulegt að álykta að kenningar Laffers hafi virkað hér. „Að mínu viti hefur þetta ekkert verið rannsakað eða kannað, hvaða þættir hafa haft áhrif á breytingar á tekjuskatti fyrirtækja og meðan það hefur ekki verið gert er að mínu viti afskaplega óvarlegt að fullyrða, að ég tala nú ekki um að alhæfa, um ályktanir af þessum breytingum á þessum tíma." Þetta segir Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, um fullyrðingar um að lækkun fyrirtækjaskatta frá árinu 1991 hafi orðið til þess að skatttekjur af þeim hafi aukist. „Þá liggur ljóst fyrir að skattar sem slíkir, heildarskattar á Íslandi hafa hækkað á alla mælikvarða. Ekki bara í krónum, heldur líka að raungildi og sem hlutfall af vergri landsframleiðslu," segir Indriði H. Þorláksson.Skattsneiðin vaxið hraðar en kakan„En sem svar við spurningunni um hvort skattar hafi lækkað, þá er svarið að heildarskattbyrðin hefur aukist og hún ræðst náttúrlega fyrst og fremst eða eingöngu af þeim ákvörðunum sem menn taka um ríkisútgjöld. Til lengri tíma litið ákvarðar það skattbyrðina og hærri skattbyrði hér á landi stafar nær eingöngu af því að stærri hluta þjóðarteknanna en áður er varið til samneyslunnar."Rætt hefur verið um að kakan sé nú stærri, hún hafi stækkað vegna aukinna umsvifa og þess vegna hafi tekjurnar aukist. Indriði segir að skattasneiðin hafi stækkað meira en kakan. „Vegna þess að skattar hlutfallslega eru stærri hluti af heildartekjum þjóðfélagsins en áður. Við getum orðað það svo að kaupmáttur opinberra tekna hefur aukist hraðar og meira en kaupmáttur ráðstöfunartekna einstaklinga," segir Indriði. „Ég held að það sé afskaplega hæpið að hægt sé að heimfæra auknar tekjur af skattlagningu fyrirtækja yfir á lækkun skatthlutfallsins. Hér hefur gerst svo fjöldamargt annað sem hefur áhrif. Tekjur fyrirtækja og skattar af þeim eru í eðli sínu mjög næm fyrir því sem á sér stað í efnahagsumhverfinu. Þegar illa gengur þá dragast þær saman og tapár skila sér í uppsöfnuðu tapi sem færist milli ára. Þetta hefur allt saman áhrif," bætir Indriði við.Hann segir að ekki megi gleyma því að mjög róttækar breytingar hafi gengið yfir í efnahagslífinu á undanförnum einum og hálfum áratug. Hann minnir á inngönguna í Evrópska efnahagssvæðið og einkavæðingu bankanna. „Þannig færðust þeir frá því að vera með stöðugt skattalegt tap í sínum rekstri. Núna eru þeir orðnir mjög stöndugir greiðendur tekjuskatts."Indriði nefnir einnig aðra meginbreytingu sem hafi áhrif á fyrirtækjaskattana; að fólk geti fært einkarekstur inn í hlutafélög. „Þannig hefur orðið til tekjutilfærsla. Þar sem áður voru einstaklingsskattar eru nú fyrirtækjaskattar."Pólitísk hentifræðiIndriði segir ýmislegt rétt í málflutningi Laffers. Það segi sig sjálft að ríkið fái engar tekjur sé skatthlutfallið núll. Og eins yrðu tekjurnar engar heldur ef hlutfallið væri 100 prósent. Þannig hljóti hámarkið að vera einhvers staðar þar á milli.„Menn hafa gripið þetta og notað svona sérstaklega í því sem ég kalla hentifræði. Það er þegar sett er fram tilgáta í þeim tilgangi að styðja ákveðinn málstað. Ef Laffer segir að skattar séu í eðli sínu vondir, þá þjónar það vafalaust tilgangi þeirra sem slíkar skoðanir hafa. Menn verða þá að athuga að skattar ráðast af því sem hið opinbera stendur fyrir. Þannig að þetta er kannski fyrst og fremst spurning um hvaða opinbera þjónustu menn vilja hafa eða ekki." Hins vegar sé erfitt að finna stað í raunveruleikanum sem styðji að lægra skatthlutfall auki skatttekjur til frambúðar.„Sé ónotuð framleiðslugeta fyrir hendi í efnahagskerfinu, atvinnuleysi til staðar og fleira. Það sé við slíkar aðstæður sem skattalækkanir geti hvatt til aukinna athafna og þannig aukið starfsemina. Það liggur hins vegar í augum uppi að í þjóðfélagi þar sem er ekkert atvinnuleysi þá hlýtur þetta að hafa mun minni áhrif heldur en annars staðar og þess vegna við okkar aðstæður. Það er með öðrum orðum umhugsunarefni hvort þetta eigi við." Undir smásjánni Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Sjá meira
„Að mínu viti hefur þetta ekkert verið rannsakað eða kannað, hvaða þættir hafa haft áhrif á breytingar á tekjuskatti fyrirtækja og meðan það hefur ekki verið gert er að mínu viti afskaplega óvarlegt að fullyrða, að ég tala nú ekki um að alhæfa, um ályktanir af þessum breytingum á þessum tíma." Þetta segir Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, um fullyrðingar um að lækkun fyrirtækjaskatta frá árinu 1991 hafi orðið til þess að skatttekjur af þeim hafi aukist. „Þá liggur ljóst fyrir að skattar sem slíkir, heildarskattar á Íslandi hafa hækkað á alla mælikvarða. Ekki bara í krónum, heldur líka að raungildi og sem hlutfall af vergri landsframleiðslu," segir Indriði H. Þorláksson.Skattsneiðin vaxið hraðar en kakan„En sem svar við spurningunni um hvort skattar hafi lækkað, þá er svarið að heildarskattbyrðin hefur aukist og hún ræðst náttúrlega fyrst og fremst eða eingöngu af þeim ákvörðunum sem menn taka um ríkisútgjöld. Til lengri tíma litið ákvarðar það skattbyrðina og hærri skattbyrði hér á landi stafar nær eingöngu af því að stærri hluta þjóðarteknanna en áður er varið til samneyslunnar."Rætt hefur verið um að kakan sé nú stærri, hún hafi stækkað vegna aukinna umsvifa og þess vegna hafi tekjurnar aukist. Indriði segir að skattasneiðin hafi stækkað meira en kakan. „Vegna þess að skattar hlutfallslega eru stærri hluti af heildartekjum þjóðfélagsins en áður. Við getum orðað það svo að kaupmáttur opinberra tekna hefur aukist hraðar og meira en kaupmáttur ráðstöfunartekna einstaklinga," segir Indriði. „Ég held að það sé afskaplega hæpið að hægt sé að heimfæra auknar tekjur af skattlagningu fyrirtækja yfir á lækkun skatthlutfallsins. Hér hefur gerst svo fjöldamargt annað sem hefur áhrif. Tekjur fyrirtækja og skattar af þeim eru í eðli sínu mjög næm fyrir því sem á sér stað í efnahagsumhverfinu. Þegar illa gengur þá dragast þær saman og tapár skila sér í uppsöfnuðu tapi sem færist milli ára. Þetta hefur allt saman áhrif," bætir Indriði við.Hann segir að ekki megi gleyma því að mjög róttækar breytingar hafi gengið yfir í efnahagslífinu á undanförnum einum og hálfum áratug. Hann minnir á inngönguna í Evrópska efnahagssvæðið og einkavæðingu bankanna. „Þannig færðust þeir frá því að vera með stöðugt skattalegt tap í sínum rekstri. Núna eru þeir orðnir mjög stöndugir greiðendur tekjuskatts."Indriði nefnir einnig aðra meginbreytingu sem hafi áhrif á fyrirtækjaskattana; að fólk geti fært einkarekstur inn í hlutafélög. „Þannig hefur orðið til tekjutilfærsla. Þar sem áður voru einstaklingsskattar eru nú fyrirtækjaskattar."Pólitísk hentifræðiIndriði segir ýmislegt rétt í málflutningi Laffers. Það segi sig sjálft að ríkið fái engar tekjur sé skatthlutfallið núll. Og eins yrðu tekjurnar engar heldur ef hlutfallið væri 100 prósent. Þannig hljóti hámarkið að vera einhvers staðar þar á milli.„Menn hafa gripið þetta og notað svona sérstaklega í því sem ég kalla hentifræði. Það er þegar sett er fram tilgáta í þeim tilgangi að styðja ákveðinn málstað. Ef Laffer segir að skattar séu í eðli sínu vondir, þá þjónar það vafalaust tilgangi þeirra sem slíkar skoðanir hafa. Menn verða þá að athuga að skattar ráðast af því sem hið opinbera stendur fyrir. Þannig að þetta er kannski fyrst og fremst spurning um hvaða opinbera þjónustu menn vilja hafa eða ekki." Hins vegar sé erfitt að finna stað í raunveruleikanum sem styðji að lægra skatthlutfall auki skatttekjur til frambúðar.„Sé ónotuð framleiðslugeta fyrir hendi í efnahagskerfinu, atvinnuleysi til staðar og fleira. Það sé við slíkar aðstæður sem skattalækkanir geti hvatt til aukinna athafna og þannig aukið starfsemina. Það liggur hins vegar í augum uppi að í þjóðfélagi þar sem er ekkert atvinnuleysi þá hlýtur þetta að hafa mun minni áhrif heldur en annars staðar og þess vegna við okkar aðstæður. Það er með öðrum orðum umhugsunarefni hvort þetta eigi við."
Undir smásjánni Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Sjá meira