Bandaríkjamenn féllu ekki fyrir lambinu 9. janúar 2007 18:47 Nánast samfellt tap hefur verið á sölu lambakjöts til Bandaríkjanna - þrátt fyrir að stjórnvöld hafi í rúman áratug styrkt markaðssetningu á lambakjöti og íslenskum vörum um meira en 300 milljónir króna. Reglulega hafa á síðustu árum borist fréttir til landsins um að íslenska lambakjötið sé um það bil að slá í gegn í Bandaríkjunum. Nú lítur hins vegar út fyrir að mesti móðurinn sé runninn af mönnum. Röskur áratugur er síðan markaðssetning á lambakjöti og íslenskum vörum í Bandaríkjunum komst á fjárlög og hefur fengið 25 milljónir á ári frá 95, eða 300 milljónir frá upphafi. Norðlenska sér um framleiðslu á því lambakjöti sem flutt er í Whole Foods Market keðjuna í Bandaríkjunum. Fyrirtækið hefur frá upphafi tapað á útflutningnum, nema árið 2004 þegar flutt voru út svokölluð 208 ígildistonn. Í fyrra hrapaði útflutningurinn niður í 120 ígildistonn og fyrir það fengust tæpar 50 milljónir, sem voru, það árið, tvö prósent af veltu Norðlenska. Sigmundur Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska, segir afkomuna hafa verið óviðunandi en hann vill þó ekki afskrifa þetta verkefni. Þegar haft var samband við Baldvin Jónsson verkefnisstjóra markaðsátaksins í Bandaríkjunum, sagði hann markaðssetningu vera langhlaup. Þumalputtareglan væri, að 70 milljónir kostaði að koma nýrri vöru á markað á norðausturströnd Bandaríkjanna. Með 25 milljónir á ári hafi meðal annars tekist að koma 9 vörum inn í Whole Foods market keðjuna. Að afurðir íslenskra bænda séu þar í öndvegi jafnist á við nóbelsverðlaun í umhverfismálum. Alls verði um 1000 tonn flutt út á næsta ári í tengslum við verkefnið og þótt lambakjötið sé lítill hluti þá sé eftirspurn eftir skyri, smjöri, ostum og fiski meiri núna en framboðið. Fréttir Innlent Nóbelsverðlaun Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Sjá meira
Nánast samfellt tap hefur verið á sölu lambakjöts til Bandaríkjanna - þrátt fyrir að stjórnvöld hafi í rúman áratug styrkt markaðssetningu á lambakjöti og íslenskum vörum um meira en 300 milljónir króna. Reglulega hafa á síðustu árum borist fréttir til landsins um að íslenska lambakjötið sé um það bil að slá í gegn í Bandaríkjunum. Nú lítur hins vegar út fyrir að mesti móðurinn sé runninn af mönnum. Röskur áratugur er síðan markaðssetning á lambakjöti og íslenskum vörum í Bandaríkjunum komst á fjárlög og hefur fengið 25 milljónir á ári frá 95, eða 300 milljónir frá upphafi. Norðlenska sér um framleiðslu á því lambakjöti sem flutt er í Whole Foods Market keðjuna í Bandaríkjunum. Fyrirtækið hefur frá upphafi tapað á útflutningnum, nema árið 2004 þegar flutt voru út svokölluð 208 ígildistonn. Í fyrra hrapaði útflutningurinn niður í 120 ígildistonn og fyrir það fengust tæpar 50 milljónir, sem voru, það árið, tvö prósent af veltu Norðlenska. Sigmundur Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska, segir afkomuna hafa verið óviðunandi en hann vill þó ekki afskrifa þetta verkefni. Þegar haft var samband við Baldvin Jónsson verkefnisstjóra markaðsátaksins í Bandaríkjunum, sagði hann markaðssetningu vera langhlaup. Þumalputtareglan væri, að 70 milljónir kostaði að koma nýrri vöru á markað á norðausturströnd Bandaríkjanna. Með 25 milljónir á ári hafi meðal annars tekist að koma 9 vörum inn í Whole Foods market keðjuna. Að afurðir íslenskra bænda séu þar í öndvegi jafnist á við nóbelsverðlaun í umhverfismálum. Alls verði um 1000 tonn flutt út á næsta ári í tengslum við verkefnið og þótt lambakjötið sé lítill hluti þá sé eftirspurn eftir skyri, smjöri, ostum og fiski meiri núna en framboðið.
Fréttir Innlent Nóbelsverðlaun Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Sjá meira