Frábær heilaleikfimi 28. nóvember 2007 00:01 Áslaug Friðriksdóttir „Uppáhaldið mitt í dag er Sunnudagskrossgáta Morgunblaðsins. Alveg frábær heilaleikfimi og skemmtun,“ segir Áslaug Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri veffyrirtækisins Sjá. Hún segir að áhugamálin fyrir utan vinnuna hafi tekið ýmsum breytingum í gegnum tíðina. „Ég hef alltaf átt ákveðin áhugamál, svo sem að fylgjast með pólitík, synda og fara í bíó. Eitthvað sem er auðvelt án þess að þurfa að skipuleggja það sérstaklega.“ Áslaus segist hafa ferðast mikið og farið á skíði og göngur áður en börnin komu til sögunnar, en hún á nú þrjú. „Meðan börnin eru lítil og geta ekki fylgt manni í hvað sem er hefur maður þróað svona hliðaráhugamál sem hægt er að sinna heima við.“ „Það besta sem ég veit er að eiga góð stund til að sitja yfir krossgátunni og reyna við hvert orðið á fætur öðru,“ segir Áslaug brosandi og bætir því við að oft sé erfitt að slíta sig frá gátunni. „Þegar gestir koma í heimsókn er oft bara brugðið á það ráð að fá alla með í leikinn þannig að stundum situr heilt matarboð og pælir í gegnum þetta.“ Áslaug segist ekki oft ná að ljúka allri gátunni. „En ég er svo heppin að ég veit um fólk úti í bæ sem deilir áhugamálinu. Við skiptumst á vísbendingum þegar mér þykir ég hafa fullreynt eitthvað.“ Samskiptanetið í kringum gátuna sé ótrúlega stórt. „Stundum fær maður vísbendingar í gegnum langsótt og skemmtileg tengsl,“ segir Áslaug. Þar sé stríðnin stundum við völd. „Og maður fær það alveg óþvegið hversu heimskur er hægt að vera,“ segir Áslaug Friðriksdóttir og hlær.- ikh Héðan og þaðan Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Fleiri fréttir Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sjá meira
„Uppáhaldið mitt í dag er Sunnudagskrossgáta Morgunblaðsins. Alveg frábær heilaleikfimi og skemmtun,“ segir Áslaug Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri veffyrirtækisins Sjá. Hún segir að áhugamálin fyrir utan vinnuna hafi tekið ýmsum breytingum í gegnum tíðina. „Ég hef alltaf átt ákveðin áhugamál, svo sem að fylgjast með pólitík, synda og fara í bíó. Eitthvað sem er auðvelt án þess að þurfa að skipuleggja það sérstaklega.“ Áslaus segist hafa ferðast mikið og farið á skíði og göngur áður en börnin komu til sögunnar, en hún á nú þrjú. „Meðan börnin eru lítil og geta ekki fylgt manni í hvað sem er hefur maður þróað svona hliðaráhugamál sem hægt er að sinna heima við.“ „Það besta sem ég veit er að eiga góð stund til að sitja yfir krossgátunni og reyna við hvert orðið á fætur öðru,“ segir Áslaug brosandi og bætir því við að oft sé erfitt að slíta sig frá gátunni. „Þegar gestir koma í heimsókn er oft bara brugðið á það ráð að fá alla með í leikinn þannig að stundum situr heilt matarboð og pælir í gegnum þetta.“ Áslaug segist ekki oft ná að ljúka allri gátunni. „En ég er svo heppin að ég veit um fólk úti í bæ sem deilir áhugamálinu. Við skiptumst á vísbendingum þegar mér þykir ég hafa fullreynt eitthvað.“ Samskiptanetið í kringum gátuna sé ótrúlega stórt. „Stundum fær maður vísbendingar í gegnum langsótt og skemmtileg tengsl,“ segir Áslaug. Þar sé stríðnin stundum við völd. „Og maður fær það alveg óþvegið hversu heimskur er hægt að vera,“ segir Áslaug Friðriksdóttir og hlær.- ikh
Héðan og þaðan Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Fleiri fréttir Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sjá meira