Steingeld byggð á Slippsvæðinu 12. janúar 2007 18:39 Fyrirhuguð byggð á Slippsvæðinu er steingeld með háum, stórum og ljótum húsum, segir formaður Íbúasamtaka Vesturbæjar sem vill kollvarpa hugmyndum um uppbyggingu við Mýrargötuna. Formaður skipulagsráðs segir þetta gott skipulag sem muni styrkja Vesturbæinn. Það eru mörg ár síðan kynnt var blokkaröð á slippsvæðinu við Mýrargötu í Reykjavík en ákvörðun um nýtt deiliskipulag verður tekin á allra næstu vikum. 18 aðilar sendu athugasemdir við Slippa- og Ellingsen reitinn við Mýrargötuna sem er hluti af þeirri miklu uppbyggingu sem lengi hefur verið fyrirhuguð við Mýrargötuna, hinir eru Nýlendureiturinn og Héðinsreiturinn en á nýju deiliskipulagi fyrir Héðinsreitinn er meðal annars stór nokkurra hæða húsahringur sem áætlað er að byggja við og kringum Héðinshúsið við Seljaveg. Íbúasamtök Vesturbæjar sendu harðort bréf með athugasemdum við Slippa og Ellingsenreitinn. Formaður samtakanna, Gísli Þór Sigurþórsson, segir hugmyndir borgarinnar steingeldar og helst minna á hverfi í austurþýskum borgum. Hann vill lægri, fallegri og fámennari byggð með krókóttum götum, verslunum og veitingahúsum. Og svo er það rokið en áætlað er að Bræðraborgarstígurinn nái niður að sjó - fullkomin vindgöng fyrir norðanstorminn, segir Gísli. En er ekki nokkuð seint í rassinn gripið að senda inn athugasemdir núna? "Strax og þessar hugmyndir komu fram kom viðtal við Steinunni Valdísi Óskarsdóttur þar sem hún óskaði samstarfs. Íbúasamtökin sendu henni strax bréf. Við fengum aldrei svar." Hanna Birna Kristjánsdóttir er formaður Skipulagsráðs og segir athugasemdir Íbúasamtakanna verða skoðaðar. "Þetta skipulag við Mýrargötuna er búið að vera í undirbúningi í tæp 3 ár í afar miklu samráði og við erum búin að vera í viðræðum við bæði íbúa og hagsmunaaðila. Ég tel að skipulagið sé gott og íbúabyggð á þessu svæði muni styrkja bæði vesturbæinn og miðborgina. Þannig að ég get nú ekki tekið undir þetta." Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Fyrirhuguð byggð á Slippsvæðinu er steingeld með háum, stórum og ljótum húsum, segir formaður Íbúasamtaka Vesturbæjar sem vill kollvarpa hugmyndum um uppbyggingu við Mýrargötuna. Formaður skipulagsráðs segir þetta gott skipulag sem muni styrkja Vesturbæinn. Það eru mörg ár síðan kynnt var blokkaröð á slippsvæðinu við Mýrargötu í Reykjavík en ákvörðun um nýtt deiliskipulag verður tekin á allra næstu vikum. 18 aðilar sendu athugasemdir við Slippa- og Ellingsen reitinn við Mýrargötuna sem er hluti af þeirri miklu uppbyggingu sem lengi hefur verið fyrirhuguð við Mýrargötuna, hinir eru Nýlendureiturinn og Héðinsreiturinn en á nýju deiliskipulagi fyrir Héðinsreitinn er meðal annars stór nokkurra hæða húsahringur sem áætlað er að byggja við og kringum Héðinshúsið við Seljaveg. Íbúasamtök Vesturbæjar sendu harðort bréf með athugasemdum við Slippa og Ellingsenreitinn. Formaður samtakanna, Gísli Þór Sigurþórsson, segir hugmyndir borgarinnar steingeldar og helst minna á hverfi í austurþýskum borgum. Hann vill lægri, fallegri og fámennari byggð með krókóttum götum, verslunum og veitingahúsum. Og svo er það rokið en áætlað er að Bræðraborgarstígurinn nái niður að sjó - fullkomin vindgöng fyrir norðanstorminn, segir Gísli. En er ekki nokkuð seint í rassinn gripið að senda inn athugasemdir núna? "Strax og þessar hugmyndir komu fram kom viðtal við Steinunni Valdísi Óskarsdóttur þar sem hún óskaði samstarfs. Íbúasamtökin sendu henni strax bréf. Við fengum aldrei svar." Hanna Birna Kristjánsdóttir er formaður Skipulagsráðs og segir athugasemdir Íbúasamtakanna verða skoðaðar. "Þetta skipulag við Mýrargötuna er búið að vera í undirbúningi í tæp 3 ár í afar miklu samráði og við erum búin að vera í viðræðum við bæði íbúa og hagsmunaaðila. Ég tel að skipulagið sé gott og íbúabyggð á þessu svæði muni styrkja bæði vesturbæinn og miðborgina. Þannig að ég get nú ekki tekið undir þetta."
Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira