Saga Harley Davidson: Byrjaði allt í litlum skúr Roald Viðar Eyvindsson skrifar 8. desember 2007 09:00 Saga Harley Davidson fyrirtækisins er rakin alla leið aftur til ársins 1901. Nordicphotos/Getty Images Stofnun Harley Davidson-fyrirtækisins er rakið aftur til ársins 1903 þegar fyrsta mótorhjól þess leit dagsins ljós, en segja má að hún nái þó aftur til 1901 þegar æskuvinirnir William S. Harley og Arthur Davidson hönnuðu mótor í kasthjól. Árið 1905 hófu þeir síðan eiginlega framleiðslu á mótorhjólum, sem var fyrst í takmörkuðu upplagi og fór fram í litlum skúr í bakgarði Davidson-fjölskyldunnar. Þessi skúr var síðar fluttur og komið fyrir í fyrstu eiginlegu verksmiðju Harley Davidson á Juneau Avenue í Milwaukee, þar sem höfuðstöðvar fyrirtækisins standa enn. Þá hafði framleiðslan aukist til muna og var fyrirtækið farið að sjá lögreglunni fyrir mótorhjólum og síðar bandaríska hernum þegar fyrri heimsstyrjöldin skall á. Fyrirtækið var þá orðið stærsti mótorhjólaframleiðandi heims, og framleiddi 28.189 hjól á ári, en í kreppunni sem fylgdi hrundi salan úr 21.000 árið 1929 niður í færri en 4.000 hjól árið 1933. Harley Davidson beitti ýmsum brögðum til að halda velli, meðal annars með framleiðslu á þriggja hjóla þjónustubílum, og var aðeins annar af tveimur mótorhjólaframleiðendum sem lifði kreppuna af. Fyrirtækið rétti aftur úr kútnum í seinni heimsstyrjöldinni vegna aukinnar eftirspurnar hersins eftir mótorhjólum og fór þá aftur að framleiða hjól fyrir almenning í stórum stíl. Á sjötta áratugnum fékk fyrirtækið síðan annan stóran skell. Forráðamennirnir voru sakaðir um fjársvik og ímynd fyrirtækisins beið hnekki með tilkomu Hollywood-kvikmynda um mótorhjólaútlaga. Næstu þrjá áratugi var ímyndin samofin Vítisenglum og ræflum sem höfðu orð á sér fyrir að berja gamlar konur með keðjum, eins og einhver orðaði það. Vegna þessa og samkeppni frá japönskum framleiðendum mótorhjóla, sem þóttu taka þeim bandarísku fram í flestu, var framtíðin ekki björt fyrir Harley Davidson allt þar til forsvarsmennirnir hysjuðu upp um sig buxurnar snemma á níunda áratugnum og hófu framleiðslu á vandaðri hjólum í retró-stíl, sem svipaði í útliti til fyrstu mótorhjóla fyrirtækisins. Síðan hefur leiðin legið upp á við hjá Harley Davidson, og náði sölulegum hátindi á seinni hluta tíunda áratugarins og á upphafsárum 21. aldarinnar. Þrátt fyrir nokkur bakslög heldur fyrirtækið enn velli og verður aðdáendahópurinn sífellt fjölskrúðugri. Bílar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent
Stofnun Harley Davidson-fyrirtækisins er rakið aftur til ársins 1903 þegar fyrsta mótorhjól þess leit dagsins ljós, en segja má að hún nái þó aftur til 1901 þegar æskuvinirnir William S. Harley og Arthur Davidson hönnuðu mótor í kasthjól. Árið 1905 hófu þeir síðan eiginlega framleiðslu á mótorhjólum, sem var fyrst í takmörkuðu upplagi og fór fram í litlum skúr í bakgarði Davidson-fjölskyldunnar. Þessi skúr var síðar fluttur og komið fyrir í fyrstu eiginlegu verksmiðju Harley Davidson á Juneau Avenue í Milwaukee, þar sem höfuðstöðvar fyrirtækisins standa enn. Þá hafði framleiðslan aukist til muna og var fyrirtækið farið að sjá lögreglunni fyrir mótorhjólum og síðar bandaríska hernum þegar fyrri heimsstyrjöldin skall á. Fyrirtækið var þá orðið stærsti mótorhjólaframleiðandi heims, og framleiddi 28.189 hjól á ári, en í kreppunni sem fylgdi hrundi salan úr 21.000 árið 1929 niður í færri en 4.000 hjól árið 1933. Harley Davidson beitti ýmsum brögðum til að halda velli, meðal annars með framleiðslu á þriggja hjóla þjónustubílum, og var aðeins annar af tveimur mótorhjólaframleiðendum sem lifði kreppuna af. Fyrirtækið rétti aftur úr kútnum í seinni heimsstyrjöldinni vegna aukinnar eftirspurnar hersins eftir mótorhjólum og fór þá aftur að framleiða hjól fyrir almenning í stórum stíl. Á sjötta áratugnum fékk fyrirtækið síðan annan stóran skell. Forráðamennirnir voru sakaðir um fjársvik og ímynd fyrirtækisins beið hnekki með tilkomu Hollywood-kvikmynda um mótorhjólaútlaga. Næstu þrjá áratugi var ímyndin samofin Vítisenglum og ræflum sem höfðu orð á sér fyrir að berja gamlar konur með keðjum, eins og einhver orðaði það. Vegna þessa og samkeppni frá japönskum framleiðendum mótorhjóla, sem þóttu taka þeim bandarísku fram í flestu, var framtíðin ekki björt fyrir Harley Davidson allt þar til forsvarsmennirnir hysjuðu upp um sig buxurnar snemma á níunda áratugnum og hófu framleiðslu á vandaðri hjólum í retró-stíl, sem svipaði í útliti til fyrstu mótorhjóla fyrirtækisins. Síðan hefur leiðin legið upp á við hjá Harley Davidson, og náði sölulegum hátindi á seinni hluta tíunda áratugarins og á upphafsárum 21. aldarinnar. Þrátt fyrir nokkur bakslög heldur fyrirtækið enn velli og verður aðdáendahópurinn sífellt fjölskrúðugri.
Bílar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent