Baráttan um biblíusögurnar Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 12. desember 2007 00:01 Tilvalin leið til sjálfsvorkunnar er að rifja upp mistök foreldra sinna. Þrátt fyrir að þau hafi trúlega barist um á hæl og hnakka við að vera bestu uppalendur í heimi er hægt að vera furðu naskur á allskyns óréttlæti sem maður var látinn þola sem barn. Til dæmis árið þegar ég var tíu ára og fékk nærbol í sumargjöf á meðan vinkonurnar fengu ný sippubönd. Það var sár lífsreynsla. Eða að ég var gerð ábyrg fyrir öllum rifrildum og aldrei frekjudollan hún systir mín tveggja ára. Móðir mín uppgötvaði reyndar fljótt leið til að kljást við átakanlegar upprifjanir dætranna. Hún andvarpar mæðulega, horfir annars hugar út um gluggann og hvetur okkur eindregið til að bæta þessu í svörtu bókina. Málið afgreitt og kræsileg sjálfsmeðaumkun farin til spillis. Þótt ég fái grátlega sjaldan tækifæri til að nudda mömmu upp úr harmi æsku minnar get ég fullyrt að hefði kennslu í biblíusögum verið úthýst úr skólanum hefði uppfræðslan orðið æði götótt. Þrátt fyrir að foreldrar mínir væru kristilegir og kærleiksríkir og legðu mikla áherslu á gæskufulla innrætingu þá snerist bóklesturinn frekar um Línu Langsokk en Jesú Krist. Hefðu biblíusögurnar átt að afgreiðast heima myndi ég ekki hafa haldgóða hugmynd um sonarfórn guðs og manns, fagnaðarerindið eða píslarsöguna. Þekkti þaðan af síður tilvist kraftaverka af ýmsum stærðum og gerðum sem þó eru nauðsynleg bæði hversdags og spari. Og hefði ekki fengið þessi ágætu tækifæri til að hækka meðaleinkunnina með góðri frammistöðu í auðlesnum biblíusögum. Af ótta við að vera ekki nógu umburðarlynd virðist umræðan stundum snúast um það hvernig hægt er að láta í minni pokann til að styggja engan. Kristin fræði eru ríkur hluti af menningu okkar, sögu og bókmenntum. Hugmyndir um að banna biblíusögur í barnaskólum vegna þess að vantrúarhitinn ber fáeina einstaklinga ofurliði, er eins og að vilja banna kjötbollur í mötuneytinu vegna þess að Gudda í bókhaldinu er grænmetisæta. Ef okkur er svo annt um orðsporið sem frjálslynd þjóð að við erum sem lauf í vindi í orðræðunni, munum við enda úti í móa. Fræðsla og boðun er ekki það sama og biblíusögurnar eru námsgögn í arfleifð kristinnar þjóðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór
Tilvalin leið til sjálfsvorkunnar er að rifja upp mistök foreldra sinna. Þrátt fyrir að þau hafi trúlega barist um á hæl og hnakka við að vera bestu uppalendur í heimi er hægt að vera furðu naskur á allskyns óréttlæti sem maður var látinn þola sem barn. Til dæmis árið þegar ég var tíu ára og fékk nærbol í sumargjöf á meðan vinkonurnar fengu ný sippubönd. Það var sár lífsreynsla. Eða að ég var gerð ábyrg fyrir öllum rifrildum og aldrei frekjudollan hún systir mín tveggja ára. Móðir mín uppgötvaði reyndar fljótt leið til að kljást við átakanlegar upprifjanir dætranna. Hún andvarpar mæðulega, horfir annars hugar út um gluggann og hvetur okkur eindregið til að bæta þessu í svörtu bókina. Málið afgreitt og kræsileg sjálfsmeðaumkun farin til spillis. Þótt ég fái grátlega sjaldan tækifæri til að nudda mömmu upp úr harmi æsku minnar get ég fullyrt að hefði kennslu í biblíusögum verið úthýst úr skólanum hefði uppfræðslan orðið æði götótt. Þrátt fyrir að foreldrar mínir væru kristilegir og kærleiksríkir og legðu mikla áherslu á gæskufulla innrætingu þá snerist bóklesturinn frekar um Línu Langsokk en Jesú Krist. Hefðu biblíusögurnar átt að afgreiðast heima myndi ég ekki hafa haldgóða hugmynd um sonarfórn guðs og manns, fagnaðarerindið eða píslarsöguna. Þekkti þaðan af síður tilvist kraftaverka af ýmsum stærðum og gerðum sem þó eru nauðsynleg bæði hversdags og spari. Og hefði ekki fengið þessi ágætu tækifæri til að hækka meðaleinkunnina með góðri frammistöðu í auðlesnum biblíusögum. Af ótta við að vera ekki nógu umburðarlynd virðist umræðan stundum snúast um það hvernig hægt er að láta í minni pokann til að styggja engan. Kristin fræði eru ríkur hluti af menningu okkar, sögu og bókmenntum. Hugmyndir um að banna biblíusögur í barnaskólum vegna þess að vantrúarhitinn ber fáeina einstaklinga ofurliði, er eins og að vilja banna kjötbollur í mötuneytinu vegna þess að Gudda í bókhaldinu er grænmetisæta. Ef okkur er svo annt um orðsporið sem frjálslynd þjóð að við erum sem lauf í vindi í orðræðunni, munum við enda úti í móa. Fræðsla og boðun er ekki það sama og biblíusögurnar eru námsgögn í arfleifð kristinnar þjóðar.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun