Fasteignagullæðið búið 22. nóvember 2007 11:21 Ásgeir jónsson og Sölvi H. Blöndal. „Við erum ekki að spá verðlækkun, en verðhækkunin verður minni,“ sagði Sölvi á fasteignaráðstefnu Kaupþings í gær. Mynd/Valli Fasteignaverð á Íslandi mun ekki hækka jafn hratt á næsta ári eins og síðustu ár. Fasteignamarkaðurinn fer ekki undir frostmark heldur verður við ísskápshita. Verðhækkanir verða sem sagt undir fimm prósentum. „Gullæðið er búið,“ segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, um íbúðamarkaðinn. „Það er ekki hægt að búast við þessum miklu almennu hækkunum á fasteignamarkaði áfram. Með því er ég ekki að segja að markaðurinn sé daufur. Það verður kannski ísskápsvöxtur en ekkert frost.“ Greiningardeildin gerir ráð fyrir því að verðið geti lækkað að raunvirði, en ekki að nafnvirði á næstu árum. Gera megi ráð fyrir þriggja til sex prósenta hækkun á næstu tveimur árum. Ásgeir fór yfir horfur á íbúðamarkaði á fasteignaráðstefnu Kaupþings í gær sem um 400 manns sóttu. Ásgeir segir að markaðurinn sé að þroskast. „Til framtíðar verður hugsað meira um staðsetningu, umhverfi, gæði og slíkt.“ Ásgeir bendir einnig á að þunginn í byggingum hafi færst frá íbúðarhúsnæði og menn reisi nú frekar verslunar- og skrifstofuhúsnæði. „Verð á verslunar- og skrifstofuhúsnæði náði hámarki í fyrra,“ segir Sölvi H. Blöndal, hjá greiningardeildinni, sem gerir ráð fyrir því að ró eigi eftir að færast yfir þann markað á næsta ári. „Við erum ekki að spá verðlækkun, en verðhækkunin verður minni. Það eru gríðarleg umsvif í svona byggingum.“ Sölvi bendir á að leiguverðið hafi ekki fylgt öðrum verðhækkunum. „Ég held að þeir sem leigja geti vel unnt sínum hag. Það varð reyndar verðsprengja í fyrra. En það er í sjálfu sér leiðrétting.“ Sölvi bendir á að verð á verslunar- og skrifstofuhúsnæði sé mjög mismunandi eftir staðsetningu. Verðið sé hæst í miðborg Reykjavíkur. „Þetta byggist líka upp í kring um miðstöðvar. Við Smáralind, Kringluna og víðar.“ Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Fasteignaverð á Íslandi mun ekki hækka jafn hratt á næsta ári eins og síðustu ár. Fasteignamarkaðurinn fer ekki undir frostmark heldur verður við ísskápshita. Verðhækkanir verða sem sagt undir fimm prósentum. „Gullæðið er búið,“ segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, um íbúðamarkaðinn. „Það er ekki hægt að búast við þessum miklu almennu hækkunum á fasteignamarkaði áfram. Með því er ég ekki að segja að markaðurinn sé daufur. Það verður kannski ísskápsvöxtur en ekkert frost.“ Greiningardeildin gerir ráð fyrir því að verðið geti lækkað að raunvirði, en ekki að nafnvirði á næstu árum. Gera megi ráð fyrir þriggja til sex prósenta hækkun á næstu tveimur árum. Ásgeir fór yfir horfur á íbúðamarkaði á fasteignaráðstefnu Kaupþings í gær sem um 400 manns sóttu. Ásgeir segir að markaðurinn sé að þroskast. „Til framtíðar verður hugsað meira um staðsetningu, umhverfi, gæði og slíkt.“ Ásgeir bendir einnig á að þunginn í byggingum hafi færst frá íbúðarhúsnæði og menn reisi nú frekar verslunar- og skrifstofuhúsnæði. „Verð á verslunar- og skrifstofuhúsnæði náði hámarki í fyrra,“ segir Sölvi H. Blöndal, hjá greiningardeildinni, sem gerir ráð fyrir því að ró eigi eftir að færast yfir þann markað á næsta ári. „Við erum ekki að spá verðlækkun, en verðhækkunin verður minni. Það eru gríðarleg umsvif í svona byggingum.“ Sölvi bendir á að leiguverðið hafi ekki fylgt öðrum verðhækkunum. „Ég held að þeir sem leigja geti vel unnt sínum hag. Það varð reyndar verðsprengja í fyrra. En það er í sjálfu sér leiðrétting.“ Sölvi bendir á að verð á verslunar- og skrifstofuhúsnæði sé mjög mismunandi eftir staðsetningu. Verðið sé hæst í miðborg Reykjavíkur. „Þetta byggist líka upp í kring um miðstöðvar. Við Smáralind, Kringluna og víðar.“
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent