Skálmöld í miðbæ Reykjavíkur 13. janúar 2007 06:15 Á síðasta ári komu fjórir að meðaltali dag hvern á slysaog bráðamóttöku Landspítala - háskólasjúkrahúss vegna áverka sem þeir höfðu hlotið af völdum ofbeldis. Og á gamlárskvöld var met slegið á slysadeild þegar 64 komu þangað vegna ofbeldisáverka eða vegna einhvers konar ofneyslu. Um þriðjungur þessara ofbeldisverka á sér stað í miðbæ Reykjavíkur um helgar sem þýðir að hver helgi skilar nálægt tíu fórnarlömbum ofbeldis úr miðbænum á slysadeild. Þetta er mikill fjöldi af ungu fólki og jafnvel börnum, allt niður í tólf ára aldur, eins og yngstu fórnarlömb ofbeldisáverka í miðbænum eru. Þar ríkir sem sagt skálmöld um helgar. Ófeigur Þorgeirsson, yfirlæknir á slysadeild, segir að drykkjutengdu áverkarnir séu „hömlulausir og andstyggilegir, nær einungis mjög slæmir höfuðáverkar, tannlos, nefbrot og höfuðkúpubrot". Þetta er ófögur lýsing. Fórnarlömbin eru í mörgum tilvikum blásaklaust fólk sem einungis er statt á vitlausum stað á vitlausum tíma. Hins vegar bendir yfirlæknirinn á að bæði gerendur og þolendur ofbeldisins séu að stærstum hluta sami hópur drengja á aldrinum 15 til 24 ára. Nýr lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins hefur boðað aukinn sýnileika lögreglunnar og vissulega má binda vonir við að aukin löggæsla geti dregið úr ofbeldi í miðbæ Reykjavíkur. Sjálf meinsemdin er hins vegar flóknari en svo að hún verði læknuð með aukinni löggæslu. Meinsemdin er fólgin í því að í samfélaginu elst upp fólk við aðstæður sem eru til þess fallnar að leiða til þeirrar sjálfsmyndar og líðanar sem brýst fram í ofbeldi, uppeldisaðstæður sem enginn ætti að búa við. Bragi Guðbrandsson sagði í samtali við Fréttablaðið í vikunni að nokkrir grundvallarþættir í uppeldi yrðu að vera í lagi. Í fyrsta lagi nefnir hann aga, þá umhyggju og ástúð, í þriðja lagi virðingu og í fjórða lagi samræðu. Ólíklegt verður að teljast að þessi hópur drengja sem læknirinn nefnir búi við þessa grundvallarþætti. Þessum ungu mönnum verður að koma til hjálpar og rjúfa þann vítahring sem þeir eru komnir í og það tafarlaust. Skaðinn er þegar allt of stór. Sömuleiðis verður að takast á við það agaleysi sem virðist smám saman vera að verða inngróið í íslenska menningu. Þetta agaleysi sem birtist í skólum og í umferðinni svo dæmi séu tekin en á upptök sín í uppeldismenningunni. Ofbeldi verður stöðugt grimmara og fjögur fórnarlömb á dag er mikill tollur. Hafa ber í huga að fórnarlamb ofbeldis er ekki einungis skrámað á skrokknum heldur einnig á sálinni og þau sár standa iðulega opin löngu eftir að hin sjáanlegu mein eru gróin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun
Á síðasta ári komu fjórir að meðaltali dag hvern á slysaog bráðamóttöku Landspítala - háskólasjúkrahúss vegna áverka sem þeir höfðu hlotið af völdum ofbeldis. Og á gamlárskvöld var met slegið á slysadeild þegar 64 komu þangað vegna ofbeldisáverka eða vegna einhvers konar ofneyslu. Um þriðjungur þessara ofbeldisverka á sér stað í miðbæ Reykjavíkur um helgar sem þýðir að hver helgi skilar nálægt tíu fórnarlömbum ofbeldis úr miðbænum á slysadeild. Þetta er mikill fjöldi af ungu fólki og jafnvel börnum, allt niður í tólf ára aldur, eins og yngstu fórnarlömb ofbeldisáverka í miðbænum eru. Þar ríkir sem sagt skálmöld um helgar. Ófeigur Þorgeirsson, yfirlæknir á slysadeild, segir að drykkjutengdu áverkarnir séu „hömlulausir og andstyggilegir, nær einungis mjög slæmir höfuðáverkar, tannlos, nefbrot og höfuðkúpubrot". Þetta er ófögur lýsing. Fórnarlömbin eru í mörgum tilvikum blásaklaust fólk sem einungis er statt á vitlausum stað á vitlausum tíma. Hins vegar bendir yfirlæknirinn á að bæði gerendur og þolendur ofbeldisins séu að stærstum hluta sami hópur drengja á aldrinum 15 til 24 ára. Nýr lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins hefur boðað aukinn sýnileika lögreglunnar og vissulega má binda vonir við að aukin löggæsla geti dregið úr ofbeldi í miðbæ Reykjavíkur. Sjálf meinsemdin er hins vegar flóknari en svo að hún verði læknuð með aukinni löggæslu. Meinsemdin er fólgin í því að í samfélaginu elst upp fólk við aðstæður sem eru til þess fallnar að leiða til þeirrar sjálfsmyndar og líðanar sem brýst fram í ofbeldi, uppeldisaðstæður sem enginn ætti að búa við. Bragi Guðbrandsson sagði í samtali við Fréttablaðið í vikunni að nokkrir grundvallarþættir í uppeldi yrðu að vera í lagi. Í fyrsta lagi nefnir hann aga, þá umhyggju og ástúð, í þriðja lagi virðingu og í fjórða lagi samræðu. Ólíklegt verður að teljast að þessi hópur drengja sem læknirinn nefnir búi við þessa grundvallarþætti. Þessum ungu mönnum verður að koma til hjálpar og rjúfa þann vítahring sem þeir eru komnir í og það tafarlaust. Skaðinn er þegar allt of stór. Sömuleiðis verður að takast á við það agaleysi sem virðist smám saman vera að verða inngróið í íslenska menningu. Þetta agaleysi sem birtist í skólum og í umferðinni svo dæmi séu tekin en á upptök sín í uppeldismenningunni. Ofbeldi verður stöðugt grimmara og fjögur fórnarlömb á dag er mikill tollur. Hafa ber í huga að fórnarlamb ofbeldis er ekki einungis skrámað á skrokknum heldur einnig á sálinni og þau sár standa iðulega opin löngu eftir að hin sjáanlegu mein eru gróin.
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun