Tímamót hjá grannþjóð Auðunn Arnórsson skrifar 24. nóvember 2007 00:01 Í drögum að nýjum heimastjórnarlögum Grænlendinga er viðurkennt að Grænlendingar séu þjóð í skilningi þjóðaréttar, sem hefur í för með sér að þeir geti í krafti sjálfsákvörðunarréttar lýst yfir sjálfstæði frá Danmörku. Þetta staðfesti Jonathan Motzfeldt, forseti grænlenzka landsþingsins sem stýrir dansk-grænlenzku nefndinni sem í þrjú ár hefur unnið að gerð nýju laganna, í samtali við Fréttablaðið í vikunni. Í þessu felast mikil tímamót fyrir næstu grannþjóð Íslendinga í vestri. Það var fyrst árið 1979 sem fyrsta grænlenzka landstjórnin var mynduð á grundvelli fyrstu heimastjórnarlaganna. Í þeim eru Grænlendingar skilgreindir sem „et selvstyrende folkesamfund i det danske Rige". Orðið „folkesamfund" í þessu sambandi er illþýðanlegt en aðalatriðið er að Grænlendingar eru með því ekki sagðir uppfylla skilgreininguna fyrir þjóð. Það á nú að breytast. Í grænlenzku landstjórninni, sem nú situr og tók við fyrir tveimur árum, eru bæði harðir sjálfstæðissinnar og aðrir sem vilja fara hægar í sakirnar í að draga úr tengslunum við Danmörku. Þó hefur ríkt um það þverpólitísk sátt milli þeirra flokka sem eiga fulltrúa á grænlenzka landsþinginu, að standa saman að samningsmarkmiðum Grænlendinga í samningaviðræðunum við Dani. Fyrir hönd Dana hefur danski forsætisráðherrann Anders Fogh Rasmussen líka sagt, að óski Grænlendingar sjálfstæðis muni það verða Grænlendinga einna að taka ákvörðun um það. En Danir gera eðlilega þá mótkröfu, að hverju skrefi í átt til aukins sjálfræðis verði að fylgja aukin eigin ábyrgð, sérstaklega á eigin fjármálum. Landssjóðir bæði Færeyja og Grænlands fá enn drjúgan hluta tekna sinna í formi styrks af dönsku fjárlögunum. Þetta hlutfall er mun hærra á Grænlandi en í Færeyjum, enda hafa Færeyingar lengi haft mun meiri stjórn yfir eigin málum og færeyskt efnahagslíf verið fjölbreyttara og sterkara en það grænlenzka. Það er enda ekki svo að Grænlendingar hyggist segja sig úr lögum við danska ríkið um leið og þeir hafa öðlast lagatæknilegan rétt til þess, sem mun gerast með gildistöku nýju heimastjórnarlaganna á næsta ári. En það breytir miklu fyrir sjálfsvirðingu grænlenzku þjóðarinnar að hafa skjalfest að hún njóti viðurkenningar sem þjóð meðal þjóða, þótt hún kjósi enn um sinn að eiga náin tengsl við þá dönsku. Grundvallaratriði fyrir efnahagslegt sjálfsforræði Grænlendinga í framtíðinni er þó að þeir eigi nýtingarréttinn að olíu og öðrum auðlindum sem finnast kunna í grænlenzkri lögsögu. Auk sjálfsákvörðunarréttarins var þetta atriði aðalsamningsmarkmið Grænlendinga í viðræðunum við Dani. Ísland hefur lengi verið bæði Færeyingum og Grænlendingum fyrirmynd í sjálfstæðisumleitunum sínum. Tengsl Íslands og Færeyja eru náin; um það vottar til að mynda Hoyvíkursamkomulagið sem gerir bæði lönd að einu markaðs- og þjónustusvæði. Tengslin yfir Grænlandssund hafa hins vegar verið öllu minni. Þetta hefur að hluta til verið að rekja til þess að hve miklu leyti Grænlandi var í raun stjórnað frá Danmörku. Með auknu sjálfstæði Grænlands skapast nýjar forsendur fyrir samstarfi grannþjóðanna. Eins og Íslandsvinurinn Jonathan Motzfeldt staðfesti binda Grænlendingar miklar vonir við eflt samstarf við Ísland. Íslendingar ættu líka að vera sér meðvitaðir um tækifærin sem í slíku samstarfi liggja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auðunn Arnórsson Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Í drögum að nýjum heimastjórnarlögum Grænlendinga er viðurkennt að Grænlendingar séu þjóð í skilningi þjóðaréttar, sem hefur í för með sér að þeir geti í krafti sjálfsákvörðunarréttar lýst yfir sjálfstæði frá Danmörku. Þetta staðfesti Jonathan Motzfeldt, forseti grænlenzka landsþingsins sem stýrir dansk-grænlenzku nefndinni sem í þrjú ár hefur unnið að gerð nýju laganna, í samtali við Fréttablaðið í vikunni. Í þessu felast mikil tímamót fyrir næstu grannþjóð Íslendinga í vestri. Það var fyrst árið 1979 sem fyrsta grænlenzka landstjórnin var mynduð á grundvelli fyrstu heimastjórnarlaganna. Í þeim eru Grænlendingar skilgreindir sem „et selvstyrende folkesamfund i det danske Rige". Orðið „folkesamfund" í þessu sambandi er illþýðanlegt en aðalatriðið er að Grænlendingar eru með því ekki sagðir uppfylla skilgreininguna fyrir þjóð. Það á nú að breytast. Í grænlenzku landstjórninni, sem nú situr og tók við fyrir tveimur árum, eru bæði harðir sjálfstæðissinnar og aðrir sem vilja fara hægar í sakirnar í að draga úr tengslunum við Danmörku. Þó hefur ríkt um það þverpólitísk sátt milli þeirra flokka sem eiga fulltrúa á grænlenzka landsþinginu, að standa saman að samningsmarkmiðum Grænlendinga í samningaviðræðunum við Dani. Fyrir hönd Dana hefur danski forsætisráðherrann Anders Fogh Rasmussen líka sagt, að óski Grænlendingar sjálfstæðis muni það verða Grænlendinga einna að taka ákvörðun um það. En Danir gera eðlilega þá mótkröfu, að hverju skrefi í átt til aukins sjálfræðis verði að fylgja aukin eigin ábyrgð, sérstaklega á eigin fjármálum. Landssjóðir bæði Færeyja og Grænlands fá enn drjúgan hluta tekna sinna í formi styrks af dönsku fjárlögunum. Þetta hlutfall er mun hærra á Grænlandi en í Færeyjum, enda hafa Færeyingar lengi haft mun meiri stjórn yfir eigin málum og færeyskt efnahagslíf verið fjölbreyttara og sterkara en það grænlenzka. Það er enda ekki svo að Grænlendingar hyggist segja sig úr lögum við danska ríkið um leið og þeir hafa öðlast lagatæknilegan rétt til þess, sem mun gerast með gildistöku nýju heimastjórnarlaganna á næsta ári. En það breytir miklu fyrir sjálfsvirðingu grænlenzku þjóðarinnar að hafa skjalfest að hún njóti viðurkenningar sem þjóð meðal þjóða, þótt hún kjósi enn um sinn að eiga náin tengsl við þá dönsku. Grundvallaratriði fyrir efnahagslegt sjálfsforræði Grænlendinga í framtíðinni er þó að þeir eigi nýtingarréttinn að olíu og öðrum auðlindum sem finnast kunna í grænlenzkri lögsögu. Auk sjálfsákvörðunarréttarins var þetta atriði aðalsamningsmarkmið Grænlendinga í viðræðunum við Dani. Ísland hefur lengi verið bæði Færeyingum og Grænlendingum fyrirmynd í sjálfstæðisumleitunum sínum. Tengsl Íslands og Færeyja eru náin; um það vottar til að mynda Hoyvíkursamkomulagið sem gerir bæði lönd að einu markaðs- og þjónustusvæði. Tengslin yfir Grænlandssund hafa hins vegar verið öllu minni. Þetta hefur að hluta til verið að rekja til þess að hve miklu leyti Grænlandi var í raun stjórnað frá Danmörku. Með auknu sjálfstæði Grænlands skapast nýjar forsendur fyrir samstarfi grannþjóðanna. Eins og Íslandsvinurinn Jonathan Motzfeldt staðfesti binda Grænlendingar miklar vonir við eflt samstarf við Ísland. Íslendingar ættu líka að vera sér meðvitaðir um tækifærin sem í slíku samstarfi liggja.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun