Sækja sjóinn í ólgu alþjóðlegs fjármálaróts Óli Kristján Ármannsson skrifar 28. nóvember 2007 00:01 Íslensku viðskiptabankarnir búa við þann veruleika að erlendir fjárfestar tengja við þá meiri áhættu en við banka annars staðar í hinum vestræna heimi. Kannski ræður þarna einhverju vantrú á því að frá jafnfámennri þjóð geti komið marktæk alþjóðleg fyrirtæki. Þá spilar vafalaust hlutverk sitt óstöðug króna og efnahagssveiflur hér heima fyrir sem skjóta fjárfestum skelk í bringu, burtséð frá réttmæti þess að tengja upprunalandið með slíkum hætti starfsemi bankanna. Svo má líka vera að þarna ráði einhverju gamaldags fákunnátta eða fordómar. Við viljum stundum gleyma því að nafn Íslands er ekkert á milli tannanna á fólki dags daglega úti í hinum stóra heimi. Þannig telja Bandaríkjamenn gjarnan að mikið ferðalag hljóti að vera að koma hingað, en verða steinhissa þegar þeim er bent á að vegalengdin sé svipuð og milli New York og Seattle, á austur- og vesturströnd Bandaríkjanna. Bankarnir eru ekki öfundsverðir af því hlutverki að þurfa að reyna að rétta hlut sinn meðal fjármálafyrirtækja í þeim stórsjó sem þann geira plagar í kjölfar áfalla tengdra undirmálslánum í Bandaríkjunum. Bót er hins vegar í máli að þeir búa að reynslunni frá því í fyrra. Síðasta ár einkenndist jú af óróleika í kringum íslensku bankana. Boltinn tók að rúlla í upphafi árs með vangaveltum um stöðu bankanna og við það jókst fjármögnunarkostnaður þeirra, sem svo aftur ýtti undir frekari vangaveltur um framtíðarhorfur þeirra. Bankarnir tóku sig verulega á í kynningarmálum og fór þar fremstur í flokki Bjarni Ármannsson, sem þá var forstjóri Glitnis, en hann var um skeið tíður gestur í viðskiptafréttum sjónvarpsstöðva á borð við Bloomberg og víðar þar sem hann reyndi að draga upp réttari mynd af bönkunum og stöðu í íslensku hagkerfi en greinendur Danske Bank og fleiri höfðu dregið upp. Segja má að óróaskeiðinu hafi svo lokið með Mishkin-skýrslunni og hálfsársuppgjörum bankanna. Gárungar hafa slegið því fram að núna vanti bankakerfið Bjarna til að stíga fram og róa umræðuna um bankana líkt og gert var í fyrra. Skuldatryggingarálag á íslensku bankana er enda himinhátt núna og mun hærra en í fyrra. Hætt er samt við að lítið yrði hlustað á bankastjóra frá Íslandi núna og óvíst að aðgengið að viðskiptafréttasjónvarpsstöðvum sé jafngott í alvöru bankakrísu sem snýr að heimsbyggðinni allri, í stað staðbundins umræðuvanda um íslensku bankana. Ekki er samt svo að skilja að bankarnir geti ekkert gert. Nú skiptir þá máli að fyrir liggi réttar og greinargóðar upplýsingar um stöðu þeirra. Öll óvissa verður í árferði dagsins að áhættu í huga erlenda fjárfestisins eða fjármálastofnunarinnar. Kaupþing átti stórleik í þessum efnum í byrjun vikunnar þegar bankinn upplýsti um hvernig háttað væri fjármögnun á yfirtöku bankans á NIBC í Hollandi, en hærra skuldatryggingarálag á Kaupþing hefur verið rakið til þess að þau skilaboð hafi ekki ratað alla leið til þessa. Tilkynningin á mánudag hafði þegar sín áhrif og lækkaði álagið á Kaupþing þegar um 65 punkta, fór í 275 punkta. Álagið er samt nærri því þrisvar sinnum hærra en þegar verst lét í mars í fyrra. Ljóst má vera að fjármálamarkaðir verða órólegir enn um sinn, sér í lagi meðan ekki er að fullu komið fram umfang afskrifta banka heimsins vegna „flókinna fjármálagjörninga“ vestan hafs. Hér réðust bankarnir hins vegar í tiltekt á síðasta ári vegna ímyndarvanda og tæpast annað séð en þeir séu í kjörstöðu til að bíða af sér storminn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson Skoðun
Íslensku viðskiptabankarnir búa við þann veruleika að erlendir fjárfestar tengja við þá meiri áhættu en við banka annars staðar í hinum vestræna heimi. Kannski ræður þarna einhverju vantrú á því að frá jafnfámennri þjóð geti komið marktæk alþjóðleg fyrirtæki. Þá spilar vafalaust hlutverk sitt óstöðug króna og efnahagssveiflur hér heima fyrir sem skjóta fjárfestum skelk í bringu, burtséð frá réttmæti þess að tengja upprunalandið með slíkum hætti starfsemi bankanna. Svo má líka vera að þarna ráði einhverju gamaldags fákunnátta eða fordómar. Við viljum stundum gleyma því að nafn Íslands er ekkert á milli tannanna á fólki dags daglega úti í hinum stóra heimi. Þannig telja Bandaríkjamenn gjarnan að mikið ferðalag hljóti að vera að koma hingað, en verða steinhissa þegar þeim er bent á að vegalengdin sé svipuð og milli New York og Seattle, á austur- og vesturströnd Bandaríkjanna. Bankarnir eru ekki öfundsverðir af því hlutverki að þurfa að reyna að rétta hlut sinn meðal fjármálafyrirtækja í þeim stórsjó sem þann geira plagar í kjölfar áfalla tengdra undirmálslánum í Bandaríkjunum. Bót er hins vegar í máli að þeir búa að reynslunni frá því í fyrra. Síðasta ár einkenndist jú af óróleika í kringum íslensku bankana. Boltinn tók að rúlla í upphafi árs með vangaveltum um stöðu bankanna og við það jókst fjármögnunarkostnaður þeirra, sem svo aftur ýtti undir frekari vangaveltur um framtíðarhorfur þeirra. Bankarnir tóku sig verulega á í kynningarmálum og fór þar fremstur í flokki Bjarni Ármannsson, sem þá var forstjóri Glitnis, en hann var um skeið tíður gestur í viðskiptafréttum sjónvarpsstöðva á borð við Bloomberg og víðar þar sem hann reyndi að draga upp réttari mynd af bönkunum og stöðu í íslensku hagkerfi en greinendur Danske Bank og fleiri höfðu dregið upp. Segja má að óróaskeiðinu hafi svo lokið með Mishkin-skýrslunni og hálfsársuppgjörum bankanna. Gárungar hafa slegið því fram að núna vanti bankakerfið Bjarna til að stíga fram og róa umræðuna um bankana líkt og gert var í fyrra. Skuldatryggingarálag á íslensku bankana er enda himinhátt núna og mun hærra en í fyrra. Hætt er samt við að lítið yrði hlustað á bankastjóra frá Íslandi núna og óvíst að aðgengið að viðskiptafréttasjónvarpsstöðvum sé jafngott í alvöru bankakrísu sem snýr að heimsbyggðinni allri, í stað staðbundins umræðuvanda um íslensku bankana. Ekki er samt svo að skilja að bankarnir geti ekkert gert. Nú skiptir þá máli að fyrir liggi réttar og greinargóðar upplýsingar um stöðu þeirra. Öll óvissa verður í árferði dagsins að áhættu í huga erlenda fjárfestisins eða fjármálastofnunarinnar. Kaupþing átti stórleik í þessum efnum í byrjun vikunnar þegar bankinn upplýsti um hvernig háttað væri fjármögnun á yfirtöku bankans á NIBC í Hollandi, en hærra skuldatryggingarálag á Kaupþing hefur verið rakið til þess að þau skilaboð hafi ekki ratað alla leið til þessa. Tilkynningin á mánudag hafði þegar sín áhrif og lækkaði álagið á Kaupþing þegar um 65 punkta, fór í 275 punkta. Álagið er samt nærri því þrisvar sinnum hærra en þegar verst lét í mars í fyrra. Ljóst má vera að fjármálamarkaðir verða órólegir enn um sinn, sér í lagi meðan ekki er að fullu komið fram umfang afskrifta banka heimsins vegna „flókinna fjármálagjörninga“ vestan hafs. Hér réðust bankarnir hins vegar í tiltekt á síðasta ári vegna ímyndarvanda og tæpast annað séð en þeir séu í kjörstöðu til að bíða af sér storminn.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun