Al Gore ávarpaði gesti Landsbankans 5. desember 2007 00:01 Al Gore hugsar grænt Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna ávarpaði orku- og umhverfisráðstefnu Merrion Capital, dótturfélags Landsbankans, á dögunum. Mynd/Johny Bambury Yfir fjögur hundruð manns hlustuðu á framsöguræðu Al Gore á orku- og umhverfisráðstefnu Merrion Capital, dótturfélags Landsbankans, í Dublin á Írlandi hinn 1. desember. Ávarp hans bar nafnið „Græn hugsun: Efnahagsstefna fyrir 21. öldina.“ Þegar Al Gore var kynntur til leiks sagði John Conroy, forstjóri Merrion Capital, að Dublin væri heiður að heimsókn Gore, „sem væri áhrifamesti maður um mikilvægasta málefni sem mannkynið stæði frammi fyrir í dag – loftslagsbreytingar“. Gore sagði áheyrendum, meðal annarra írskum og alþjóðlegum fjárfestum og forstjórum stórra fyrirtækja, að það væri sér mikil hvatning hve ofarlega umhverfismál væru á baugi í alþjóðlegum markaðsviðskiptum. Hann fagnaði einnig möguleikum á að versla með endurnýjanlega orkukvóta. Hann óskaði Írum til hamingju með góðan árangur í efnahagsmálum á undanförnum tíu árum. Þá sagði hann að „aukinni hagsæld [fylgdi] aukin siðferðisleg og pólitísk ábyrgð um að taka forystu í glímunni við loftslagsbreytingar.“ Þá sagði hann Írland geta gegnt lykilhlutverki meðal iðnríkja heims við að vekja athygli á umhverfisverndarmálum, í ljósi árangurs síns í viðskiptum og pólitískrar stöðu landsins. Í fréttatilkynningu frá Landsbankanum segir að það sé skoðun bankans að alþjóðlegum fyrirtækjum beri skylda til að taka markvissa afstöðu til mikilvægra félagslegra og siðferðislegra mála og umhverfismála. Þar á meðal sé glíman við loftslagsbreytingar. Bankinn taki þátt í mörgum verkefnum til að framfylgja þeirri stefnu. Landsbankinn hefur lýst yfir stuðningi við leiðbeiningar OECD fyrir fjölþjóðleg fyrirtæki samkvæmt tilkynningunni. Þá hafi bankinn verið meðal þeirra sem fyrst skrifuðu undir alþjóðlega yfirlýsingu fjármálastofnana um umhverfismál og sjálfbæra þróun. Bankaráð hafi lagt aukna áherslu á að fjárfesta í fyrirtækjum og verkefnum sem hvetja til sjálfbærrar nýtingar náttúruauðlinda. Bankinn hyggist leggja enn meira af mörkum til að stuðla að þróun á sjálfbærri nýtingu orku og auðlinda með því að nýta íslenska sérþekkingu á þessu sviði. Ísland sé í fremstu röð þegar kemur að notkun endurnýjanlegrar orku. Á komandi árum verður umhverfisvernd eitt af mikilvægum verkefnum bankans, samkvæmt tilkynningunni. Landsbankinn hafi mótað sína eigin umhverfisstefnu. Með viðskiptastefnu sinni vilji bankinn styðja við nýja tækni og nýjar lausnir á sviði endurnýtanlegrar orku. - hhs Héðan og þaðan Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Yfir fjögur hundruð manns hlustuðu á framsöguræðu Al Gore á orku- og umhverfisráðstefnu Merrion Capital, dótturfélags Landsbankans, í Dublin á Írlandi hinn 1. desember. Ávarp hans bar nafnið „Græn hugsun: Efnahagsstefna fyrir 21. öldina.“ Þegar Al Gore var kynntur til leiks sagði John Conroy, forstjóri Merrion Capital, að Dublin væri heiður að heimsókn Gore, „sem væri áhrifamesti maður um mikilvægasta málefni sem mannkynið stæði frammi fyrir í dag – loftslagsbreytingar“. Gore sagði áheyrendum, meðal annarra írskum og alþjóðlegum fjárfestum og forstjórum stórra fyrirtækja, að það væri sér mikil hvatning hve ofarlega umhverfismál væru á baugi í alþjóðlegum markaðsviðskiptum. Hann fagnaði einnig möguleikum á að versla með endurnýjanlega orkukvóta. Hann óskaði Írum til hamingju með góðan árangur í efnahagsmálum á undanförnum tíu árum. Þá sagði hann að „aukinni hagsæld [fylgdi] aukin siðferðisleg og pólitísk ábyrgð um að taka forystu í glímunni við loftslagsbreytingar.“ Þá sagði hann Írland geta gegnt lykilhlutverki meðal iðnríkja heims við að vekja athygli á umhverfisverndarmálum, í ljósi árangurs síns í viðskiptum og pólitískrar stöðu landsins. Í fréttatilkynningu frá Landsbankanum segir að það sé skoðun bankans að alþjóðlegum fyrirtækjum beri skylda til að taka markvissa afstöðu til mikilvægra félagslegra og siðferðislegra mála og umhverfismála. Þar á meðal sé glíman við loftslagsbreytingar. Bankinn taki þátt í mörgum verkefnum til að framfylgja þeirri stefnu. Landsbankinn hefur lýst yfir stuðningi við leiðbeiningar OECD fyrir fjölþjóðleg fyrirtæki samkvæmt tilkynningunni. Þá hafi bankinn verið meðal þeirra sem fyrst skrifuðu undir alþjóðlega yfirlýsingu fjármálastofnana um umhverfismál og sjálfbæra þróun. Bankaráð hafi lagt aukna áherslu á að fjárfesta í fyrirtækjum og verkefnum sem hvetja til sjálfbærrar nýtingar náttúruauðlinda. Bankinn hyggist leggja enn meira af mörkum til að stuðla að þróun á sjálfbærri nýtingu orku og auðlinda með því að nýta íslenska sérþekkingu á þessu sviði. Ísland sé í fremstu röð þegar kemur að notkun endurnýjanlegrar orku. Á komandi árum verður umhverfisvernd eitt af mikilvægum verkefnum bankans, samkvæmt tilkynningunni. Landsbankinn hafi mótað sína eigin umhverfisstefnu. Með viðskiptastefnu sinni vilji bankinn styðja við nýja tækni og nýjar lausnir á sviði endurnýtanlegrar orku. - hhs
Héðan og þaðan Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira